Sjöfalt fleiri brottfarir erlendra farþega Eiður Þór Árnason skrifar 12. júlí 2021 15:45 Gömlu góðu en löngu innritunarraðirnar komnar aftur í Leifsstöð. Ekki hefur verið hægt að nota sjálfsafgreiðsluvélar vegna allra þeirra bólusetningar- og faraldurspappíra sem farþegar verða nú að framvísa. Vísir/Atli Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru 42.600 í nýliðnum júnímánuði eða sjö sinnum fleiri en í júní 2020, þegar brottfarir voru um sex þúsund. Samkvæmt talningu Ferðamálastofu og Isavia voru Bandaríkjamenn fjölmennastir í júní eða um helmingur brottfara. Enn er nokkuð í að fjöldinn komist í sama horf og fyrir heimsfaraldurinn en brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru tæplega 195 þúsund í júní 2019. Ferðamálastofa gerir ráð fyrir að um 890 þúsund erlendir ferðamenn muni sækja landið heim í ár og á næsta ári verði fjöldinn svipaður og hér var 2019, eða um 1.950 þúsund. Frá áramótum hafa tæplega 75 þúsund erlendir farþegar farið frá Íslandi sem er um 78% fækkun miðað við sama tímabil í fyrra en þá voru brottfarir erlendra farþega tæplega 342 þúsund. Þróun brottfara erlendra farþega í júní 2017 til 2021. Ferðamálastofa Langflestar brottfarir í júní má rekja til Bandaríkjamanna eða um helming. Þar á eftir fylgja brottfarir Pólverja (8,6% af heild), Þjóðverja (7,5% af heild), Breta (5,3% af heild) og Frakka (4,2% af heild). Samtals voru brottfarir fimm stærstu þjóðerna 76%. Brottfarir Íslendinga í júní voru um 13.500 talsins en í sama mánuði í fyrra voru þær ríflega fimm þúsund. Brottfarir Íslendinga frá áramótum eru um 32.400 eða 65,8% færri en á sama tímabili í fyrra. Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Ljónheppinn að fá bílaleigubíl Örtröð hefur verið á Keflavíkurflugvelli undanfarna daga, bæði við komuna til landsins og einnig í röðinni á leiðinni út. Í dag fóru tæplega 100 flugvélar um völlinn. Þrátt fyrir að bið geti verið nokkur við komuna til landsins báru ferðamenn sem fréttastofa ræddi við í dag öllum aðbúnaði á flugvellinum vel söguna. 11. júlí 2021 21:01 Þungur dagur á Keflavíkurflugvelli Arngrímur Guðmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn lögreglunnar á Suðurnesjum, segir daginn hafa verið þungan á Keflavíkurflugvelli. Talið sé að þrettán til fjórtán þúsund manns hafi farið í gegnum flugvöllinn en álagstímarnir á morgnanna og seinni partinn séu erfiðastir. 10. júlí 2021 19:52 Mest lesið Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg Viðskipti innlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Viðskipti erlent „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Sjá meira
Samkvæmt talningu Ferðamálastofu og Isavia voru Bandaríkjamenn fjölmennastir í júní eða um helmingur brottfara. Enn er nokkuð í að fjöldinn komist í sama horf og fyrir heimsfaraldurinn en brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru tæplega 195 þúsund í júní 2019. Ferðamálastofa gerir ráð fyrir að um 890 þúsund erlendir ferðamenn muni sækja landið heim í ár og á næsta ári verði fjöldinn svipaður og hér var 2019, eða um 1.950 þúsund. Frá áramótum hafa tæplega 75 þúsund erlendir farþegar farið frá Íslandi sem er um 78% fækkun miðað við sama tímabil í fyrra en þá voru brottfarir erlendra farþega tæplega 342 þúsund. Þróun brottfara erlendra farþega í júní 2017 til 2021. Ferðamálastofa Langflestar brottfarir í júní má rekja til Bandaríkjamanna eða um helming. Þar á eftir fylgja brottfarir Pólverja (8,6% af heild), Þjóðverja (7,5% af heild), Breta (5,3% af heild) og Frakka (4,2% af heild). Samtals voru brottfarir fimm stærstu þjóðerna 76%. Brottfarir Íslendinga í júní voru um 13.500 talsins en í sama mánuði í fyrra voru þær ríflega fimm þúsund. Brottfarir Íslendinga frá áramótum eru um 32.400 eða 65,8% færri en á sama tímabili í fyrra.
Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Ljónheppinn að fá bílaleigubíl Örtröð hefur verið á Keflavíkurflugvelli undanfarna daga, bæði við komuna til landsins og einnig í röðinni á leiðinni út. Í dag fóru tæplega 100 flugvélar um völlinn. Þrátt fyrir að bið geti verið nokkur við komuna til landsins báru ferðamenn sem fréttastofa ræddi við í dag öllum aðbúnaði á flugvellinum vel söguna. 11. júlí 2021 21:01 Þungur dagur á Keflavíkurflugvelli Arngrímur Guðmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn lögreglunnar á Suðurnesjum, segir daginn hafa verið þungan á Keflavíkurflugvelli. Talið sé að þrettán til fjórtán þúsund manns hafi farið í gegnum flugvöllinn en álagstímarnir á morgnanna og seinni partinn séu erfiðastir. 10. júlí 2021 19:52 Mest lesið Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg Viðskipti innlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Viðskipti erlent „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Sjá meira
Ljónheppinn að fá bílaleigubíl Örtröð hefur verið á Keflavíkurflugvelli undanfarna daga, bæði við komuna til landsins og einnig í röðinni á leiðinni út. Í dag fóru tæplega 100 flugvélar um völlinn. Þrátt fyrir að bið geti verið nokkur við komuna til landsins báru ferðamenn sem fréttastofa ræddi við í dag öllum aðbúnaði á flugvellinum vel söguna. 11. júlí 2021 21:01
Þungur dagur á Keflavíkurflugvelli Arngrímur Guðmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn lögreglunnar á Suðurnesjum, segir daginn hafa verið þungan á Keflavíkurflugvelli. Talið sé að þrettán til fjórtán þúsund manns hafi farið í gegnum flugvöllinn en álagstímarnir á morgnanna og seinni partinn séu erfiðastir. 10. júlí 2021 19:52