Bergrún Ósk átti Íslandsmetið fyrr en hún kastaði 8,89 metrar árið 2018. Í gær stórbætti hún þann árangur er hún kastaði 9,1 metra.
FH-ingar voru sigursælir á mótinu en Patrekur Andrés Axelsson, spretthlaupari, bætti eigið met er hann hljóp í 400 metra hlaupi blindra. Hljóp hann á 58,17 sekúndum. Hann náði einnig góðum tíma í 100 metra hlaupi blindra, þar hljóp hann á 12,64 sekúndum.
Bæði Bergrún Ósk og Patrekur Andrés eru leið til Tókýó í ágúst til að keppa á Ólympíumóti fatlaðra.