Fékk þær fréttir á sex ára afmælinu að Djokovic kæmi á Ólympíuleikana Sindri Sverrisson skrifar 16. júlí 2021 13:01 Hinn umdeildi en afburðagóði Novak Djokovic verður með á Ólympíuleikunum. EPA-EFE/NEIL HALL Serbinn Novak Djokovic ætlar að vera með á Ólympíuleikunum í Tókýó og mun þannig freista þess að verða fyrsti karl sögunnar til að vinna „gullalslemmuna“ með því að vinna Ólympíugull og öll fjögur risamótin í tennis á sama ári. Einn sá fyrsti til að fá þær fréttir að Djokovic væri á leið til Tókýó var hinn ungi Kojiro Owaki. Í sex ára afmælisgjöf fékk hann kveðju frá Djokovic þar sem Serbinn sagðist vonast til þess að sjá Owaki í Tókýó. Djokovic hefur áður skipst á skilaboðum við Owaki og föður hans, og gefið ráð varðandi tennisíþróttina. Cannot disappoint my little friend Koujirou. I booked my flight for Tokyo and will proudly be joining #TeamSerbia for the Olympics. pic.twitter.com/23TmSdvc4x— Novak Djokovic (@DjokerNole) July 15, 2021 „Ég get ekki brugðist unga vini mínum Kojiro. Ég bókaði flug til Tókýó og verð stoltur fulltrúi Serbíu á Ólympíuleikunum,“ skrifaði Djokovic á Twitter. Djokovic vann Wimbledon-mótið á sunnudaginn og hefur þar með unnið 20 risamót á ferlinum. Eftir mótið kvaðst hann ekki viss um hvort hann myndi keppa á Ólympíuleikunum en nú er orðið ljóst að hann verður með. Djokovic hafði áður unnið Opna franska og Opna ástralska mótið á þessu ári. Vinni hann gull í einliðaleik á Ólympíuleikunum og svo Opna bandaríska mótið mun hann afreka eitthvað sem engum tenniskarli hefur tekist, og leika sama leik og Steffi Graf hefur ein kvenna gert, árið 1988. Roger Federer, Rafael Nadal, Dominic Thiem og Nick Kyrgios eru á meðal þeirra tennisspilara sem hafa ákveðið að taka ekki þátt á Ólympíuleikunum. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Tennis Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Dagskráin í dag: Enski, þýski og NFL eiga sviðið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir KR fær tvo unga Ganverja Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Sjá meira
Einn sá fyrsti til að fá þær fréttir að Djokovic væri á leið til Tókýó var hinn ungi Kojiro Owaki. Í sex ára afmælisgjöf fékk hann kveðju frá Djokovic þar sem Serbinn sagðist vonast til þess að sjá Owaki í Tókýó. Djokovic hefur áður skipst á skilaboðum við Owaki og föður hans, og gefið ráð varðandi tennisíþróttina. Cannot disappoint my little friend Koujirou. I booked my flight for Tokyo and will proudly be joining #TeamSerbia for the Olympics. pic.twitter.com/23TmSdvc4x— Novak Djokovic (@DjokerNole) July 15, 2021 „Ég get ekki brugðist unga vini mínum Kojiro. Ég bókaði flug til Tókýó og verð stoltur fulltrúi Serbíu á Ólympíuleikunum,“ skrifaði Djokovic á Twitter. Djokovic vann Wimbledon-mótið á sunnudaginn og hefur þar með unnið 20 risamót á ferlinum. Eftir mótið kvaðst hann ekki viss um hvort hann myndi keppa á Ólympíuleikunum en nú er orðið ljóst að hann verður með. Djokovic hafði áður unnið Opna franska og Opna ástralska mótið á þessu ári. Vinni hann gull í einliðaleik á Ólympíuleikunum og svo Opna bandaríska mótið mun hann afreka eitthvað sem engum tenniskarli hefur tekist, og leika sama leik og Steffi Graf hefur ein kvenna gert, árið 1988. Roger Federer, Rafael Nadal, Dominic Thiem og Nick Kyrgios eru á meðal þeirra tennisspilara sem hafa ákveðið að taka ekki þátt á Ólympíuleikunum.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Tennis Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Dagskráin í dag: Enski, þýski og NFL eiga sviðið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir KR fær tvo unga Ganverja Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Sjá meira