Þetta staðfesti Martin í stuttu spjalli við Karfan.is en orðrómar hafa verið á kreiki um að landsliðsmaðurinn gæti verið á förum frá spænska liðinu.
Samningur Martins við Valencia er tryggður út næsta tímabil en eftir það gæti hann samið við annað félag. Hefur hann verið orðaður við gríska félagið Panathinaikos sem og önnur lið sem eru í EuroLeague.
Martin tók fyrir þetta allt og stefnir á að vera áfram í Valencia en hann samdi við liðið síðasta sumar. Hann spilaði 17 mínútur að meðaltali í leik í vetur, skoraði 7 stig, gaf 3 stoðsendingar og tók 2 fráköst.