Ertu aktívisti eða andstæðingur? Þú skuldar mér afstöðu Þórarinn Hjartarson skrifar 9. júlí 2021 15:31 Þrátt fyrir göfug markmið ýmissa hreyfinga í réttindabaráttu eiga þær til að skjóta sig í fótinn með því að reiðast út í fólk sem að tekur ekki afstöðu. Fólk á, með öðrum orðum, að vera málefnið jafn huglægt og það sjálft. Hlutleysi er litið hornauga og krefst frekari útskýringa. Annaðhvort ertu aktívisti eða andstæðingur. Þú ert dreginn til ábyrgðar. „Við þurfum að opna umræðuna um þetta.“ En að sjálfsögðu er aðeins ein afstaða liðin. Spurningar og vangaveltur eru bakslag og þær kveðnar í kútinn með slagorðum. Vangavelturnar eru birtar öðru baráttufólki. Með því friðþægja þau eigin samvisku. Fólk keppist við að móta hnittnar setningar til þess að deila með vinum sínum og samgleðjast framfaraskrefum með vísan til umræðna við fólk sem eru sömu skoðunar. Öfgafyllsta manneskjan ber svo sigur úr bítum. Það er auðvitað ósanngjarnt að vísa til ómálefnalegasta fólksins til þess að færa rök fyrir hinu gagnstæða í hverskyns umræðu. Ástæða þess, hins vegar, að fólk er ragt við að styðja hverskyns réttindabaráttu er að baráttufólkið tekur ekki á ómálefnalegustu rökfærslunum eða telur þær jafnvel nauðsynlegar og styðja þær. Forsenda þess að fólk er ekki tilbúið að stíga um borð í lest til fyrirheitnalands þeirra sem krefjast þess að vera boðberar sannleikans í sinni réttindabaráttu er ekki af því að fólki líkar illa við fólk eða hópa. Það er vegna þess að því mislíkar að snúið sé upp á handlegg þess þegar þau eru ekki sannfærð um afstöðu trúboðanna. Flestir hafa annað að gera en að kynna sér allar hliðar allra samfélagsmála. Þú, kæri lesandi, skuldar engum afstöðu og enginn skuldar þér afstöðu. Höfundur er þáttastjórnandi í hlaðvarpinu Ein Pæling Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórarinn Hjartarson Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir göfug markmið ýmissa hreyfinga í réttindabaráttu eiga þær til að skjóta sig í fótinn með því að reiðast út í fólk sem að tekur ekki afstöðu. Fólk á, með öðrum orðum, að vera málefnið jafn huglægt og það sjálft. Hlutleysi er litið hornauga og krefst frekari útskýringa. Annaðhvort ertu aktívisti eða andstæðingur. Þú ert dreginn til ábyrgðar. „Við þurfum að opna umræðuna um þetta.“ En að sjálfsögðu er aðeins ein afstaða liðin. Spurningar og vangaveltur eru bakslag og þær kveðnar í kútinn með slagorðum. Vangavelturnar eru birtar öðru baráttufólki. Með því friðþægja þau eigin samvisku. Fólk keppist við að móta hnittnar setningar til þess að deila með vinum sínum og samgleðjast framfaraskrefum með vísan til umræðna við fólk sem eru sömu skoðunar. Öfgafyllsta manneskjan ber svo sigur úr bítum. Það er auðvitað ósanngjarnt að vísa til ómálefnalegasta fólksins til þess að færa rök fyrir hinu gagnstæða í hverskyns umræðu. Ástæða þess, hins vegar, að fólk er ragt við að styðja hverskyns réttindabaráttu er að baráttufólkið tekur ekki á ómálefnalegustu rökfærslunum eða telur þær jafnvel nauðsynlegar og styðja þær. Forsenda þess að fólk er ekki tilbúið að stíga um borð í lest til fyrirheitnalands þeirra sem krefjast þess að vera boðberar sannleikans í sinni réttindabaráttu er ekki af því að fólki líkar illa við fólk eða hópa. Það er vegna þess að því mislíkar að snúið sé upp á handlegg þess þegar þau eru ekki sannfærð um afstöðu trúboðanna. Flestir hafa annað að gera en að kynna sér allar hliðar allra samfélagsmála. Þú, kæri lesandi, skuldar engum afstöðu og enginn skuldar þér afstöðu. Höfundur er þáttastjórnandi í hlaðvarpinu Ein Pæling
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar