Þetta staðfestir Sigríður Sigurðardóttir, sviðsstjóri á fræðslu- og gæðasviði, í samtali við Vísi en RÚV greindi fyrst frá smitinu. Lokað hefur verið fyrir heimsóknir á A1, A2 og A3 í austurhluta hjúkrunarheimilisins.
Starfsfólk er komið í svonefnda sóttkví C, fer ekki út fyrir sína deild og er gert að halda sig heima þegar það er ekki í vinnu. Sigríður segir að einnig verði aukið við þrif og sótthreinsun á hjúkrunarheimilinu í ljósi smitsins. 38 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær.