Sérfræðingur að norðan Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson skrifar 16. júlí 2021 07:01 Hvers vegna flytur fólk á mölina? Á sama tíma og ég kláraði grunnskóla á Blönduósi var pabbi í atvinnuleit. Hann fékk vinnu fyrir sunnan og fjölskyldan fluttist búferlum. Ég hafði ætlað á heimavist í MA en þegar á hólminn var komið fannst mér vegalengdin frá foreldrum og systrum verða of löng ef ég væri fyrir norðan og þau í Reykjavík. Það var líka þægilegt að þurfa ekki að flytja 15 ára að heiman, líkt og margir bekkjarfélagar mínir gerðu. Þess vegna flutti ég suður. Eftir menntaskóla tók við frekara nám og að því loknu vinna. Á endanum hefur maður skotið nýjum rótum og skapað sér líf fjarri heimabyggð, fjarri æskuslóðunum. Sagan mín er langt frá því að vera einsdæmi. Ég hef alla tíð verið umkringdur fólki sem ólst upp úti á landi en býr nú í borginni. Á stöðum þar sem námstækifæri eru takmörkuð er alvanalegt að heilu árgangarnir hverfi á braut og skili sér takmarkað til baka. Mig hefur lengi dreymt um fyrirkomulag þar sem allir framhaldsskólar og háskólar bjóða upp á fjarnám og að allir bæir hafa aðstöðu fyrir ungmenni í ólíku námi. Að fólk á landsbyggðunum geti valið sér nám án þess að búseta standi þeim í vegi. Það hefur sennilega aldrei verið raunhæfara en nú. Ég tel líka að boðið þurfi ekki að koma að ofan. Skólar sem enn hafa ekki komið upp fjarkennslu (a.m.k. á þeim námsbrautum sem krefjast ekki beinlínis staðkennslu) hafa að mínu mati hag af því að gera námið sitt aðgengilegra og hagur sveitarfélaganna af því að bjóða upp á námsaðstöðu sem þessa er nokkuð óumdeilanlegur. Ég trúi því að aukið framboð af námi á landsbyggðunum muni einnig fjölga starfstækifærum. Fólk er útsjónarsamt og þar sem einstaklingar með ólíka sérþekkingu koma saman skapast jarðvegur fyrir nýsköpun og uppbyggingu. Fólk fylgir tækifærum en tækifærin fylgja líka fólkinu. Með tilkomu starfa án staðsetningar verður einnig til grundvöllur fyrir ný tækifæri. Ýmsir hafa þó viðrað ótta um að þróunin snúist upp í andhverfu sína og útkoman verði að mestu staðsetningar án starfa – að fólk muni ekki kjósa að búa í hinum smærri byggðum ef störfin eru ekki landafræðilega tengd þeim. Til þess að sporna gegn slíkri þróun skiptir lykilmáli að tryggja grunnþjónustu í nærumhverfi fólks. Heilbrigðisþjónusta þarf að vera boðleg, samgöngur greiðar og frístundir fyrir börn og ungmenni til staðar. Þetta eru verkefni stjórnvalda ef þau hafa raunverulegan vilja til að halda uppi blómlegri byggð í landinu. Eftir stendur að ef færri einstaklingar finna sig knúna til að flytja úr bænum sínum 16 ára til að fara í framhaldsskóla, eða 19 ára til að fara í háskóla, þá hefur risastórum áfanga verið náð. Þá munu sérfræðingar kannski stundum koma að norðan en ekki bara að sunnan. Höfundur er lögfræðingur og frambjóðandi í 4. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson Viðreisn Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Halldór 11.10.2025 Halldór Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Sjá meira
Hvers vegna flytur fólk á mölina? Á sama tíma og ég kláraði grunnskóla á Blönduósi var pabbi í atvinnuleit. Hann fékk vinnu fyrir sunnan og fjölskyldan fluttist búferlum. Ég hafði ætlað á heimavist í MA en þegar á hólminn var komið fannst mér vegalengdin frá foreldrum og systrum verða of löng ef ég væri fyrir norðan og þau í Reykjavík. Það var líka þægilegt að þurfa ekki að flytja 15 ára að heiman, líkt og margir bekkjarfélagar mínir gerðu. Þess vegna flutti ég suður. Eftir menntaskóla tók við frekara nám og að því loknu vinna. Á endanum hefur maður skotið nýjum rótum og skapað sér líf fjarri heimabyggð, fjarri æskuslóðunum. Sagan mín er langt frá því að vera einsdæmi. Ég hef alla tíð verið umkringdur fólki sem ólst upp úti á landi en býr nú í borginni. Á stöðum þar sem námstækifæri eru takmörkuð er alvanalegt að heilu árgangarnir hverfi á braut og skili sér takmarkað til baka. Mig hefur lengi dreymt um fyrirkomulag þar sem allir framhaldsskólar og háskólar bjóða upp á fjarnám og að allir bæir hafa aðstöðu fyrir ungmenni í ólíku námi. Að fólk á landsbyggðunum geti valið sér nám án þess að búseta standi þeim í vegi. Það hefur sennilega aldrei verið raunhæfara en nú. Ég tel líka að boðið þurfi ekki að koma að ofan. Skólar sem enn hafa ekki komið upp fjarkennslu (a.m.k. á þeim námsbrautum sem krefjast ekki beinlínis staðkennslu) hafa að mínu mati hag af því að gera námið sitt aðgengilegra og hagur sveitarfélaganna af því að bjóða upp á námsaðstöðu sem þessa er nokkuð óumdeilanlegur. Ég trúi því að aukið framboð af námi á landsbyggðunum muni einnig fjölga starfstækifærum. Fólk er útsjónarsamt og þar sem einstaklingar með ólíka sérþekkingu koma saman skapast jarðvegur fyrir nýsköpun og uppbyggingu. Fólk fylgir tækifærum en tækifærin fylgja líka fólkinu. Með tilkomu starfa án staðsetningar verður einnig til grundvöllur fyrir ný tækifæri. Ýmsir hafa þó viðrað ótta um að þróunin snúist upp í andhverfu sína og útkoman verði að mestu staðsetningar án starfa – að fólk muni ekki kjósa að búa í hinum smærri byggðum ef störfin eru ekki landafræðilega tengd þeim. Til þess að sporna gegn slíkri þróun skiptir lykilmáli að tryggja grunnþjónustu í nærumhverfi fólks. Heilbrigðisþjónusta þarf að vera boðleg, samgöngur greiðar og frístundir fyrir börn og ungmenni til staðar. Þetta eru verkefni stjórnvalda ef þau hafa raunverulegan vilja til að halda uppi blómlegri byggð í landinu. Eftir stendur að ef færri einstaklingar finna sig knúna til að flytja úr bænum sínum 16 ára til að fara í framhaldsskóla, eða 19 ára til að fara í háskóla, þá hefur risastórum áfanga verið náð. Þá munu sérfræðingar kannski stundum koma að norðan en ekki bara að sunnan. Höfundur er lögfræðingur og frambjóðandi í 4. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun