Heilbrigðiskerfi landsins er afar bágborið eftir áralöng átök og reiðir aðstandendur hinna látnu hafa mótmælt harðlega fyrir utan spítalann síðustu klukkustundirnar. Orsök eldsins er enn ókunn en sumir miðlar hafa greint frá því að súrefniskútur hafi sprungið inni á deildinni.
Forsætisráðherra landsins Mustafa al-Kadheimi lét strax handtaka forstjóra spítalans og forseti þingsins skrifaði á Twitter að eldsvoðinn væri sönnun þess að stjórnvöldum hafi mistekist að vernda borgara sína.
Til átaka hefur komið á milli lögreglu og mótmælenda fyrir utan spítalann, að sögn Reuters fréttaveitunnar og meðal annars kveikt í lögreglubílum. Deildin sem um ræðir var ný, en hún var byggð fyrir þremur mánuðum. Í apríl í fyrra gerðist svipaður atburður þegar áttatíu og tveir brunnu inni á spítala í höfuðborginni Bagdad eftir að súrefniskútur sprakk.