Íslensk fótboltalið á vergangi ef þeim gengur vel Sindri Sverrisson skrifar 16. júlí 2021 09:01 Breiðablik og Valur leika í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í næsta mánuði en komist þau áfram í riðlakeppnina er erfitt að segja til um hvar þau munu spila heimaleiki sína. vísir/Elín Björg „Það er ljóst að ástandið er alvarlegt,“ segir Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, um þá staðreynd að ef að íslenskum fótboltaliðum vegnar vel í alþjóðlegri keppni hafa þau engan stað til að spila á í vetur. Breiðablik og Valur (sem mætast reyndar í kvöld í stórleik í Mjólkurbikarnum) eiga möguleika á að komast í nýja riðlakeppni Meistaradeildar kvenna sem spiluð er frá október og fram í desember. Liðin sem þar spila leika þrjá heimaleiki og þrjá útileiki en heimavellir íslensku liðanna uppfylla ekki kröfur UEFA þegar komið er á stóra sviðið í Evrópukeppni, þó þeir dugi í undankeppni. Sömuleiðis er mögulegt, en þó mun ólíklegra, að íslenskt lið spili í riðlakeppni Sambandsdeildar karla í vetur. Karlalandsliðið gæti svo komist í umspil um sæti á HM en það umspil færi þá fram í mars. Laugardalsvöllur gæti hugsanlega dugað fyrir Evrópuleiki félagsliða í nóvember og desember, og landsleiki í mars, en það veltur á mikilli mildi veðurguðanna. Eins og flestum ætti svo sem að vera löngu ljóst þarf Ísland því fótboltavöll sem hægt er að spila á allan ársins hring, leikvang sem stenst alþjóðlegar kröfur, en ekki sér fyrir endann á biðinni löngu eftir nýjum Laugardalsvelli. Flóðljósin á Kópavogsvelli og Hlíðarenda duga ekki Vegna góðs árangurs íslenskra félagsliða í Meistaradeild kvenna undanfarin ár á Ísland tvö lið í nýrri og endurbættri útgáfu keppninnar. Íslandsmeistarar Breiðabliks mæta KÍ frá Færeyjum, og svo litáenskum eða eistneskum meisturum, í fyrri umferð undankeppninnar. Blikakonur eiga því fína möguleika á að komast áfram í seinni umferð sem og alla leið í riðlakeppnina. Silfurlið Vals á mun erfiðari leið fyrir höndum því fyrsta hindrun þess er þýska liðið Hoffenheim. Íslensk lið hafa reglulega náð í hóp 16 bestu í Meistaradeild kvenna og nú er keppnin orðin stærri, verðlaunafé hærra og kröfurnar á félögin meiri. Beinar útsendingar frá riðlakeppninni verða ókeypis á Youtube og UEFA gerir meðal annars þá kröfu að flóðlýsing á völlum sé mjög góð. Það á ekki að sýna frá leikjum bestu liða Evrópu í lélegri birtu. Hún er ekki nægilega góð á Kópavogsvelli og á Hlíðarenda, segir Klara, og því ekki hægt að nýta það að þessir vellir eru lagðir með gervigrasi. „Á þessum völlum eiga að vera flóðljós sem eru að minnsta kosti 800 lúx en eins og staðan er núna er Laugardalsvöllur eini völlurinn sem uppfyllir þau skilyrði. Á þeim velli er nú þegar ljóst að spilaðir verða tíu leikir í september og október,“ segir Klara en framundan eru landsleikir karla og kvenna á þeim tíma. Myndu reyna allt svo að hægt yrði að spila á Laugardalsvelli en ekki hægt að stóla á veðrið Klara stórefast um að UEFA myndi gera undanþágu frá kröfum sínum svo hægt yrði að spila á Kópavogsvelli eða á Hlíðarenda, og segir að reynt yrði að gera kleift að spila á Laugardalsvelli ef þess þyrfti þó erfitt sé að stóla á grasvöll á Íslandi í nóvember eða desember: „Við myndum gera allt sem við gætum til að hafa völlinn til taks fyrir íslensk félög, hvort sem væri í Evrópukeppni kvenna eða karla. Íslenskur fótbolti þarf á því að halda að liðin komist áfram og ef þess er nokkur kostur þá stendur Laugardalsvöllur þessum félögum til boða. En við ráðum ekki við veðurfarslegar aðstæður,“ segir Klara. „Sjáum ekkert fyrir endann á þessu“ Undankeppnin í Meistaradeild kvenna hefst 18. ágúst og kannski falla Valur og Breiðablik bara úr keppni, sem og íslensku karlaliðin í Sambandsdeildinni. Sama staða mun hins vegar koma upp á næsta ári, og á næstu árum, og ekki alltaf hægt að treysta á að íslenskum liðum gangi illa. Kórónuveirufaraldurinn réði því að Ísland þurfti ekki að mæta Rúmeníu á Laugardalsvelli í mars, heldur í október. Komist Ísland í umspil fyrir HM á næsta ári gæti liðið þurft að treysta á að hægt sé að spila á vellinum í mars.vísir/hulda margrét Karlalandsliðið gæti svo komist í umspil um HM-sæti og þurft að spila heimaleik í mars, eins og í umspilinu um sæti á EM þegar kórónuveirufaraldurinn leiddi hins vegar til þess að leik við Rúmeníu var frestað fram í október. „Við sjáum ekkert fyrir endann á þessu. Það er auðvitað ekki gott að vera í þeirri stöðu að velgengni kalli á erfiðar aðstæður. Það er snúið að vinna úr þessu og þetta gæti komið okkur í koll fyrr en við eigum von á. Í hverjum landsleik fáum við athugasemdir og skýrslur frá UEFA, og vandamálin eru ekkert að minnka. Við erum á undanþágu með svo margt á Laugardalsvelli og það er tímaspursmál hvenær UEFA mun krefja okkur um dagsetningar varðandi endurbætur í okkar málum,“ segir Klara sem treystir sér hins vegar ekki til að spá fyrir um hvenær nýr þjóðarleikvangur kunni að rísa. Meistaradeild Evrópu Sambandsdeild Evrópu Valur Breiðablik KSÍ Laugardalsvöllur Mest lesið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Enski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
Breiðablik og Valur (sem mætast reyndar í kvöld í stórleik í Mjólkurbikarnum) eiga möguleika á að komast í nýja riðlakeppni Meistaradeildar kvenna sem spiluð er frá október og fram í desember. Liðin sem þar spila leika þrjá heimaleiki og þrjá útileiki en heimavellir íslensku liðanna uppfylla ekki kröfur UEFA þegar komið er á stóra sviðið í Evrópukeppni, þó þeir dugi í undankeppni. Sömuleiðis er mögulegt, en þó mun ólíklegra, að íslenskt lið spili í riðlakeppni Sambandsdeildar karla í vetur. Karlalandsliðið gæti svo komist í umspil um sæti á HM en það umspil færi þá fram í mars. Laugardalsvöllur gæti hugsanlega dugað fyrir Evrópuleiki félagsliða í nóvember og desember, og landsleiki í mars, en það veltur á mikilli mildi veðurguðanna. Eins og flestum ætti svo sem að vera löngu ljóst þarf Ísland því fótboltavöll sem hægt er að spila á allan ársins hring, leikvang sem stenst alþjóðlegar kröfur, en ekki sér fyrir endann á biðinni löngu eftir nýjum Laugardalsvelli. Flóðljósin á Kópavogsvelli og Hlíðarenda duga ekki Vegna góðs árangurs íslenskra félagsliða í Meistaradeild kvenna undanfarin ár á Ísland tvö lið í nýrri og endurbættri útgáfu keppninnar. Íslandsmeistarar Breiðabliks mæta KÍ frá Færeyjum, og svo litáenskum eða eistneskum meisturum, í fyrri umferð undankeppninnar. Blikakonur eiga því fína möguleika á að komast áfram í seinni umferð sem og alla leið í riðlakeppnina. Silfurlið Vals á mun erfiðari leið fyrir höndum því fyrsta hindrun þess er þýska liðið Hoffenheim. Íslensk lið hafa reglulega náð í hóp 16 bestu í Meistaradeild kvenna og nú er keppnin orðin stærri, verðlaunafé hærra og kröfurnar á félögin meiri. Beinar útsendingar frá riðlakeppninni verða ókeypis á Youtube og UEFA gerir meðal annars þá kröfu að flóðlýsing á völlum sé mjög góð. Það á ekki að sýna frá leikjum bestu liða Evrópu í lélegri birtu. Hún er ekki nægilega góð á Kópavogsvelli og á Hlíðarenda, segir Klara, og því ekki hægt að nýta það að þessir vellir eru lagðir með gervigrasi. „Á þessum völlum eiga að vera flóðljós sem eru að minnsta kosti 800 lúx en eins og staðan er núna er Laugardalsvöllur eini völlurinn sem uppfyllir þau skilyrði. Á þeim velli er nú þegar ljóst að spilaðir verða tíu leikir í september og október,“ segir Klara en framundan eru landsleikir karla og kvenna á þeim tíma. Myndu reyna allt svo að hægt yrði að spila á Laugardalsvelli en ekki hægt að stóla á veðrið Klara stórefast um að UEFA myndi gera undanþágu frá kröfum sínum svo hægt yrði að spila á Kópavogsvelli eða á Hlíðarenda, og segir að reynt yrði að gera kleift að spila á Laugardalsvelli ef þess þyrfti þó erfitt sé að stóla á grasvöll á Íslandi í nóvember eða desember: „Við myndum gera allt sem við gætum til að hafa völlinn til taks fyrir íslensk félög, hvort sem væri í Evrópukeppni kvenna eða karla. Íslenskur fótbolti þarf á því að halda að liðin komist áfram og ef þess er nokkur kostur þá stendur Laugardalsvöllur þessum félögum til boða. En við ráðum ekki við veðurfarslegar aðstæður,“ segir Klara. „Sjáum ekkert fyrir endann á þessu“ Undankeppnin í Meistaradeild kvenna hefst 18. ágúst og kannski falla Valur og Breiðablik bara úr keppni, sem og íslensku karlaliðin í Sambandsdeildinni. Sama staða mun hins vegar koma upp á næsta ári, og á næstu árum, og ekki alltaf hægt að treysta á að íslenskum liðum gangi illa. Kórónuveirufaraldurinn réði því að Ísland þurfti ekki að mæta Rúmeníu á Laugardalsvelli í mars, heldur í október. Komist Ísland í umspil fyrir HM á næsta ári gæti liðið þurft að treysta á að hægt sé að spila á vellinum í mars.vísir/hulda margrét Karlalandsliðið gæti svo komist í umspil um HM-sæti og þurft að spila heimaleik í mars, eins og í umspilinu um sæti á EM þegar kórónuveirufaraldurinn leiddi hins vegar til þess að leik við Rúmeníu var frestað fram í október. „Við sjáum ekkert fyrir endann á þessu. Það er auðvitað ekki gott að vera í þeirri stöðu að velgengni kalli á erfiðar aðstæður. Það er snúið að vinna úr þessu og þetta gæti komið okkur í koll fyrr en við eigum von á. Í hverjum landsleik fáum við athugasemdir og skýrslur frá UEFA, og vandamálin eru ekkert að minnka. Við erum á undanþágu með svo margt á Laugardalsvelli og það er tímaspursmál hvenær UEFA mun krefja okkur um dagsetningar varðandi endurbætur í okkar málum,“ segir Klara sem treystir sér hins vegar ekki til að spá fyrir um hvenær nýr þjóðarleikvangur kunni að rísa.
Meistaradeild Evrópu Sambandsdeild Evrópu Valur Breiðablik KSÍ Laugardalsvöllur Mest lesið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Enski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira