„Mér finnst dómararnir alveg mega stíga aðeins upp“ Dagbjört Lena Sigurðardóttir skrifar 12. júlí 2021 22:34 Eiður Ben er aðstoðarþjálfari Vals. vísir/daníel „Það er bara frábært að koma hérna og vinna. Þetta er erfitt lið að eiga við en við erum hæst ánægð með stigin þrjú,“ sagði Eiður Ben Eiríksson, annar þjálfari Vals, eftir 2-0 sigur Vals á Stjörnunni í Pepsi Max deild kvenna í kvöld. „Dómgæslan hefur ekkert verið frábær í allt sumar. En ég ætla ekki að fara að tala þá eitthvað niður en auðvitað komu upp einhver atvik. Ég svosem sá ekki það sem einhverjir telja mögulega mark. Hugsanlega áttum við að fá víti þarna í seinni hálfleik. Mér finnst dómararnir alveg mega stíga aðeins upp.“ „Við förum í alla leiki til að vinna. Við þurfum að passa að fara ekki fram úr okkur, við erum stundum að hugsa of langt fram í tímann. Næsti leikur er á föstudaginn og núna kláruðum við þennan leik. Við erum á fínu róli núna, við erum að spila með nokkuð jafnar og flottar frammistöður. Við erum að klára leikina og gera nokkuð sannfærandi. Ég er bara mjög ánægður með liðið eins og það stendur í dag.“ Valur náði ekki að skapa sér færi fyrr en á 25. mínútu leiksins. Færi beggja liða voru ekki góð til að byrja með en þegar líða fór á seinni hálfleikinn þá stigu Valskonur upp. „Mér fannst við alveg fulllengi að þreifa fyrir okkur og vera á hægu tempói. Við ætluðum að byrja á því að leyfa Stjörnunni aðeins að búa til leikinn því við vissum að ef við myndum fara of snemma fram þá myndu þær spila auðveldlega úr pressunni eins og þær hafa verið að gera.“ „Við vildum bíða aðeins og svo stigum við á þær þegar það fór að líða á seinni hálfleikinn. Mér fannst við kannski full hægar til að byrja með en við þurftum aðeins að fá að þreifa fyrir okkur. Það vantaði aðeins að fara betur í návígi og vinna seinni boltann og við ræddum það í hálfleik að við þyrftum að fara í að gera hlutina sem við vorum búin að undirbúa fyrir leik.“ Pepsi Max-deild kvenna Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Valur 0-2 | Toppliðið sótti sigur í Garðabæ Það var jafnt fram eftir leik en Valur afgreidii Stjörnuna í síðari hálfleik og rígheldur í toppsætið. 12. júlí 2021 21:49 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fleiri fréttir Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sjá meira
„Dómgæslan hefur ekkert verið frábær í allt sumar. En ég ætla ekki að fara að tala þá eitthvað niður en auðvitað komu upp einhver atvik. Ég svosem sá ekki það sem einhverjir telja mögulega mark. Hugsanlega áttum við að fá víti þarna í seinni hálfleik. Mér finnst dómararnir alveg mega stíga aðeins upp.“ „Við förum í alla leiki til að vinna. Við þurfum að passa að fara ekki fram úr okkur, við erum stundum að hugsa of langt fram í tímann. Næsti leikur er á föstudaginn og núna kláruðum við þennan leik. Við erum á fínu róli núna, við erum að spila með nokkuð jafnar og flottar frammistöður. Við erum að klára leikina og gera nokkuð sannfærandi. Ég er bara mjög ánægður með liðið eins og það stendur í dag.“ Valur náði ekki að skapa sér færi fyrr en á 25. mínútu leiksins. Færi beggja liða voru ekki góð til að byrja með en þegar líða fór á seinni hálfleikinn þá stigu Valskonur upp. „Mér fannst við alveg fulllengi að þreifa fyrir okkur og vera á hægu tempói. Við ætluðum að byrja á því að leyfa Stjörnunni aðeins að búa til leikinn því við vissum að ef við myndum fara of snemma fram þá myndu þær spila auðveldlega úr pressunni eins og þær hafa verið að gera.“ „Við vildum bíða aðeins og svo stigum við á þær þegar það fór að líða á seinni hálfleikinn. Mér fannst við kannski full hægar til að byrja með en við þurftum aðeins að fá að þreifa fyrir okkur. Það vantaði aðeins að fara betur í návígi og vinna seinni boltann og við ræddum það í hálfleik að við þyrftum að fara í að gera hlutina sem við vorum búin að undirbúa fyrir leik.“
Pepsi Max-deild kvenna Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Valur 0-2 | Toppliðið sótti sigur í Garðabæ Það var jafnt fram eftir leik en Valur afgreidii Stjörnuna í síðari hálfleik og rígheldur í toppsætið. 12. júlí 2021 21:49 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fleiri fréttir Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - Valur 0-2 | Toppliðið sótti sigur í Garðabæ Það var jafnt fram eftir leik en Valur afgreidii Stjörnuna í síðari hálfleik og rígheldur í toppsætið. 12. júlí 2021 21:49