Skipuleggjendur kalla eftir tilmælum: „Takið bara ákvörðun þó hún verði sársaukafull“ Eiður Þór Árnason skrifar 21. júlí 2021 14:24 Góð stemning var á brekkusöngnum á Flúðum árið 2019. Skipuleggjendur bíða enn eftir tækifæri til að endurtaka leikinn. Aðsend Ákveðið hefur verið að aflýsa hátíðinni Flúðir um Versló sem fram átti að fara um verslunarmannahelgina í ljósi fjölgunar smita síðustu daga. Ákvörðunin var tekin eftir að greint var frá því að 56 hafi greinst innanlands með Covid-19 í gær. „Við bara ákváðum að þetta væri of mikil óvissa og of lítið af upplýsingum,“ segir Bergsveinn Theodórsson, skipuleggjandi hátíðarinnar, í samtali við Vísi. „Það er bara ömurlegt að þurfa að taka slíka ákvörðun og geta ekki haldið sínu striki. Í uppsveitum Árnessýslu eru líka viðkvæmir hópar og við viljum bara sýna ábyrgð og reyna að stuðla ekki að því að hér safnist saman mikið af fólki. Við búumst svo sem við því að Hrunamannahreppur og Flúðir verði alveg stappfullar af fólki um verslunarmannahelgina en það verður þá allavega engin skipulögð dagskrá á okkar vegum.“ Kalla eftir frekari tilmælum frá yfirvöldum Bergsveinn segir að skipuleggjendur hafi fylgst vel með þróun faraldursins síðustu daga. „Niðurstaðan var að ef það yrði svipað eða meira af smitum í dag þá sjáum við alveg í hvað stefnir. Þá er óþarfi að halda þeim gríðarlega fjölda fólks sem kemur að hátíðinni í óvissu,“ segir Bergsveinn. Hann segir að skipuleggjendur hátíða séu í lausu lofti eftir þróunina síðustu daga og kallar eftir frekari tilmælum frá heilbrigðisyfirvöldum. Fjölmargar bæjarhátíðir eru fyrirhugaðar næstu tvær helgar og er verslunarmannahelgin þekkt fyrir að vera ein stærsta ferðahelgi landsins. „Það þarf að gefa eitthvað út strax. Því lengur sem er beðið því meiri verður skaðinn. Það þýðir ekkert að liggja bara undir feldi og spekúlera, takið bara ákvörðun þó hún verði sársaukafull,“ segir Bergveinn. Biður fólk um að fara varlega Hörður Orri Grettisson, formaður Þjóðhátíðarnefndar ÍBV, sagði fyrr í dag að hann hefði ónotatilfinningu fyrir því að gripið verði til aðgerða til að bregðast við fjölgun smita. Nefndin hafi áhyggjur af því að aðgerðir muni setja áform um hátíðina úr skorðum. „Því fyrr sem það koma einhver tilmæli, því betra,“ sagði Hörður í samtali við fréttastofu. Bergsveinn er hvergi af baki dottinn og segir að hátíðin muni koma sterkari inn á næsta ári. „Það er eins gott að allir taki þátt og hugi að sínum persónulegum sóttvörnum næstu ellefu mánuðina.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hrunamannahreppur Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Sjá meira
„Við bara ákváðum að þetta væri of mikil óvissa og of lítið af upplýsingum,“ segir Bergsveinn Theodórsson, skipuleggjandi hátíðarinnar, í samtali við Vísi. „Það er bara ömurlegt að þurfa að taka slíka ákvörðun og geta ekki haldið sínu striki. Í uppsveitum Árnessýslu eru líka viðkvæmir hópar og við viljum bara sýna ábyrgð og reyna að stuðla ekki að því að hér safnist saman mikið af fólki. Við búumst svo sem við því að Hrunamannahreppur og Flúðir verði alveg stappfullar af fólki um verslunarmannahelgina en það verður þá allavega engin skipulögð dagskrá á okkar vegum.“ Kalla eftir frekari tilmælum frá yfirvöldum Bergsveinn segir að skipuleggjendur hafi fylgst vel með þróun faraldursins síðustu daga. „Niðurstaðan var að ef það yrði svipað eða meira af smitum í dag þá sjáum við alveg í hvað stefnir. Þá er óþarfi að halda þeim gríðarlega fjölda fólks sem kemur að hátíðinni í óvissu,“ segir Bergsveinn. Hann segir að skipuleggjendur hátíða séu í lausu lofti eftir þróunina síðustu daga og kallar eftir frekari tilmælum frá heilbrigðisyfirvöldum. Fjölmargar bæjarhátíðir eru fyrirhugaðar næstu tvær helgar og er verslunarmannahelgin þekkt fyrir að vera ein stærsta ferðahelgi landsins. „Það þarf að gefa eitthvað út strax. Því lengur sem er beðið því meiri verður skaðinn. Það þýðir ekkert að liggja bara undir feldi og spekúlera, takið bara ákvörðun þó hún verði sársaukafull,“ segir Bergveinn. Biður fólk um að fara varlega Hörður Orri Grettisson, formaður Þjóðhátíðarnefndar ÍBV, sagði fyrr í dag að hann hefði ónotatilfinningu fyrir því að gripið verði til aðgerða til að bregðast við fjölgun smita. Nefndin hafi áhyggjur af því að aðgerðir muni setja áform um hátíðina úr skorðum. „Því fyrr sem það koma einhver tilmæli, því betra,“ sagði Hörður í samtali við fréttastofu. Bergsveinn er hvergi af baki dottinn og segir að hátíðin muni koma sterkari inn á næsta ári. „Það er eins gott að allir taki þátt og hugi að sínum persónulegum sóttvörnum næstu ellefu mánuðina.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hrunamannahreppur Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Sjá meira