Kínverskir feðgar sameinaðir 24 árum eftir að syninum var rænt Árni Sæberg skrifar 13. júlí 2021 23:45 Feðgarnir féllust í faðma á fagnaðarfundi. Ríkissjónvarp Kína Guo Gangtang hefur fundið son sinn Guo Xinzhen eftir 24 ára leit. Syninum var rænt fyrir utan fjölskylduheimilið árið 1997 þegar hann var aðeins tveggja ára gamall. Guo Gangtang hefur eitt síðustu 24 árum í að ferðast um Kína á mótórhjóli í leit að syni sínum. Á leit sinni ferðaðist hann um 500 þúsund kílómetra á tíu mótorhjólum. Fagnaðarfundur feðganna fór fram fyrir framan myndavélar í dag í heimahéraði þeirra. Myndefni af atvikinu var sýnt um allt Kína og hefur málið vakið gríðarlega athygli í landinu. Árið 2015 var málið líka í brennidepli í landinu þegar það varð efniviður kvikmyndarinnar Missir og ást með stórstjörnunni Andy Lau í aðalhlutverki. Lau sagði í dag að hann væri „ótrúlega glaður og innblásinn“ eftir að hafa heyrt gleðifréttirnar. Þá nýtti hann frægð sína til að vekja athygli aðgerðum kínverskra stjórnvalda í baráttunni gegn mansali. Barnsrán hafa verið viðvarandi vandamál í Kína í marga áratugi en þúsundum barna er rænt þar á ári hverju. Kínversk stjórnvöld segja þó að með hjálp nútímatækni gangi sífellt betur að sameina fjölskyldur sem barnaræningjar hafa sundrað. Faðirinn er ekki reiður fósturfjölskyldu sonar hans „Nú þegar strákurinn minn hefur verið fundinn verður allt glaðlegt héðan í frá,“ sagði Guo Gangtang við kínverska fjölmiðla í dag. Þá bætti hann við að hann myndi líta á parið sem ól son hans upp sem eigin fjölskyldumeðlimi. Árið 2012 setti Gangtang á laggirnar vefsíðu sem er ætlað að aðstoða fjölskyldur að leita að týndum börnum. Yfirvöld í Kína hafa gefið út að kennsl hafi verið borin á soninn með erfðafræðirannsókn og að tvær manneskjur væru í haldi grunaðar um að hafa rænt frengnum árið 1997. Samkvæmt kínverskum fjölmiðlum var það kona að nafni Tang sem rændi Guo Xinzhen fyrir utan heimili hans fyrir 24 árum. Hún á svo að hafa, ásamt kærasta sínum, selt hann fjölskyldu í næsta héraði við heimahérað hans. Kína Mest lesið „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Sjá meira
Guo Gangtang hefur eitt síðustu 24 árum í að ferðast um Kína á mótórhjóli í leit að syni sínum. Á leit sinni ferðaðist hann um 500 þúsund kílómetra á tíu mótorhjólum. Fagnaðarfundur feðganna fór fram fyrir framan myndavélar í dag í heimahéraði þeirra. Myndefni af atvikinu var sýnt um allt Kína og hefur málið vakið gríðarlega athygli í landinu. Árið 2015 var málið líka í brennidepli í landinu þegar það varð efniviður kvikmyndarinnar Missir og ást með stórstjörnunni Andy Lau í aðalhlutverki. Lau sagði í dag að hann væri „ótrúlega glaður og innblásinn“ eftir að hafa heyrt gleðifréttirnar. Þá nýtti hann frægð sína til að vekja athygli aðgerðum kínverskra stjórnvalda í baráttunni gegn mansali. Barnsrán hafa verið viðvarandi vandamál í Kína í marga áratugi en þúsundum barna er rænt þar á ári hverju. Kínversk stjórnvöld segja þó að með hjálp nútímatækni gangi sífellt betur að sameina fjölskyldur sem barnaræningjar hafa sundrað. Faðirinn er ekki reiður fósturfjölskyldu sonar hans „Nú þegar strákurinn minn hefur verið fundinn verður allt glaðlegt héðan í frá,“ sagði Guo Gangtang við kínverska fjölmiðla í dag. Þá bætti hann við að hann myndi líta á parið sem ól son hans upp sem eigin fjölskyldumeðlimi. Árið 2012 setti Gangtang á laggirnar vefsíðu sem er ætlað að aðstoða fjölskyldur að leita að týndum börnum. Yfirvöld í Kína hafa gefið út að kennsl hafi verið borin á soninn með erfðafræðirannsókn og að tvær manneskjur væru í haldi grunaðar um að hafa rænt frengnum árið 1997. Samkvæmt kínverskum fjölmiðlum var það kona að nafni Tang sem rændi Guo Xinzhen fyrir utan heimili hans fyrir 24 árum. Hún á svo að hafa, ásamt kærasta sínum, selt hann fjölskyldu í næsta héraði við heimahérað hans.
Kína Mest lesið „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Sjá meira