Körfubolti

Sá næststiga­hæsti missir af Ólympíu­leikunum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Bradley Beal lék með bandaríska landsliðinu í vináttulandsleik gegn Nígeríu á dögunum.
Bradley Beal lék með bandaríska landsliðinu í vináttulandsleik gegn Nígeríu á dögunum. Ethan Miller/Getty Images

Bradley Beal, skotbakvörður Washington Wizards í NBA-deildinni í körfubolta, fer ekki með bandaríska landsliðinu á Ólympíuleikana. Beal fór hamförum í NBA-deildinni í vetur og skoraði yfir 30 stig að meðaltali í leik.

Beal hefði orðið fyrsti leikmaðurinn í sögu Wizards til að spila fyrir bandaríska landsliðið á Ólympíuleikunum. Svo verður ekki vegna þeirra varúðarráðstafana sem liðið gerir sökum kórónuveirunnar.

Kevin Love, leikmaður Cleveland Cavaliers, hefur einnig dregið sig úr bandaríska hópnum. Samkvæmt Adrian Wojnarowski hjá ESPN þá er Love ekki kominn nógu langt í bataferli sínu vegna ökklameiðsla sem öngruðu hann á síðustu leiktíð í NBA-deildinni.

Wojnarowski segir að unnið sé að því að fá tvo leikmenn inn í stað Beal og Love til að fylla í 12 manna landsliðshópinn.

Ekki kemur fram hvort Beal hafi smitast en hann fær ekki að hitta samherja sína né æfa með þeim áður en leikarnir hefjast og hefur því verið tekinn úr hópnum. Ljóst er að þetta er mikið högg fyrir bandaríska liðið sem hefur farið einkar illa af stað í undirbúningi sínum fyrir leikana. 

Beal skoraði 31,3 stig að meðaltali í leik á nýafstöðnu tímabili ásamt því að gefa 4,4 stoðsendingar og taka 4,7 fráköst. Stephen Curry var eini leikmaður deildarinnar sem skoraði meira að meðaltali en Beal.

Þá er framherjinn Jerami Grant spurningamerki en hann ku hafa umgengist einhvern smitaðan af Covid-19 á undanförnum dögum og gæti því misst af leikunum líkt og Beal.


Tengdar fréttir

Bandarísku stjörnurnar töpuðu aftur

Það þykja stórtíðindi þegar stjörnum prýtt lið Bandaríkjanna í körfubolta tapar leik og hvað þá tveimur í röð og eins og hefur nú gerst.

Durant fer fyrir Ólympíuliði Bandaríkjanna

Kevin Durant er stærsta nafnið Ólympíuliði Bandaríkjanna í körfubolta. Búið er að velja þá tólf leikmenn sem eiga að vinna Ólympíugull fyrir Bandaríkin fjórða skiptið í röð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×