Skipuleggjendur kalla eftir tilmælum: „Takið bara ákvörðun þó hún verði sársaukafull“ Eiður Þór Árnason skrifar 21. júlí 2021 14:24 Góð stemning var á brekkusöngnum á Flúðum árið 2019. Skipuleggjendur bíða enn eftir tækifæri til að endurtaka leikinn. Aðsend Ákveðið hefur verið að aflýsa hátíðinni Flúðir um Versló sem fram átti að fara um verslunarmannahelgina í ljósi fjölgunar smita síðustu daga. Ákvörðunin var tekin eftir að greint var frá því að 56 hafi greinst innanlands með Covid-19 í gær. „Við bara ákváðum að þetta væri of mikil óvissa og of lítið af upplýsingum,“ segir Bergsveinn Theodórsson, skipuleggjandi hátíðarinnar, í samtali við Vísi. „Það er bara ömurlegt að þurfa að taka slíka ákvörðun og geta ekki haldið sínu striki. Í uppsveitum Árnessýslu eru líka viðkvæmir hópar og við viljum bara sýna ábyrgð og reyna að stuðla ekki að því að hér safnist saman mikið af fólki. Við búumst svo sem við því að Hrunamannahreppur og Flúðir verði alveg stappfullar af fólki um verslunarmannahelgina en það verður þá allavega engin skipulögð dagskrá á okkar vegum.“ Kalla eftir frekari tilmælum frá yfirvöldum Bergsveinn segir að skipuleggjendur hafi fylgst vel með þróun faraldursins síðustu daga. „Niðurstaðan var að ef það yrði svipað eða meira af smitum í dag þá sjáum við alveg í hvað stefnir. Þá er óþarfi að halda þeim gríðarlega fjölda fólks sem kemur að hátíðinni í óvissu,“ segir Bergsveinn. Hann segir að skipuleggjendur hátíða séu í lausu lofti eftir þróunina síðustu daga og kallar eftir frekari tilmælum frá heilbrigðisyfirvöldum. Fjölmargar bæjarhátíðir eru fyrirhugaðar næstu tvær helgar og er verslunarmannahelgin þekkt fyrir að vera ein stærsta ferðahelgi landsins. „Það þarf að gefa eitthvað út strax. Því lengur sem er beðið því meiri verður skaðinn. Það þýðir ekkert að liggja bara undir feldi og spekúlera, takið bara ákvörðun þó hún verði sársaukafull,“ segir Bergveinn. Biður fólk um að fara varlega Hörður Orri Grettisson, formaður Þjóðhátíðarnefndar ÍBV, sagði fyrr í dag að hann hefði ónotatilfinningu fyrir því að gripið verði til aðgerða til að bregðast við fjölgun smita. Nefndin hafi áhyggjur af því að aðgerðir muni setja áform um hátíðina úr skorðum. „Því fyrr sem það koma einhver tilmæli, því betra,“ sagði Hörður í samtali við fréttastofu. Bergsveinn er hvergi af baki dottinn og segir að hátíðin muni koma sterkari inn á næsta ári. „Það er eins gott að allir taki þátt og hugi að sínum persónulegum sóttvörnum næstu ellefu mánuðina.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hrunamannahreppur Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
„Við bara ákváðum að þetta væri of mikil óvissa og of lítið af upplýsingum,“ segir Bergsveinn Theodórsson, skipuleggjandi hátíðarinnar, í samtali við Vísi. „Það er bara ömurlegt að þurfa að taka slíka ákvörðun og geta ekki haldið sínu striki. Í uppsveitum Árnessýslu eru líka viðkvæmir hópar og við viljum bara sýna ábyrgð og reyna að stuðla ekki að því að hér safnist saman mikið af fólki. Við búumst svo sem við því að Hrunamannahreppur og Flúðir verði alveg stappfullar af fólki um verslunarmannahelgina en það verður þá allavega engin skipulögð dagskrá á okkar vegum.“ Kalla eftir frekari tilmælum frá yfirvöldum Bergsveinn segir að skipuleggjendur hafi fylgst vel með þróun faraldursins síðustu daga. „Niðurstaðan var að ef það yrði svipað eða meira af smitum í dag þá sjáum við alveg í hvað stefnir. Þá er óþarfi að halda þeim gríðarlega fjölda fólks sem kemur að hátíðinni í óvissu,“ segir Bergsveinn. Hann segir að skipuleggjendur hátíða séu í lausu lofti eftir þróunina síðustu daga og kallar eftir frekari tilmælum frá heilbrigðisyfirvöldum. Fjölmargar bæjarhátíðir eru fyrirhugaðar næstu tvær helgar og er verslunarmannahelgin þekkt fyrir að vera ein stærsta ferðahelgi landsins. „Það þarf að gefa eitthvað út strax. Því lengur sem er beðið því meiri verður skaðinn. Það þýðir ekkert að liggja bara undir feldi og spekúlera, takið bara ákvörðun þó hún verði sársaukafull,“ segir Bergveinn. Biður fólk um að fara varlega Hörður Orri Grettisson, formaður Þjóðhátíðarnefndar ÍBV, sagði fyrr í dag að hann hefði ónotatilfinningu fyrir því að gripið verði til aðgerða til að bregðast við fjölgun smita. Nefndin hafi áhyggjur af því að aðgerðir muni setja áform um hátíðina úr skorðum. „Því fyrr sem það koma einhver tilmæli, því betra,“ sagði Hörður í samtali við fréttastofu. Bergsveinn er hvergi af baki dottinn og segir að hátíðin muni koma sterkari inn á næsta ári. „Það er eins gott að allir taki þátt og hugi að sínum persónulegum sóttvörnum næstu ellefu mánuðina.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hrunamannahreppur Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira