Betur fór en á horfðist hjá Stefáni Teiti sem missir þó af upphafi tímabilsins Sindri Sverrisson skrifar 13. júlí 2021 16:31 Stefán Teitur Þórðarson á ferðinni í æfingaleik með Silkeborg fyrir tímabilið sem er að hefjast. silkeborgif.com Stefán Teitur Þórðarson þarf að bíða aðeins með að spila sína fyrstu leiki í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta eftir að hann meiddist í hné í æfingaleik gegn þýska liðinu Hamburg í gær. Betur fór þó en á horfðist hjá Stefáni en óttast var að meiðslin gætu verið mjög alvarleg. Eftir skoðun og myndatöku í dag er hins vegar ljóst að um yfirspennu í hnénu var að ræða og mat læknis er að hann verði aðeins 2-3 vikur að jafna sig. „Þetta eru mjög góðar fréttir, en þó bæði súrt og sætt. Það er auðvitað ömurlegt að meiðast þegar það er vika í mótið en maður verður bara að bíða aðeins lengur,“ sagði Stefán Teitur sem stimplaði sig rækilega inn í lið Silkeborgar á síðustu leiktíð, eftir að hafa komið til liðsins frá ÍA. Stefán Teitur fór með Silkeborg upp úr dönsku 1. deildinni í vor, lék með U21-landsliði Íslands í lokakeppni EM í mars, og þessi öflugi miðjumaður var svo valinn í A-landsliðið og lék gegn Færeyjum og Póllandi í júní. „Mikill stígandi hjá liðinu og mér sjálfum“ Á meðan að fyrrverandi liðsfélagar hans á Akranesi hafa átt afar erfitt uppdráttar hefur Stefáni Teiti því gengið allt í haginn, ef horft er framhjá þeim minni háttar meiðslum sem hann þarf nú að jafna sig á. „Þetta er búið að vera mjög flott. Mikill stígandi hjá liðinu og mér sjálfum. Ég var kominn með fast sæti í byrjunarliðinu seinni hlutann á síðustu leiktíð, þegar við komumst á þetta „rönn“ [Silkeborg tapaði ekki neinum af síðustu 18 deildarleikjum sínum og vann 15 þeirra], og það leit út fyrir að ég héldi því núna þegar tímabilið er að byrja. Ég er alla vega mjög spenntur og það verður gaman að spila á móti bestu liðum Danmerkur,“ sagði Stefán Teitur við Vísi. Hann hefur nú spilað fjóra A-landsleiki eftir að hafa eins og fyrr segir verið valinn í síðasta landsliðverkefni, þó að þá væri reyndar mikið um forföll. Ljóst er að þessi 22 ára gamli leikmaður er inni í myndinni hjá Arnari Þór Viðarssyni nú þegar styttist í næstu leiki í undankeppni HM sem fram fara í september. „Það [að hafa verið valinn í landsliðið í júní] sýnir bara að maður hlýtur að vera einhvers staðar nálægt þessu. Maður verður bara að halda áfram. Danska deildin finnst mér vera mjög sterk svo að ef maður stendur sig vel hérna er aldrei að vita með landsliðið,“ sagði Stefán Teitur. Fyrsti leikur tímabilsins hjá Silkeborg er gegn SönderjyskE næsta mánudag og Stefán Teitur kemur einnig til með að missa af leik við stórlið FC Köbenhavn á Parken 25. júlí. Silkeborg mætir svo Aalborg 1. ágúst. Danski boltinn Mest lesið „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Fleiri fréttir Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Sjá meira
Betur fór þó en á horfðist hjá Stefáni en óttast var að meiðslin gætu verið mjög alvarleg. Eftir skoðun og myndatöku í dag er hins vegar ljóst að um yfirspennu í hnénu var að ræða og mat læknis er að hann verði aðeins 2-3 vikur að jafna sig. „Þetta eru mjög góðar fréttir, en þó bæði súrt og sætt. Það er auðvitað ömurlegt að meiðast þegar það er vika í mótið en maður verður bara að bíða aðeins lengur,“ sagði Stefán Teitur sem stimplaði sig rækilega inn í lið Silkeborgar á síðustu leiktíð, eftir að hafa komið til liðsins frá ÍA. Stefán Teitur fór með Silkeborg upp úr dönsku 1. deildinni í vor, lék með U21-landsliði Íslands í lokakeppni EM í mars, og þessi öflugi miðjumaður var svo valinn í A-landsliðið og lék gegn Færeyjum og Póllandi í júní. „Mikill stígandi hjá liðinu og mér sjálfum“ Á meðan að fyrrverandi liðsfélagar hans á Akranesi hafa átt afar erfitt uppdráttar hefur Stefáni Teiti því gengið allt í haginn, ef horft er framhjá þeim minni háttar meiðslum sem hann þarf nú að jafna sig á. „Þetta er búið að vera mjög flott. Mikill stígandi hjá liðinu og mér sjálfum. Ég var kominn með fast sæti í byrjunarliðinu seinni hlutann á síðustu leiktíð, þegar við komumst á þetta „rönn“ [Silkeborg tapaði ekki neinum af síðustu 18 deildarleikjum sínum og vann 15 þeirra], og það leit út fyrir að ég héldi því núna þegar tímabilið er að byrja. Ég er alla vega mjög spenntur og það verður gaman að spila á móti bestu liðum Danmerkur,“ sagði Stefán Teitur við Vísi. Hann hefur nú spilað fjóra A-landsleiki eftir að hafa eins og fyrr segir verið valinn í síðasta landsliðverkefni, þó að þá væri reyndar mikið um forföll. Ljóst er að þessi 22 ára gamli leikmaður er inni í myndinni hjá Arnari Þór Viðarssyni nú þegar styttist í næstu leiki í undankeppni HM sem fram fara í september. „Það [að hafa verið valinn í landsliðið í júní] sýnir bara að maður hlýtur að vera einhvers staðar nálægt þessu. Maður verður bara að halda áfram. Danska deildin finnst mér vera mjög sterk svo að ef maður stendur sig vel hérna er aldrei að vita með landsliðið,“ sagði Stefán Teitur. Fyrsti leikur tímabilsins hjá Silkeborg er gegn SönderjyskE næsta mánudag og Stefán Teitur kemur einnig til með að missa af leik við stórlið FC Köbenhavn á Parken 25. júlí. Silkeborg mætir svo Aalborg 1. ágúst.
Danski boltinn Mest lesið „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Fleiri fréttir Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Sjá meira