Dæmi um að fólk sé svipt ökuréttindum vegna notkunar ADHD lyfja Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 12. júlí 2021 19:29 Vilhjálmur segir samtökin tilbúin til að leggja þeim einstaklingum, sem sviptir eru ökuréttindum að ósekju, lið. Vísir/Kristinn Dæmi eru um að einstaklingar, sem nota lyf við ADHD, hafi verið ranglega sakaðir um fíkniefnamisnotkun og sviptir ökuréttindum. Formaður ADHD samtakanna segir fordóma ríkjandi í samfélaginu og kallar eftir fræðslu. Lyf við ADHD eiga það sameiginlegt að vera örvandi og amfetamínskyld en í heildina er skrifað upp á fimm gerðir lyfja við athyglisbresti með ofvirkni hér á landi. Lyfin eru almennt tekin í litlu magni en þrátt fyrir það greinist amfetamín þegar blóðsýni eru tekin og eru því dæmi um að fólk sé sektað eða svipt ökuréttindum vegna fíkniefnanotkunar. „Þetta hefur gerst. Stundum kemur eitthvað annað til en það hafa verið dæmi þar sem fólk er ranglega svipt ökuréttindum vegna þess að það er bara að taka þessi lyf eins og það á að gera,” segir Vilhjálmur Hjálmarsson, formaður ADHD samtakanna. Vilhjálmur segir lyfin, séu þau tekin samkvæmt læknisráði, ekki hafa nein áhrif á getu fólks til að stýra ökutæki. „Það er vel sjáanlegt hvort það sé um misnotkun að ræða eða ekki.” Hann segir að ekki megi gera kröfu um að einstaklingur hafi meðferðis lyfjaskírteini en að því sé jafnan framvísað á meðan rannsókn stendur yfir og/eða fyrir rétti. Það sé hins vegar tímafrekt og jafnvel kostnaðarsamt, ef fólk þarf að sækja lögfræðiaðstoð. Samtökin segjast tilbúin til að styðja við bakið á fólki sem missir ökuréttindin að ósekju. „Þetta er almannaheillamál og til þess eru samtök eins og ADHD samtökin. Við erum líka með á bak við okkur Öryrkjabandalagið og það á að leiðrétta þau mál þar sem menn hafa verið ranglega sviptir en það á líka að auka fræðsluna í samfélaginu.” Hann segir fordóma ríkjandi. „Þetta eru ekkert annað en fordómar. Vegna þess að fordómar byggja á vanþekkingu. Og ef svona mál eru að koma upp þá hlýtur það að styðja við fordóma almennt. Til dæmis þennan „ranga misskilning“ að það sé verið að lyfja mann með þessum lyfjum. Í þessu litla magni sem við tökum þá verður allt önnur virkni í heilanum og þessi taugaþroskaröskun sem þetta snýst um sem er að vanvirkni í ákveðnum heilastöðvum fer að virka eðlilega.” Umferðaröryggi Samgöngur Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Lyf við ADHD eiga það sameiginlegt að vera örvandi og amfetamínskyld en í heildina er skrifað upp á fimm gerðir lyfja við athyglisbresti með ofvirkni hér á landi. Lyfin eru almennt tekin í litlu magni en þrátt fyrir það greinist amfetamín þegar blóðsýni eru tekin og eru því dæmi um að fólk sé sektað eða svipt ökuréttindum vegna fíkniefnanotkunar. „Þetta hefur gerst. Stundum kemur eitthvað annað til en það hafa verið dæmi þar sem fólk er ranglega svipt ökuréttindum vegna þess að það er bara að taka þessi lyf eins og það á að gera,” segir Vilhjálmur Hjálmarsson, formaður ADHD samtakanna. Vilhjálmur segir lyfin, séu þau tekin samkvæmt læknisráði, ekki hafa nein áhrif á getu fólks til að stýra ökutæki. „Það er vel sjáanlegt hvort það sé um misnotkun að ræða eða ekki.” Hann segir að ekki megi gera kröfu um að einstaklingur hafi meðferðis lyfjaskírteini en að því sé jafnan framvísað á meðan rannsókn stendur yfir og/eða fyrir rétti. Það sé hins vegar tímafrekt og jafnvel kostnaðarsamt, ef fólk þarf að sækja lögfræðiaðstoð. Samtökin segjast tilbúin til að styðja við bakið á fólki sem missir ökuréttindin að ósekju. „Þetta er almannaheillamál og til þess eru samtök eins og ADHD samtökin. Við erum líka með á bak við okkur Öryrkjabandalagið og það á að leiðrétta þau mál þar sem menn hafa verið ranglega sviptir en það á líka að auka fræðsluna í samfélaginu.” Hann segir fordóma ríkjandi. „Þetta eru ekkert annað en fordómar. Vegna þess að fordómar byggja á vanþekkingu. Og ef svona mál eru að koma upp þá hlýtur það að styðja við fordóma almennt. Til dæmis þennan „ranga misskilning“ að það sé verið að lyfja mann með þessum lyfjum. Í þessu litla magni sem við tökum þá verður allt önnur virkni í heilanum og þessi taugaþroskaröskun sem þetta snýst um sem er að vanvirkni í ákveðnum heilastöðvum fer að virka eðlilega.”
Umferðaröryggi Samgöngur Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira