Bjarni Benediktsson, formaður flokksins og fjármálaráðherra, leiðir listann og í öðru sæti er Jón Gunnarsson, ritari Sjálfstæðisflokksins og þingmaður. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef flokksins.
Í þriðja sæti er Bryndís Haraldsdóttir, alþingismaður, og fjórða sæti skipar Óli Björn Kárason, alþingismaður.
Í fimmta sæti er Arnar Þór Jónsson, héraðsdómari, og í sjötta sæti Sigþrúður Ármann, framkvæmdastjóri. Laufey Jóhannsdóttir, leiðsögumaður, skipar heiðursæti á listanum.
Listann í heild sinni má sjá hér að neðan.
- Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra
- Jón Gunnarsson, alþingismaður
- Bryndís Haraldsdóttir, alþingismaður
- Óli Björn Kárason, alþingismaður
- Arnar Þór Jónsson, héraðsdómari
- Sigþrúður Ármann, framkvæmdastjóri
- Kristín María Thoroddsen, bæjarfulltrúi
- Guðbjörg Oddný Jónasdóttir, samskiptastjóri
- Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar
- Hannes Þórður Þorvaldsson, lyfjafræðingur
- Halla Sigrún Mathiesen, formaður SUS
- Gísli Eyjólfsson, knattspyrnumaður og þroskaþjálfi
- Sigríður Heimisdóttir, iðnhönnuður
- Halla Karí Hjaltested, verkefnastjóri
- Jana Katrín Knútsdóttir, hjúkrunarfræðingur
- Dragoslav Stojanovic, húsvörður
- Inga Þóra Pálsdóttir, laganemi við HÍ
- Guðfinnur Sigurvinsson, stjórnsýslufræðingur
- Guðmundur Ingi Rúnarsson, lögreglumaður
- Sólon Guðmundsson, flugmaður
- Helga Möller, tónlistarmaður
- Kristján Jónas Svavarsson, stálvirkjasmíðameistari
- Björgvin Elvar Björgvinsson, málarameistari
- Petrea Jónsdóttir, fyrrverandi skrifstofustjóri
- Ingimar Sigurðsson, vátryggingaráðgjafi
- Laufey Jóhannsdóttir, leiðsögumaður