Að segja mikið, en svara engu Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar 9. júlí 2021 17:30 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var spurð að því í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi 6. júlí s.l., hvernig stæði á því að enn hefði ekki verið breytt í samræmi við álit umboðsmanns Alþingis, um ólöglegar búsetuskerðingar. Halldóra Mogensen rifjaði í fyrispurn sinni upp ummæli Katrínar frá því skömmu áður en núverandi ríkisstjórn var mynduð, um að fátækt fólk ætti ekki að bíða eftir réttlætinu, og sagði það enn bíða. Halldóra spurði hvort það væri vegna þess að Katrín hefði ekki viljað beita sér, eða hvort hún hefði einfaldlega ekki getað beitt sér, með hendur bundnar í ríkisstjórn þar sem Sjálfstæðisflokkurinn haldi um pyngjuna. Katrín sagðist ekki geta svarað til um ólöglegar búsetuskerðingar, eða hvenær þeim leiðréttingum myndi ljúka. Það væri félagsmálaráðherra að svara fyrir það, en að þetta snérist ekki um viljaleysi stjórnvalda „heldur að þær verði gerðar upp með réttmætum hætti...“ hvað sem það þýðir. Þá tók við kunnuglegt stef hjá forsætisráðherra, sem því miður ber vitni um að ráðherrann skilur ekki almannatryggingakerfið. Lái það henni hver sem vill, en það má samt gera þá kröfu til forsætisráðherra að sá skilningur sé fyrir hendi. Hún segir að dregið hafi verið úr skerðingum vegna atvinnutekna, og á þar við það sem hefur verið nefnt „króna á móti krónu“. Nú er það svo að þessi hundrað prósent skerðing, er nú orðin 65%, og vissulega hefur hún lækkað á kjörtímabilinu, ekki síst vegna baráttu Öryrkjabandalagsins. Þessi skerðing nær hins vegar ekki eingöngu til atvinnutekna, heldur verða allar tekjur öryrkja fyrir henni. Ef ráðherrann hefði sérstaklega viljað minnka skerðingar vegna atvinnutekna, hefði t.d. verið í lófa lagið að hækka frítekjumörk. Þau hafa ekki hækkað síðan árið 2009. Ráðherran sagði líka að „illu heilli“ hafi ekki verið lokið við heildarendurskoðun á almannatryggingakerfinu 2016. Þar er Katrín að lýsa yfir stuðningi sínum við starfsgetumat. Engar sönnur hafa verið færðar að því að nýtt matskerfi auki atvinnuþátttöku þeirra öryrkja sem einhverja starfsgetu hafa, auk þess sem forsenda fyrir starfsgetumati hlýtur að vera að til sé atvinnumarkaður sem inniber líka fatlað fólk. Í dag vega þó þyngst þær háu girðingar sem reistar hafa verið um atvinnuþátttöku fatlaðs fólks, með skerðingum fyrst og fremst. Þar á eftir kemur svo átakanlegur skortur á hlutastörfum, og illu heilli hefur Forsætisráðuneytið ekki gengið þar á undan með góðu fordæmi. Í svari við fyrirspurn Oddnýjar Harðardóttur frá því í september 2020 segir að í Forsætisráðuneyti starfi einn starfsmaður með skerta starfsgetu. Einn. Hann var ráðinn í gegnum úrræði Vinnumálastofnunar sem ætluð eru einstaklingum með skerta starfsgetu. Af svörum annara ráðuneyta verður heldur ekki ráðið að þessi ríkisstjórn ætli sér að ganga á undan með góðu fordæmi og skapa störf fyrir fólk með skerta starfsgetu. Það eru einmitt þessi atriði sem réðu fyrst og fremst afstöðu Öryrkjabandalagsins til starfsgetumats. Að færa ríkisvaldinu það í hendurnar að fyrst einstaklingur væri metin fær til að sinna starfi að einhverju marki, skyldi hann bara finna sér það starf. Ef ekki, þá er viðhorfið, ja það er ekki okkar vandamál. Síðastliðið laugardagskvöld sýndi RÚV okkur svart á hvítu hvernig sú ómannúðlega stefna sem starfsgetumat getur boðið upp á, birtist í raun, í kvikmyndinni „I, Daniel Blake“. Stjórnvöldum er vandi á höndum að endurskoða almanntryggingakerfið og einfalda það án þess að lenda í sömu ógöngum og Bretar gerðu. ÖBÍ hefur lagt til við stjórnvöld að byrja á að draga verulega úr skerðingum og sjá hvert sú aðgerð leiðir. Ég er þeirrar skoðunar að það sé a.m.k. tilraunarinnar virði. Núverandi kerfi er ranglátt og kemur niður á fötluðu fólki, útilokar það og hindrar samfélagsþátttöku þess. Starfsgetumat mun ekki breyta því að hér fæðist fatlað fólk og að fólk fatlast á lífsleiðinni, það er stjórnvalda að sjá til þess að réttlæti nái líka yfir fatlað fólk. Stjórnvalda að breyta viðhorfi til hóps sem hefur verið og er útilokaður og jaðarsettur, ranglega. Réttlæti er það sem fatlað fólk hélt að Katrín Jakobsdóttir myndi færa því, þar er fyrst og fremst sú sjálfsagða krafa að geta lifað af örorkulífeyri. Það að örorkulífeyrir sé langt undir lágmarkslaunum og beri samt allskonar skerðingar að auki er vitnisburður um mikinn órétt. Það, að skerðingar séu yfir höfuð á örorkulífeyri upp á kr. 258.000, er ómennskt. Þið skuldið okkur ekki bara réttlæti, heldur mennsku. Höfundur er formaður Öryrkjabandalags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þuríður Harpa Sigurðardóttir Húsnæðismál Félagsmál Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var spurð að því í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi 6. júlí s.l., hvernig stæði á því að enn hefði ekki verið breytt í samræmi við álit umboðsmanns Alþingis, um ólöglegar búsetuskerðingar. Halldóra Mogensen rifjaði í fyrispurn sinni upp ummæli Katrínar frá því skömmu áður en núverandi ríkisstjórn var mynduð, um að fátækt fólk ætti ekki að bíða eftir réttlætinu, og sagði það enn bíða. Halldóra spurði hvort það væri vegna þess að Katrín hefði ekki viljað beita sér, eða hvort hún hefði einfaldlega ekki getað beitt sér, með hendur bundnar í ríkisstjórn þar sem Sjálfstæðisflokkurinn haldi um pyngjuna. Katrín sagðist ekki geta svarað til um ólöglegar búsetuskerðingar, eða hvenær þeim leiðréttingum myndi ljúka. Það væri félagsmálaráðherra að svara fyrir það, en að þetta snérist ekki um viljaleysi stjórnvalda „heldur að þær verði gerðar upp með réttmætum hætti...“ hvað sem það þýðir. Þá tók við kunnuglegt stef hjá forsætisráðherra, sem því miður ber vitni um að ráðherrann skilur ekki almannatryggingakerfið. Lái það henni hver sem vill, en það má samt gera þá kröfu til forsætisráðherra að sá skilningur sé fyrir hendi. Hún segir að dregið hafi verið úr skerðingum vegna atvinnutekna, og á þar við það sem hefur verið nefnt „króna á móti krónu“. Nú er það svo að þessi hundrað prósent skerðing, er nú orðin 65%, og vissulega hefur hún lækkað á kjörtímabilinu, ekki síst vegna baráttu Öryrkjabandalagsins. Þessi skerðing nær hins vegar ekki eingöngu til atvinnutekna, heldur verða allar tekjur öryrkja fyrir henni. Ef ráðherrann hefði sérstaklega viljað minnka skerðingar vegna atvinnutekna, hefði t.d. verið í lófa lagið að hækka frítekjumörk. Þau hafa ekki hækkað síðan árið 2009. Ráðherran sagði líka að „illu heilli“ hafi ekki verið lokið við heildarendurskoðun á almannatryggingakerfinu 2016. Þar er Katrín að lýsa yfir stuðningi sínum við starfsgetumat. Engar sönnur hafa verið færðar að því að nýtt matskerfi auki atvinnuþátttöku þeirra öryrkja sem einhverja starfsgetu hafa, auk þess sem forsenda fyrir starfsgetumati hlýtur að vera að til sé atvinnumarkaður sem inniber líka fatlað fólk. Í dag vega þó þyngst þær háu girðingar sem reistar hafa verið um atvinnuþátttöku fatlaðs fólks, með skerðingum fyrst og fremst. Þar á eftir kemur svo átakanlegur skortur á hlutastörfum, og illu heilli hefur Forsætisráðuneytið ekki gengið þar á undan með góðu fordæmi. Í svari við fyrirspurn Oddnýjar Harðardóttur frá því í september 2020 segir að í Forsætisráðuneyti starfi einn starfsmaður með skerta starfsgetu. Einn. Hann var ráðinn í gegnum úrræði Vinnumálastofnunar sem ætluð eru einstaklingum með skerta starfsgetu. Af svörum annara ráðuneyta verður heldur ekki ráðið að þessi ríkisstjórn ætli sér að ganga á undan með góðu fordæmi og skapa störf fyrir fólk með skerta starfsgetu. Það eru einmitt þessi atriði sem réðu fyrst og fremst afstöðu Öryrkjabandalagsins til starfsgetumats. Að færa ríkisvaldinu það í hendurnar að fyrst einstaklingur væri metin fær til að sinna starfi að einhverju marki, skyldi hann bara finna sér það starf. Ef ekki, þá er viðhorfið, ja það er ekki okkar vandamál. Síðastliðið laugardagskvöld sýndi RÚV okkur svart á hvítu hvernig sú ómannúðlega stefna sem starfsgetumat getur boðið upp á, birtist í raun, í kvikmyndinni „I, Daniel Blake“. Stjórnvöldum er vandi á höndum að endurskoða almanntryggingakerfið og einfalda það án þess að lenda í sömu ógöngum og Bretar gerðu. ÖBÍ hefur lagt til við stjórnvöld að byrja á að draga verulega úr skerðingum og sjá hvert sú aðgerð leiðir. Ég er þeirrar skoðunar að það sé a.m.k. tilraunarinnar virði. Núverandi kerfi er ranglátt og kemur niður á fötluðu fólki, útilokar það og hindrar samfélagsþátttöku þess. Starfsgetumat mun ekki breyta því að hér fæðist fatlað fólk og að fólk fatlast á lífsleiðinni, það er stjórnvalda að sjá til þess að réttlæti nái líka yfir fatlað fólk. Stjórnvalda að breyta viðhorfi til hóps sem hefur verið og er útilokaður og jaðarsettur, ranglega. Réttlæti er það sem fatlað fólk hélt að Katrín Jakobsdóttir myndi færa því, þar er fyrst og fremst sú sjálfsagða krafa að geta lifað af örorkulífeyri. Það að örorkulífeyrir sé langt undir lágmarkslaunum og beri samt allskonar skerðingar að auki er vitnisburður um mikinn órétt. Það, að skerðingar séu yfir höfuð á örorkulífeyri upp á kr. 258.000, er ómennskt. Þið skuldið okkur ekki bara réttlæti, heldur mennsku. Höfundur er formaður Öryrkjabandalags Íslands.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun