Betur fór en á horfðist hjá Stefáni Teiti sem missir þó af upphafi tímabilsins Sindri Sverrisson skrifar 13. júlí 2021 16:31 Stefán Teitur Þórðarson á ferðinni í æfingaleik með Silkeborg fyrir tímabilið sem er að hefjast. silkeborgif.com Stefán Teitur Þórðarson þarf að bíða aðeins með að spila sína fyrstu leiki í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta eftir að hann meiddist í hné í æfingaleik gegn þýska liðinu Hamburg í gær. Betur fór þó en á horfðist hjá Stefáni en óttast var að meiðslin gætu verið mjög alvarleg. Eftir skoðun og myndatöku í dag er hins vegar ljóst að um yfirspennu í hnénu var að ræða og mat læknis er að hann verði aðeins 2-3 vikur að jafna sig. „Þetta eru mjög góðar fréttir, en þó bæði súrt og sætt. Það er auðvitað ömurlegt að meiðast þegar það er vika í mótið en maður verður bara að bíða aðeins lengur,“ sagði Stefán Teitur sem stimplaði sig rækilega inn í lið Silkeborgar á síðustu leiktíð, eftir að hafa komið til liðsins frá ÍA. Stefán Teitur fór með Silkeborg upp úr dönsku 1. deildinni í vor, lék með U21-landsliði Íslands í lokakeppni EM í mars, og þessi öflugi miðjumaður var svo valinn í A-landsliðið og lék gegn Færeyjum og Póllandi í júní. „Mikill stígandi hjá liðinu og mér sjálfum“ Á meðan að fyrrverandi liðsfélagar hans á Akranesi hafa átt afar erfitt uppdráttar hefur Stefáni Teiti því gengið allt í haginn, ef horft er framhjá þeim minni háttar meiðslum sem hann þarf nú að jafna sig á. „Þetta er búið að vera mjög flott. Mikill stígandi hjá liðinu og mér sjálfum. Ég var kominn með fast sæti í byrjunarliðinu seinni hlutann á síðustu leiktíð, þegar við komumst á þetta „rönn“ [Silkeborg tapaði ekki neinum af síðustu 18 deildarleikjum sínum og vann 15 þeirra], og það leit út fyrir að ég héldi því núna þegar tímabilið er að byrja. Ég er alla vega mjög spenntur og það verður gaman að spila á móti bestu liðum Danmerkur,“ sagði Stefán Teitur við Vísi. Hann hefur nú spilað fjóra A-landsleiki eftir að hafa eins og fyrr segir verið valinn í síðasta landsliðverkefni, þó að þá væri reyndar mikið um forföll. Ljóst er að þessi 22 ára gamli leikmaður er inni í myndinni hjá Arnari Þór Viðarssyni nú þegar styttist í næstu leiki í undankeppni HM sem fram fara í september. „Það [að hafa verið valinn í landsliðið í júní] sýnir bara að maður hlýtur að vera einhvers staðar nálægt þessu. Maður verður bara að halda áfram. Danska deildin finnst mér vera mjög sterk svo að ef maður stendur sig vel hérna er aldrei að vita með landsliðið,“ sagði Stefán Teitur. Fyrsti leikur tímabilsins hjá Silkeborg er gegn SönderjyskE næsta mánudag og Stefán Teitur kemur einnig til með að missa af leik við stórlið FC Köbenhavn á Parken 25. júlí. Silkeborg mætir svo Aalborg 1. ágúst. Danski boltinn Mest lesið Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Handbolti Fleiri fréttir Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn Sjá meira
Betur fór þó en á horfðist hjá Stefáni en óttast var að meiðslin gætu verið mjög alvarleg. Eftir skoðun og myndatöku í dag er hins vegar ljóst að um yfirspennu í hnénu var að ræða og mat læknis er að hann verði aðeins 2-3 vikur að jafna sig. „Þetta eru mjög góðar fréttir, en þó bæði súrt og sætt. Það er auðvitað ömurlegt að meiðast þegar það er vika í mótið en maður verður bara að bíða aðeins lengur,“ sagði Stefán Teitur sem stimplaði sig rækilega inn í lið Silkeborgar á síðustu leiktíð, eftir að hafa komið til liðsins frá ÍA. Stefán Teitur fór með Silkeborg upp úr dönsku 1. deildinni í vor, lék með U21-landsliði Íslands í lokakeppni EM í mars, og þessi öflugi miðjumaður var svo valinn í A-landsliðið og lék gegn Færeyjum og Póllandi í júní. „Mikill stígandi hjá liðinu og mér sjálfum“ Á meðan að fyrrverandi liðsfélagar hans á Akranesi hafa átt afar erfitt uppdráttar hefur Stefáni Teiti því gengið allt í haginn, ef horft er framhjá þeim minni háttar meiðslum sem hann þarf nú að jafna sig á. „Þetta er búið að vera mjög flott. Mikill stígandi hjá liðinu og mér sjálfum. Ég var kominn með fast sæti í byrjunarliðinu seinni hlutann á síðustu leiktíð, þegar við komumst á þetta „rönn“ [Silkeborg tapaði ekki neinum af síðustu 18 deildarleikjum sínum og vann 15 þeirra], og það leit út fyrir að ég héldi því núna þegar tímabilið er að byrja. Ég er alla vega mjög spenntur og það verður gaman að spila á móti bestu liðum Danmerkur,“ sagði Stefán Teitur við Vísi. Hann hefur nú spilað fjóra A-landsleiki eftir að hafa eins og fyrr segir verið valinn í síðasta landsliðverkefni, þó að þá væri reyndar mikið um forföll. Ljóst er að þessi 22 ára gamli leikmaður er inni í myndinni hjá Arnari Þór Viðarssyni nú þegar styttist í næstu leiki í undankeppni HM sem fram fara í september. „Það [að hafa verið valinn í landsliðið í júní] sýnir bara að maður hlýtur að vera einhvers staðar nálægt þessu. Maður verður bara að halda áfram. Danska deildin finnst mér vera mjög sterk svo að ef maður stendur sig vel hérna er aldrei að vita með landsliðið,“ sagði Stefán Teitur. Fyrsti leikur tímabilsins hjá Silkeborg er gegn SönderjyskE næsta mánudag og Stefán Teitur kemur einnig til með að missa af leik við stórlið FC Köbenhavn á Parken 25. júlí. Silkeborg mætir svo Aalborg 1. ágúst.
Danski boltinn Mest lesið Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Handbolti Fleiri fréttir Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki