Starfsmaður á bráðamóttöku smitaður af Covid-19 Eiður Þór Árnason skrifar 21. júlí 2021 11:26 Bráðamóttaka Landspítalans í Fossvogi. Vísir/Vilhelm Starfsmaður á bráðamóttöku Landspítala greindist í gær með Covid-19. Tugir samstarfsmanna á sömu vakt eru nú komnir í vinnusóttkví og verða sendir í skimun. Þetta staðfestir Hildur Helgadóttir, verkefnastjóri farsóttarnefndar Landspítala. Sóttkví sjúklings sem var í sóttkví eftir för erlendis hefur verið framlengt vegna smitsins en tilfellið hefur ekki haft áhrif á aðra sjúklinga, að sögn Hildar. Starfsmaðurinn var bólusettur og mætti síðast í vinnu á mánudag. Hún segir að um fjórir starfsmenn spítalans hafi greinst með Covid-19 síðustu vikuna, ýmist áður þeir komu aftur til vinnu eftir sumarleyfi eða á meðan þeir störfuðu á spítalanum. Hildur vildi ekki gefa upp hvaða deildum hinir þrír starfsmennirnir tilheyra en segir að þeir starfi ekki allir á sjúkradeildum. Engin smit innan spítalans hafi verið rakin til þessara tilfella. Fylgjast vel með samstarfsfólki „Það fara fram hefðbundin þrif líkt og alltaf er þegar smit kemur upp og svo munum við fylgjast vel með samstarfsfólkinu og skima þau næstu daga,“ segir Hildur. Það er komið í vinnusóttkví eða svonefnda sóttkví C og þarf að halda sig heima þegar það er ekki í vinnu. Aukin grímuskylda tók gildi fyrir starfsfólk spítalans í gær í ljósi fjölgunar smita í samfélaginu. Þá þurfa starfsmenn sem fara erlendis að framvísa neikvæðu Covid-prófi áður en þeir snúa aftur til vinnu. Vonuðust til að bóluefni veittu meiri vernd „Eðli vinnunnar vegna þá er fólk í samskiptum við mjög marga og þess vegna tókum við aldrei grímuskylduna alveg af, við bara hertum hana í gær. Áður máttu þau taka grímuna niður í sameiginlegum rýmum þegar þau voru ekki að sinna sjúklingum,“ segir Hildur. Það kemur henni nokkuð á óvart að þetta sé staðan eftir að meira og minna allir starfsmenn spítalans hafa hlotið bólusetningu. „Maður vissi í rauninni ekki hvað gæti gerst en auðvitað vonuðum við að bólusetning myndi hafa meiri verndandi áhrif. Þetta eru fleiri smit en maður átti kannski von á.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Fleiri fréttir Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Sjá meira
Þetta staðfestir Hildur Helgadóttir, verkefnastjóri farsóttarnefndar Landspítala. Sóttkví sjúklings sem var í sóttkví eftir för erlendis hefur verið framlengt vegna smitsins en tilfellið hefur ekki haft áhrif á aðra sjúklinga, að sögn Hildar. Starfsmaðurinn var bólusettur og mætti síðast í vinnu á mánudag. Hún segir að um fjórir starfsmenn spítalans hafi greinst með Covid-19 síðustu vikuna, ýmist áður þeir komu aftur til vinnu eftir sumarleyfi eða á meðan þeir störfuðu á spítalanum. Hildur vildi ekki gefa upp hvaða deildum hinir þrír starfsmennirnir tilheyra en segir að þeir starfi ekki allir á sjúkradeildum. Engin smit innan spítalans hafi verið rakin til þessara tilfella. Fylgjast vel með samstarfsfólki „Það fara fram hefðbundin þrif líkt og alltaf er þegar smit kemur upp og svo munum við fylgjast vel með samstarfsfólkinu og skima þau næstu daga,“ segir Hildur. Það er komið í vinnusóttkví eða svonefnda sóttkví C og þarf að halda sig heima þegar það er ekki í vinnu. Aukin grímuskylda tók gildi fyrir starfsfólk spítalans í gær í ljósi fjölgunar smita í samfélaginu. Þá þurfa starfsmenn sem fara erlendis að framvísa neikvæðu Covid-prófi áður en þeir snúa aftur til vinnu. Vonuðust til að bóluefni veittu meiri vernd „Eðli vinnunnar vegna þá er fólk í samskiptum við mjög marga og þess vegna tókum við aldrei grímuskylduna alveg af, við bara hertum hana í gær. Áður máttu þau taka grímuna niður í sameiginlegum rýmum þegar þau voru ekki að sinna sjúklingum,“ segir Hildur. Það kemur henni nokkuð á óvart að þetta sé staðan eftir að meira og minna allir starfsmenn spítalans hafa hlotið bólusetningu. „Maður vissi í rauninni ekki hvað gæti gerst en auðvitað vonuðum við að bólusetning myndi hafa meiri verndandi áhrif. Þetta eru fleiri smit en maður átti kannski von á.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Fleiri fréttir Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Sjá meira