Um 27 manns voru í turninum þegar eldingunni laust niður og létu sumir lífið þegar þeir köstuðu sér niður úr turninum.
Að sögn lögreglu á svæðinu voru flestir þeirra sem létust ungir að aldri.
Eldingaveður eru tíð á Indlandi en samkvæmt frétt BBC láta um tvö þúsund manns lífið árlega af völdum eldinga á Indlandi.
Til viðbótar við þá ellefu sem létu lífið í turninum létust níu aðrir í sama héraði vegna eldinga í gær.
Svokallaður monsúntími er nú á Indlandi og fylgja honum miklar rigningar og eldingaveður. Hann varir oftast frá júní og fram í september.
Dauðsföll af völdum eldinga hafa tvöfaldast í landinu síðan á sjöunda áratug síðustu aldar og kenna vísindamenn í landinu hlýnun jarðar um þá þróun.