Tækniskólinn í Hafnarfjörð Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 8. júlí 2021 15:29 Tækniskólinn á Skólavörðuholti. Spurning hvaða starfsemi tekur við í þessu sögufræga húsnæði. VÍSIR/PJETUR Framtíðarlausn á húsnæðisvanda Tækniskólans hefur verið fundin og hafa allir sem koma að málinu sammælst um hana. Hún er í formi nýs húsnæðis við Suðurhöfnina í Hafnarfirði. Fulltrúar ríkisstjórnarinnar, bæjaryfirvalda í Hafnarfirði og Tækniskólans undirrituðu viljayfirlýsingu um að byggja slíkt húsnæði undir skólann í gær. „Þörf Tækniskólans fyrir nýtt húsnæði er mjög brýn, enda starfar hann nú í níu byggingum víða um höfuðborgarsvæðið,“ segir í tilkynningu frá ráðuneytum um málið. Við undirritunina í gær. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra, Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Lilja D. Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra og Egill Jónsson, stjórnarformaður Tækniskólans.stjórnarráðið Eins og er starfar skólinn í átta byggingum, sumum í Hafnarfirði, öðrum niðri í miðbæ og meira að segja einu í Grafarvogi. „Með nýrri skólabyggingu er ætlunin að sameina starfsemina undir einu þaki, í nútímalegu húsnæði sem uppfyllir þarfir skólans og nemenda hans,“ segir í tilkynningunni. Hafnarfjarðarbær gefur fría lóð án kvaða Í viljayfirlýsingunni sammælast yfirvöld um að skipa fulltrúa í verkefnastjórn, skoða vel fyrirliggjandi þarfagreiningar og tillögur um fyrirkomulag eignarhalds og fjármögnun verkefnisins. Hafnarfjarðarbær staðfestir með viljayfirlýsingunni vilja sinn til að leggja fram stofnfjárframlag frá bænum í formi lóðar án kvaða og gjalda ásamt beinu fjárframlagi samkvæmt nánara samkomulagi. Stefnt er að því að niðurstöður úr greiningarvinnu liggi fyrir í lok nóvember í ár. „Þetta er mikill gleðidagur, því núverandi skólabyggingar dreifast um höfuðborgarsvæðið og eru allt að 75 ára gamlar. Nú byggjum við til framtíðar og styðjumst við hugmyndafræði sem hefur reynst vel um allan heim. Við höfum undirbúið verkefnið vel og erum sannfærð um að ný skólabygging muni stórefla starfs- og tækninám í landinu,“ er haft eftir Agli Jónssyni, formanni stjórnar Tækniskólans í tilkynningunni. Skóla - og menntamál Hafnarfjörður Reykjavík Framhaldsskólar Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Innlent Fleiri fréttir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Sjá meira
Fulltrúar ríkisstjórnarinnar, bæjaryfirvalda í Hafnarfirði og Tækniskólans undirrituðu viljayfirlýsingu um að byggja slíkt húsnæði undir skólann í gær. „Þörf Tækniskólans fyrir nýtt húsnæði er mjög brýn, enda starfar hann nú í níu byggingum víða um höfuðborgarsvæðið,“ segir í tilkynningu frá ráðuneytum um málið. Við undirritunina í gær. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra, Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Lilja D. Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra og Egill Jónsson, stjórnarformaður Tækniskólans.stjórnarráðið Eins og er starfar skólinn í átta byggingum, sumum í Hafnarfirði, öðrum niðri í miðbæ og meira að segja einu í Grafarvogi. „Með nýrri skólabyggingu er ætlunin að sameina starfsemina undir einu þaki, í nútímalegu húsnæði sem uppfyllir þarfir skólans og nemenda hans,“ segir í tilkynningunni. Hafnarfjarðarbær gefur fría lóð án kvaða Í viljayfirlýsingunni sammælast yfirvöld um að skipa fulltrúa í verkefnastjórn, skoða vel fyrirliggjandi þarfagreiningar og tillögur um fyrirkomulag eignarhalds og fjármögnun verkefnisins. Hafnarfjarðarbær staðfestir með viljayfirlýsingunni vilja sinn til að leggja fram stofnfjárframlag frá bænum í formi lóðar án kvaða og gjalda ásamt beinu fjárframlagi samkvæmt nánara samkomulagi. Stefnt er að því að niðurstöður úr greiningarvinnu liggi fyrir í lok nóvember í ár. „Þetta er mikill gleðidagur, því núverandi skólabyggingar dreifast um höfuðborgarsvæðið og eru allt að 75 ára gamlar. Nú byggjum við til framtíðar og styðjumst við hugmyndafræði sem hefur reynst vel um allan heim. Við höfum undirbúið verkefnið vel og erum sannfærð um að ný skólabygging muni stórefla starfs- og tækninám í landinu,“ er haft eftir Agli Jónssyni, formanni stjórnar Tækniskólans í tilkynningunni.
Skóla - og menntamál Hafnarfjörður Reykjavík Framhaldsskólar Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Innlent Fleiri fréttir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Sjá meira