Góður ársfjórðungur hjá Össuri Árni Sæberg skrifar 22. júlí 2021 07:46 Höfuðstöðar Össurs að Grjóthálsi 5. Vísir/Villi Hagnaður Össurar á öðrum ársfjórðungi nam 2,4 milljörðum króna eða 10 prósent af veltu. Á sama ársfjórðungi í fyrra var 2,3 milljarða króna tap á rekstri fyrirtækisins. Rekstur stoðtækjafyrirtækisins Össurar er að taka við sér eftir erfitt rekstrarár af völdum Covid-19. Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, segir þó að áhrifa faraldursins gæti enn á sumum mörkuðum. „Ég er sannarlega þakklátur viðskiptavinum okkar og stoltur af starfsmönnum Össurar um allan heim fyrir að halda áfram að hafa áhrif til góða fyrir viðskiptavini og notendur okkar“ segir forstjórinn í fréttatilkynningu um niðurstöður fyrir annan ársfjórðung 2021. Sala á ársfjórðunginum nam 190 milljónum Bandaríkjadala eða 24 milljörðum króna. Innri vöxtur var jákvæður um 32 prósent en söluvöxtur var jákvæður um 33 prósent í staðbundinni mynt. Á öðrum ársfjórðungi síðasta árs var innri vöxtur neikvæður um 26 prósent og sölusamdráttur 23 prósent í staðbundinni mynt. Innri vöxtur var jákvæður um 30 prósent á stoðtækjum samanborið við 21 prósent neikvæðan innri vöxt á öðrum ársfjórðungi 2020. Innri vöxtur var jákvæður um 36 prósent á spelkum og stuðningsvörum samanborið við 32 prósent neikvæðan innri vöxt á öðrum ársfjórðungi síðasta árs. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) nam 5,3 milljörðum króna og var 22 prósent af veltu á öðrum ársfjórðungi samanborið við 9 prósent á öðrum ársfjórðungi síðasta árs. Handbært fé frá rekstri nam 4,7 milljörðum króna eða 20 prósent af veltu á öðrum ársfjórðungi og nam 7,2 milljörðum króna eða 16 prósent af sölu á fyrri helmingi ársins. Á öðrum ársfjórðungi gekk Össur frá kaupum á fyrirtækjum með alls 1,4 milljarð króna í ársveltu. Össur hefur uppfært stefnu félagsins um fjármagnsskipan og arðgreiðslur á þá leið að skuldsetningarhluthafllið hefur verið hækkað í 2.0x-3.0x nettó skuldir á móti EBITDA, úr 1.5-2.5x. Skuldsetningarhlutfallið var 3.0x í lok annars ársfjórðungs. Fjárhagsáætlun fyrir árið 2021 gerir ráð fyrir 10 til 15 prósent innri vexti, 21 til 23 prósent EBITDA framlegð að teknu tilliti til einskiptisliða, 3 til 4 prósent fjárfestingarhlutfalli og virku skatthlutfalli á bilinu 23 til 2 prósent. Eins og stendur gera stjórnendur ráð fyrir að innri vöxtur verði í kring um miðju bilsins. Nýsköpun Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Fleiri fréttir Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Sjá meira
Rekstur stoðtækjafyrirtækisins Össurar er að taka við sér eftir erfitt rekstrarár af völdum Covid-19. Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, segir þó að áhrifa faraldursins gæti enn á sumum mörkuðum. „Ég er sannarlega þakklátur viðskiptavinum okkar og stoltur af starfsmönnum Össurar um allan heim fyrir að halda áfram að hafa áhrif til góða fyrir viðskiptavini og notendur okkar“ segir forstjórinn í fréttatilkynningu um niðurstöður fyrir annan ársfjórðung 2021. Sala á ársfjórðunginum nam 190 milljónum Bandaríkjadala eða 24 milljörðum króna. Innri vöxtur var jákvæður um 32 prósent en söluvöxtur var jákvæður um 33 prósent í staðbundinni mynt. Á öðrum ársfjórðungi síðasta árs var innri vöxtur neikvæður um 26 prósent og sölusamdráttur 23 prósent í staðbundinni mynt. Innri vöxtur var jákvæður um 30 prósent á stoðtækjum samanborið við 21 prósent neikvæðan innri vöxt á öðrum ársfjórðungi 2020. Innri vöxtur var jákvæður um 36 prósent á spelkum og stuðningsvörum samanborið við 32 prósent neikvæðan innri vöxt á öðrum ársfjórðungi síðasta árs. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) nam 5,3 milljörðum króna og var 22 prósent af veltu á öðrum ársfjórðungi samanborið við 9 prósent á öðrum ársfjórðungi síðasta árs. Handbært fé frá rekstri nam 4,7 milljörðum króna eða 20 prósent af veltu á öðrum ársfjórðungi og nam 7,2 milljörðum króna eða 16 prósent af sölu á fyrri helmingi ársins. Á öðrum ársfjórðungi gekk Össur frá kaupum á fyrirtækjum með alls 1,4 milljarð króna í ársveltu. Össur hefur uppfært stefnu félagsins um fjármagnsskipan og arðgreiðslur á þá leið að skuldsetningarhluthafllið hefur verið hækkað í 2.0x-3.0x nettó skuldir á móti EBITDA, úr 1.5-2.5x. Skuldsetningarhlutfallið var 3.0x í lok annars ársfjórðungs. Fjárhagsáætlun fyrir árið 2021 gerir ráð fyrir 10 til 15 prósent innri vexti, 21 til 23 prósent EBITDA framlegð að teknu tilliti til einskiptisliða, 3 til 4 prósent fjárfestingarhlutfalli og virku skatthlutfalli á bilinu 23 til 2 prósent. Eins og stendur gera stjórnendur ráð fyrir að innri vöxtur verði í kring um miðju bilsins.
Nýsköpun Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Fleiri fréttir Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Sjá meira