Dæmdur nauðgari í gæsluvarðhaldi, grunaður um þriðju nauðgunina Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. júlí 2021 12:00 Maðurinn situr í gæsluvarðhaldi í fangelsinu á Hólmsheiði vegna gruns um nauðgun en hann var dæmdur fyrir tvær nauðganir í síðustu viku. Vísir/Vilhelm Kynferðisafbrotamaður sem dæmdur var í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir tvær nauðganir í síðustu viku situr í gæsluvarðhaldi grunaður um þriðju nauðgunina. Joshua Ikechukwu Mogbolu var sakfelldur í Héraðsdómi Reykjaness í síðustu viku fyrir nauðganir árið 2020 gagnvart tveimur konum. Í fyrra skiptið á höfuðborgarsvæðinu í mars og aftur norðan heiða í júlí. Maðurinn er 21 árs og er samkvæmt heimildum fréttastofu frá Nígeríu. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness kemur fram að hann hafi komið hingað til lands árið 2016. Grunaður um þriðju nauðgunina Samkvæmt upplýsingum fréttastofu situr Joshua nú í gæsluvarðhaldi í fangelsinu á Hólmsheiði vegna gruns um þriðju nauðgunina á höfuðborgarsvæðinu fyrir nokkrum vikum. Gæsluvarðhaldið rennur út þann 20. júlí. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness yfir manninum sem birtist í síðustu viku átti fyrra brotið átti sér stað á höfuðborgarsvæðinu í mars 2020. Joshua hafði þá hitt konuna úti á lífinu. Fyrir dómi lýsti konan hvernig hún hefði endurtekið sagst ekki vilja hafa kynmök við manninn en hann virt það að vettugi. Hún hafi á einum tímapunkti reynt að komast undan en hann dregið hana aftur niður í kjallara og haldið brotum sínum áfram. Konan flúði íbúðina á hlaupum eftir að hann hafði lokið sér af. Fór hún á neyðarmóttöku þar sem hugað var að henni. Héraðsdómur mat framburð konunnar mun trúverðugri en mannsins sem sagði kynmök hafa verið stunduð með vilja beggja. Hélt aftur fram að samfarir væri með vilja beggja Síðara brotið átti sér stað í umdæmi Lögreglunnar á Norðurlandi eystra í júlí 2020. Joshua og konan í því tilviki höfðu átt í samskiptum á samfélagsmiðlum áður en þau hittust og fóru í bíltúr. Ók hún með honum á heimili þar sem tveir vinir hans voru. Þar hafði hann samræði við konuna án hennar samþykkis inni á baðherbergi. Konan sagðist hafa endurtekið neitað því að vilja stunda kynlíf en ekki verið á hana hlustað. Karlmaðurinn vildi meina, líkt og í fyrra brotinu, að samfarirnar hefðu verið með vilja beggja. Héraðsdómur Reykjaness mat framburð konunnar trúverðugan á meðan hið sama mætti ekki segja um frásögn mannsins. Var hann dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi auk þess sem hann þarf að greiða fyrri konunni tvær milljónir í miskabætur en þeirri síðari 1,3 milljónir króna. Kynferðisofbeldi Lögreglumál Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Sjá meira
Joshua Ikechukwu Mogbolu var sakfelldur í Héraðsdómi Reykjaness í síðustu viku fyrir nauðganir árið 2020 gagnvart tveimur konum. Í fyrra skiptið á höfuðborgarsvæðinu í mars og aftur norðan heiða í júlí. Maðurinn er 21 árs og er samkvæmt heimildum fréttastofu frá Nígeríu. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness kemur fram að hann hafi komið hingað til lands árið 2016. Grunaður um þriðju nauðgunina Samkvæmt upplýsingum fréttastofu situr Joshua nú í gæsluvarðhaldi í fangelsinu á Hólmsheiði vegna gruns um þriðju nauðgunina á höfuðborgarsvæðinu fyrir nokkrum vikum. Gæsluvarðhaldið rennur út þann 20. júlí. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness yfir manninum sem birtist í síðustu viku átti fyrra brotið átti sér stað á höfuðborgarsvæðinu í mars 2020. Joshua hafði þá hitt konuna úti á lífinu. Fyrir dómi lýsti konan hvernig hún hefði endurtekið sagst ekki vilja hafa kynmök við manninn en hann virt það að vettugi. Hún hafi á einum tímapunkti reynt að komast undan en hann dregið hana aftur niður í kjallara og haldið brotum sínum áfram. Konan flúði íbúðina á hlaupum eftir að hann hafði lokið sér af. Fór hún á neyðarmóttöku þar sem hugað var að henni. Héraðsdómur mat framburð konunnar mun trúverðugri en mannsins sem sagði kynmök hafa verið stunduð með vilja beggja. Hélt aftur fram að samfarir væri með vilja beggja Síðara brotið átti sér stað í umdæmi Lögreglunnar á Norðurlandi eystra í júlí 2020. Joshua og konan í því tilviki höfðu átt í samskiptum á samfélagsmiðlum áður en þau hittust og fóru í bíltúr. Ók hún með honum á heimili þar sem tveir vinir hans voru. Þar hafði hann samræði við konuna án hennar samþykkis inni á baðherbergi. Konan sagðist hafa endurtekið neitað því að vilja stunda kynlíf en ekki verið á hana hlustað. Karlmaðurinn vildi meina, líkt og í fyrra brotinu, að samfarirnar hefðu verið með vilja beggja. Héraðsdómur Reykjaness mat framburð konunnar trúverðugan á meðan hið sama mætti ekki segja um frásögn mannsins. Var hann dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi auk þess sem hann þarf að greiða fyrri konunni tvær milljónir í miskabætur en þeirri síðari 1,3 milljónir króna.
Kynferðisofbeldi Lögreglumál Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Sjá meira