„Ekki nóg talað um það hvað er hot að vera mamma“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. júlí 2021 13:18 Hér má sjá þrjár Reykjavíkurdætranna ásamt Binna Glee og Elfgrime við tökur á tónlistarmyndbandinu við Hot Milf Summer. Instagram/Rvkdtr Rappsveitin Reykjavíkurdætur hefur sent frá sér nýtt lag, Hot Milf Summer, sem er fyrsta lagið sem sveitin gefur út á árinu. Tökur á tónlistarmyndbandinu við lagið hafa vakið mikla athygli en fjöldi þekktra Íslendinga leikur í myndbandinu. Tónlistarmyndbandið við lagið kemur út þann 28. júlí næstkomandi en lagið kom út á streymisveitunni Spotify í dag. Reykjavíkurdætur flytja lagið ásamt tónlistarkonunni Stepmom. Meðal þeirra sem koma fram í myndbandinu eru áhrifavaldurinn Binni Glee og TikTok stjarnan Elfgrime, eða Álfgrímur og fleiri karlleikarar sem flestir eru fáklæddir ef marka má markaðsefni Reykjavíkurdætra fyrir myndbandið. Hot Milf Summer vísar til hugtaksins Hot Girl Summer sem varð vinsælt á TikTok fyrr á þessu ári. Hugmyndin með hugtakinu er sú að konur grípi sumarið föstum tökum og lifi sínu besta lífi. Orðinu Girl hefur þó verið skipt út fyrir Milf, en fyrir þá sem ekki vita vísar orðið til þess að um sé að ræða móður sem er kynokkafull. Mæður bæði madonna og hóran á sama tíma Salka Valsdóttir, ein Reykjavíkurdætra og höfundur Hot Milf Summer, segir í samtali við Vísi að lagið hafi komið saman á mjög stuttum tíma. Hugmyndavinnan hafi farið af stað fyrir um tveimur vikum þegar sveitin fór saman í sumarbústað. „Þetta var dálítið manísk eldskírn þetta ferli. Við fórum uppí bústað saman eina helgi og það er svo mikið af stelpunum sem eru nýbakaðar mæður og við vorum að tala um að það væri gaman að gera eitthvað lag sem fagnaði því að vera móðir en á þannig hátt að þú sért ógeðslega heit og það sé gaman hjá þér,“ segir Salka í samtali við Vísi. View this post on Instagram A post shared by Daughters of Reykjavi k (@rvkdtr) „Við vildum beina spjótum okkar að tvíeðlinu sem þrífst innan móðurhlutverksins, að vera bæði madonna og hóran á sama tíma. Það er grunnurinn að laginu og síðan pródúseraði ég þetta og það kom strax taktur. Síðan komu allar stelpurnar til mín og við tókum upp versin. Þetta gerðist allt bara á fimm dögum,“ segir Salka. Hot að vera með mömmumjaðmir, mömmumaga og mömmubrjóst Þuríður Blær Jóhannsdóttir, leik- og tónlistarkona, er einn meðlimur Reykjavíkurdætra en hún er ein nýbakaðra mæðra í sveitinni. Hún segir mæður ekki fá næga athygli, alla vega ekki að mæður séu flóknar verur. „Ég held að flestar mæður á Íslandi séu sammála um það að það er ekki nógu mikið talað um það á Íslandi hversu hot það er að vera mamma. Það er eitthvað sem allir vita en enginn segir. En það er sjúklega hot og við ákváðum að semja lag sem væri tileinkað því að láta fólk vita hversu hot það er. Hvað er hot að vera með mömmumjaðmir og mömmumaga og mömmubrjóst,“ segir Þuríður Blær. View this post on Instagram A post shared by Daughters of Reykjavi k (@rvkdtr) Hún segir sumarið 2021 klárlega vera Hot Milf sumarið. Hún segist hafa upplifað það á eigin skinni hve ímynd kvenna breytist eftir að þær verða mæður. „Ef ég á að vera alveg hreinskilin þá verður maður líka stundum óöruggur, það virðist vera að maður geti bara verið annað hvort eða. Þegar maður er búinn að eignast barn er maður allt öðruvísi. Líkaminn er allt öðruvísi og maður þarf að kynnast sér upp á nýtt og það er ekkert auðvelt. Maður getur ekki horfið aftur til fyrra lífs en það getur verið erfitt að finna sig aftur,“ segir Þuríður Blær. „Ég get alveg ímyndað mér að einhverjum eigi eftir að finnast þetta „triggerandi“ eða sjokkerandi að vera að tala um mæður sem kynverur, af því að samfélagið kennir okkur að þær séu annað hvort eða, annað hvort ertu „virgin,“ hóra eða móðir. En við erum auðvitað bara allt.“ Hún hvetur íslenskar mæður til að hlusta á lagið þegar þær gera sig til fyrir djammið. „Ég vil segja það frá móður til móður að ég vil að allar mæður hlusti á þetta lag þegar þær eru að gera sig til fyrir djammið og fari oftar á djammið.“ Tónlist Mest lesið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Fleiri fréttir Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Tónlistarmyndbandið við lagið kemur út þann 28. júlí næstkomandi en lagið kom út á streymisveitunni Spotify í dag. Reykjavíkurdætur flytja lagið ásamt tónlistarkonunni Stepmom. Meðal þeirra sem koma fram í myndbandinu eru áhrifavaldurinn Binni Glee og TikTok stjarnan Elfgrime, eða Álfgrímur og fleiri karlleikarar sem flestir eru fáklæddir ef marka má markaðsefni Reykjavíkurdætra fyrir myndbandið. Hot Milf Summer vísar til hugtaksins Hot Girl Summer sem varð vinsælt á TikTok fyrr á þessu ári. Hugmyndin með hugtakinu er sú að konur grípi sumarið föstum tökum og lifi sínu besta lífi. Orðinu Girl hefur þó verið skipt út fyrir Milf, en fyrir þá sem ekki vita vísar orðið til þess að um sé að ræða móður sem er kynokkafull. Mæður bæði madonna og hóran á sama tíma Salka Valsdóttir, ein Reykjavíkurdætra og höfundur Hot Milf Summer, segir í samtali við Vísi að lagið hafi komið saman á mjög stuttum tíma. Hugmyndavinnan hafi farið af stað fyrir um tveimur vikum þegar sveitin fór saman í sumarbústað. „Þetta var dálítið manísk eldskírn þetta ferli. Við fórum uppí bústað saman eina helgi og það er svo mikið af stelpunum sem eru nýbakaðar mæður og við vorum að tala um að það væri gaman að gera eitthvað lag sem fagnaði því að vera móðir en á þannig hátt að þú sért ógeðslega heit og það sé gaman hjá þér,“ segir Salka í samtali við Vísi. View this post on Instagram A post shared by Daughters of Reykjavi k (@rvkdtr) „Við vildum beina spjótum okkar að tvíeðlinu sem þrífst innan móðurhlutverksins, að vera bæði madonna og hóran á sama tíma. Það er grunnurinn að laginu og síðan pródúseraði ég þetta og það kom strax taktur. Síðan komu allar stelpurnar til mín og við tókum upp versin. Þetta gerðist allt bara á fimm dögum,“ segir Salka. Hot að vera með mömmumjaðmir, mömmumaga og mömmubrjóst Þuríður Blær Jóhannsdóttir, leik- og tónlistarkona, er einn meðlimur Reykjavíkurdætra en hún er ein nýbakaðra mæðra í sveitinni. Hún segir mæður ekki fá næga athygli, alla vega ekki að mæður séu flóknar verur. „Ég held að flestar mæður á Íslandi séu sammála um það að það er ekki nógu mikið talað um það á Íslandi hversu hot það er að vera mamma. Það er eitthvað sem allir vita en enginn segir. En það er sjúklega hot og við ákváðum að semja lag sem væri tileinkað því að láta fólk vita hversu hot það er. Hvað er hot að vera með mömmumjaðmir og mömmumaga og mömmubrjóst,“ segir Þuríður Blær. View this post on Instagram A post shared by Daughters of Reykjavi k (@rvkdtr) Hún segir sumarið 2021 klárlega vera Hot Milf sumarið. Hún segist hafa upplifað það á eigin skinni hve ímynd kvenna breytist eftir að þær verða mæður. „Ef ég á að vera alveg hreinskilin þá verður maður líka stundum óöruggur, það virðist vera að maður geti bara verið annað hvort eða. Þegar maður er búinn að eignast barn er maður allt öðruvísi. Líkaminn er allt öðruvísi og maður þarf að kynnast sér upp á nýtt og það er ekkert auðvelt. Maður getur ekki horfið aftur til fyrra lífs en það getur verið erfitt að finna sig aftur,“ segir Þuríður Blær. „Ég get alveg ímyndað mér að einhverjum eigi eftir að finnast þetta „triggerandi“ eða sjokkerandi að vera að tala um mæður sem kynverur, af því að samfélagið kennir okkur að þær séu annað hvort eða, annað hvort ertu „virgin,“ hóra eða móðir. En við erum auðvitað bara allt.“ Hún hvetur íslenskar mæður til að hlusta á lagið þegar þær gera sig til fyrir djammið. „Ég vil segja það frá móður til móður að ég vil að allar mæður hlusti á þetta lag þegar þær eru að gera sig til fyrir djammið og fari oftar á djammið.“
Tónlist Mest lesið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Fleiri fréttir Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira