Tvítugur Íslendingur ákærður fyrir hrottalegt morð í Kaliforníu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. júlí 2021 10:25 Daníel fannst á vettvangi morðsins og var handtekinn samstundis. Myndin er alls ótengd fréttinni. Getty/Jane Tyska Íslenskur karlmaður um tvítugt er grunaður um að hafa myrt og limlest unga konu í bænum Ridgecrest í Kaliforníu í maímánuði. Hann hefur verið ákærður fyrir morð af fyrstu gráðu og er sagður hafa játað morðið. Að morgni dags 18. maí fannst Daníel Gunnarsson í bílskúr á heimili stjúpföður síns í Ridgecrest með lík Katie Pham, 21 árs stúlku, við hlið sér. Samkvæmt dómsgögnum sem fréttastofa 17 News hefur undir höndum voru buxur, hendur og háls Daníels útataðar í blóði. Að mati réttarmeinafræðings var Pham stungin til bana en hún var með fjölda stunguáverka á líkama og höfði. Talið er að Daníel hafi notað ísnál við verknaðinn. Daníel var handtekinn á staðnum og játaði fyrir lögreglumönnum að hafa orðið Pham að bana. Þá hafi hann sagt við lögreglumenn þegar þeir spurðu hann út í áverka á höfði Pham: „Ég veit það ekki, ég hlýt að hafa barið hana í höfuðið.“ Samkvæmt frétt DV um málið fluttist Daníel til Kaliforníu með móður sinni, sem var af tékkneskum uppruna, fyrir nokkrum árum. Hann hafi verið búsettur þar í nokkur ár og gengið í gagnfræðiskóla í bænum en faðir Daníels er íslenskur. Hættu saman stuttu fyrir morðið Haft er eftir stjúpföður Daníels í frétt 17 News að Daníel og Pham, sem var skólasystir hans í gagnfræðiskóla, hafi átt í sambandi í stuttan tíma fyrir morðið. Snemma morguns 18. maí hafi Daníel hins vegar tjáð honum að hann væri að ganga í gegn um sambandsslit. Þá hafi systir stjúpföðurins séð Daníel og Pham saman rétt áður en Pham var myrt. Í skýrslutöku hjá lögreglu greindu tveir vinir Daníels frá því að Daníel og Pham hafi verið að hittast en sambandið hafi þó ekki verið alvarlegt. Daníel hafi þó verið í uppnámi vegna þess að Pham bar ekki sömu tilfinningar til hans og hann bar til hennar. Þá hafi Daníel liðið mjög illa andlega og hafi daginn fyrir morðið gert tilraun til að taka eigið líf með því að keyra á vegg. Þá er haft eftir vinkonu Pham að hún hafi orðið vitni að rifrildi milli Pham og Daníels nokkrum dögum fyrir morðið, þar sem Daníel hafi verið nokkuð orðljótur. Þau hafi keyrt til Las Vegas til að sækja vinkonuna og á leiðinni heim hafi Daníel keyrt eins og óður maður vegna þess að Pham var í símanum og sýndi honum ekki athygli. Að lokum hafi vinkonunni tekist að fá Daníel að stoppa bílinn og keyrði hún sjálf það sem eftir var heimferðarinnar. Gengst undir geðrænt mat fyrir réttarhöldin Grunur er um að Daníel hafi neytt fíkniefna fyrir morðið en hann sagðist sjálfur í skýrslutöku hjá lögreglu vera í vímu eftir að hafa neytt maríjúana. Stjúpfaðir Daníels sagðist aðspurður ekki vita til þess að Daníel hafi nokkurn tíma neytt fíkniefna eða glímt við geðræn vandamál. Leiða átti Daníel fyrir dómara í síðustu viku en því var frestað og ákveðið að Daníel skyldi gangast undir geðrænt mat. Vitnaleiðsla í málinu mun fara fram í byrjun ágúst en Daníel situr nú í gæsluvarðhaldi og á hann ekki möguleika á að vera sleppt gegn tryggingu. Bandaríkin Íslendingar erlendis Mál Daníels Gunnarssonar Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Sjá meira
Að morgni dags 18. maí fannst Daníel Gunnarsson í bílskúr á heimili stjúpföður síns í Ridgecrest með lík Katie Pham, 21 árs stúlku, við hlið sér. Samkvæmt dómsgögnum sem fréttastofa 17 News hefur undir höndum voru buxur, hendur og háls Daníels útataðar í blóði. Að mati réttarmeinafræðings var Pham stungin til bana en hún var með fjölda stunguáverka á líkama og höfði. Talið er að Daníel hafi notað ísnál við verknaðinn. Daníel var handtekinn á staðnum og játaði fyrir lögreglumönnum að hafa orðið Pham að bana. Þá hafi hann sagt við lögreglumenn þegar þeir spurðu hann út í áverka á höfði Pham: „Ég veit það ekki, ég hlýt að hafa barið hana í höfuðið.“ Samkvæmt frétt DV um málið fluttist Daníel til Kaliforníu með móður sinni, sem var af tékkneskum uppruna, fyrir nokkrum árum. Hann hafi verið búsettur þar í nokkur ár og gengið í gagnfræðiskóla í bænum en faðir Daníels er íslenskur. Hættu saman stuttu fyrir morðið Haft er eftir stjúpföður Daníels í frétt 17 News að Daníel og Pham, sem var skólasystir hans í gagnfræðiskóla, hafi átt í sambandi í stuttan tíma fyrir morðið. Snemma morguns 18. maí hafi Daníel hins vegar tjáð honum að hann væri að ganga í gegn um sambandsslit. Þá hafi systir stjúpföðurins séð Daníel og Pham saman rétt áður en Pham var myrt. Í skýrslutöku hjá lögreglu greindu tveir vinir Daníels frá því að Daníel og Pham hafi verið að hittast en sambandið hafi þó ekki verið alvarlegt. Daníel hafi þó verið í uppnámi vegna þess að Pham bar ekki sömu tilfinningar til hans og hann bar til hennar. Þá hafi Daníel liðið mjög illa andlega og hafi daginn fyrir morðið gert tilraun til að taka eigið líf með því að keyra á vegg. Þá er haft eftir vinkonu Pham að hún hafi orðið vitni að rifrildi milli Pham og Daníels nokkrum dögum fyrir morðið, þar sem Daníel hafi verið nokkuð orðljótur. Þau hafi keyrt til Las Vegas til að sækja vinkonuna og á leiðinni heim hafi Daníel keyrt eins og óður maður vegna þess að Pham var í símanum og sýndi honum ekki athygli. Að lokum hafi vinkonunni tekist að fá Daníel að stoppa bílinn og keyrði hún sjálf það sem eftir var heimferðarinnar. Gengst undir geðrænt mat fyrir réttarhöldin Grunur er um að Daníel hafi neytt fíkniefna fyrir morðið en hann sagðist sjálfur í skýrslutöku hjá lögreglu vera í vímu eftir að hafa neytt maríjúana. Stjúpfaðir Daníels sagðist aðspurður ekki vita til þess að Daníel hafi nokkurn tíma neytt fíkniefna eða glímt við geðræn vandamál. Leiða átti Daníel fyrir dómara í síðustu viku en því var frestað og ákveðið að Daníel skyldi gangast undir geðrænt mat. Vitnaleiðsla í málinu mun fara fram í byrjun ágúst en Daníel situr nú í gæsluvarðhaldi og á hann ekki möguleika á að vera sleppt gegn tryggingu.
Bandaríkin Íslendingar erlendis Mál Daníels Gunnarssonar Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Sjá meira