Þurfa að mæta oftar í vinnuna eftir styttingu vinnuvikunnar Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 7. júlí 2021 19:00 Sandra B. Franks, formaður Sjúkraliðafélags Íslands, segir undirbúning að styttingu vinnuvikunnar hafa verið langan og flókinn. Stétt sjúkraliða er sú næst stærsta á landinu á eftir hjúkrunarfræðingum. Vísir/Arnar Halldórsson Sjúkraliðar þurfa að mæta oftar í vinnuna nú en áður en stytting vinnuvikunnar var innleidd, að sögn formanns Sjúkraliðafélags Íslands, sem kallar eftir úrbótum. Skýrsla um styttingu vinnuvikunnar hér á landi hefur vakið heimsathygli. „Við fórum í þessa vegferð til þess að fækka vöktum. Sumir stjórnendur og vinnuveitendur hafa hins vegar gripið til þess að stytta vaktirnar sem gerir það að verkum að fólk þarf jafn vel að mæta jafn oft – ef ekki oftar til vinnu og það er ekki sú vegferð sem við stefndum að,“ segir Sandra B. Franks, formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Margir af stærstu fjölmiðlum heims fjölluðu í dag um nýja skýrslu um styttingu vinnuvikunnar hér á landi. Skýrslan var unnin af Öldu, félagi um sjálfbærni og lýðræði í samstarfi við bresku hugveituna Autonomy og er aðeins á ensku og kynnt á erlendum vettvangi. Í henni segir að fjögurra daga vinnuvika hafi skilað einstökum árangri og að hún taki til um 86 prósent launafólks á landinu. Erfitt að stoppa upp í gatið Stytting vinnuvikunnar hefur gengið misvel hjá vaktavinnufólki, en þar eru dæmi um að vaktirnar séu aðeins styttar. Það virðist sérstaklega eiga við um heilbrigðiskerfið en þar hefur einnig gengið illa að fá nýtt starfsfólk til að stoppa upp í gatið sem myndast við styttinguna. „Við viljum að stytting vinnuvikunnar skili því að okkar félagsmenn, sjúkraliðar, njóti ávinningsins af styttingunni með því að vöktunum fækki þannig að þeir fái aukinn frítíma í stað þess að þurfa að mæta oftar í vinnu,“ segir Sandra. Hún tekur fram að innleiðingarferlið hafi verið langt og strangt en gengið vel og að vonir séu bundnar við að hægt verði að leysa úr þeim hnökrum sem nú séu uppi hratt og örugglega. Þá leiði þetta einnig af sér þjónustuskerðingu. „Þar sem það er skortur á sjúkraliðum og ekki hefur tekist að manna í störfin þá skerðist þjónusta, af því sem við höfum heyrt þá snýr það einkum að heimahjúkrun.“ Þannig eru einnig dæmi um að erfiðlega hafi gengið að laga styttinguna að vöktum hjúkrunarfræðinga, lögreglumanna og leikskólastarfsfólk. Viðtökurnar góðar Skýrslan fjallar um tilraunaverkefni sem Reykjavíkurborg og ríkið ráku á árunum 2015 til 2019.Um 2.500 tóku þátt í tilraununum á sínum tíma en í kjölfar þeirra rataði stytting vinnuvikunnar inn í kjarasamninga. Guðmundur D. Haraldsson hjá Öldu er annar höfunda skýrslunnar en hann segir niðurstöðurnar í stuttu máli þær að vel sé hægt að stytta vinnuvikuna í samfélagi þar sem þjónustugeirinn er stór. „Ef við tökum okkur saman um að finna leiðir til þess getum við unnið minna og notfært okkur tæknina. Það er kannski aðalmálið. Til að geta stytt vinnuvikuna með góðum árangri þarf að taka höndum saman og ná góðri sátt á þeim vinnustöðum sem um ræðir. En þetta er líka samfélagslegt mál og samfélagsleg spurning,” segir hann. Skýrslan sé frekar hugsuð fyrir enskumælandi fólk en Íslendinga, enda hafi tiltölulega fáar þjóðir gert sambærilegar tilraunir. „Við hjá Öldu ákváðum að hjálpa til við að skrifa þessa skýrslu og leggja okkar vinnu í þetta til að hjálpa öðrum samfélögum að skilja hvernig má komast utan um þessa spurningu um styttingu vinnuvikunnar og hvaða jákvæðu afleiðingar það geti haft.” Skýrsluna má nálgast hér. Stytting vinnuvikunnar Heilbrigðismál Vinnumarkaður Landspítalinn Tengdar fréttir Segir styttingu vinnuvikunnar bjarnargreiða Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir, segir að stytting vinnuvikunnar hafi reynst hinn mesti bjarnargreiði fyrir heilbrigðiskerfið. Mannekla hafi verið í heilbrigðiskerfinu fyrir en nú sé staðan enn verri. 31. maí 2021 20:45 Hvetja vinnustaði til að lengja fæðingarorlofið í 15 til 18 mánuði 26. maí 2021 07:01 Að smyrja þynnra – við erum enn of fá Ekki verður umflúið lengur að segja almenningi sannleikann um ástand löggæslu á Íslandi. Þann 1. maí 2021 varð lögreglan á Íslandi fyrir enn einu högginu og á nú erfiðara en áður með að tryggja öryggi landsmanna. 31. maí 2021 08:01 Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Sigurræða Trump í heild sinni Erlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
„Við fórum í þessa vegferð til þess að fækka vöktum. Sumir stjórnendur og vinnuveitendur hafa hins vegar gripið til þess að stytta vaktirnar sem gerir það að verkum að fólk þarf jafn vel að mæta jafn oft – ef ekki oftar til vinnu og það er ekki sú vegferð sem við stefndum að,“ segir Sandra B. Franks, formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Margir af stærstu fjölmiðlum heims fjölluðu í dag um nýja skýrslu um styttingu vinnuvikunnar hér á landi. Skýrslan var unnin af Öldu, félagi um sjálfbærni og lýðræði í samstarfi við bresku hugveituna Autonomy og er aðeins á ensku og kynnt á erlendum vettvangi. Í henni segir að fjögurra daga vinnuvika hafi skilað einstökum árangri og að hún taki til um 86 prósent launafólks á landinu. Erfitt að stoppa upp í gatið Stytting vinnuvikunnar hefur gengið misvel hjá vaktavinnufólki, en þar eru dæmi um að vaktirnar séu aðeins styttar. Það virðist sérstaklega eiga við um heilbrigðiskerfið en þar hefur einnig gengið illa að fá nýtt starfsfólk til að stoppa upp í gatið sem myndast við styttinguna. „Við viljum að stytting vinnuvikunnar skili því að okkar félagsmenn, sjúkraliðar, njóti ávinningsins af styttingunni með því að vöktunum fækki þannig að þeir fái aukinn frítíma í stað þess að þurfa að mæta oftar í vinnu,“ segir Sandra. Hún tekur fram að innleiðingarferlið hafi verið langt og strangt en gengið vel og að vonir séu bundnar við að hægt verði að leysa úr þeim hnökrum sem nú séu uppi hratt og örugglega. Þá leiði þetta einnig af sér þjónustuskerðingu. „Þar sem það er skortur á sjúkraliðum og ekki hefur tekist að manna í störfin þá skerðist þjónusta, af því sem við höfum heyrt þá snýr það einkum að heimahjúkrun.“ Þannig eru einnig dæmi um að erfiðlega hafi gengið að laga styttinguna að vöktum hjúkrunarfræðinga, lögreglumanna og leikskólastarfsfólk. Viðtökurnar góðar Skýrslan fjallar um tilraunaverkefni sem Reykjavíkurborg og ríkið ráku á árunum 2015 til 2019.Um 2.500 tóku þátt í tilraununum á sínum tíma en í kjölfar þeirra rataði stytting vinnuvikunnar inn í kjarasamninga. Guðmundur D. Haraldsson hjá Öldu er annar höfunda skýrslunnar en hann segir niðurstöðurnar í stuttu máli þær að vel sé hægt að stytta vinnuvikuna í samfélagi þar sem þjónustugeirinn er stór. „Ef við tökum okkur saman um að finna leiðir til þess getum við unnið minna og notfært okkur tæknina. Það er kannski aðalmálið. Til að geta stytt vinnuvikuna með góðum árangri þarf að taka höndum saman og ná góðri sátt á þeim vinnustöðum sem um ræðir. En þetta er líka samfélagslegt mál og samfélagsleg spurning,” segir hann. Skýrslan sé frekar hugsuð fyrir enskumælandi fólk en Íslendinga, enda hafi tiltölulega fáar þjóðir gert sambærilegar tilraunir. „Við hjá Öldu ákváðum að hjálpa til við að skrifa þessa skýrslu og leggja okkar vinnu í þetta til að hjálpa öðrum samfélögum að skilja hvernig má komast utan um þessa spurningu um styttingu vinnuvikunnar og hvaða jákvæðu afleiðingar það geti haft.” Skýrsluna má nálgast hér.
Stytting vinnuvikunnar Heilbrigðismál Vinnumarkaður Landspítalinn Tengdar fréttir Segir styttingu vinnuvikunnar bjarnargreiða Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir, segir að stytting vinnuvikunnar hafi reynst hinn mesti bjarnargreiði fyrir heilbrigðiskerfið. Mannekla hafi verið í heilbrigðiskerfinu fyrir en nú sé staðan enn verri. 31. maí 2021 20:45 Hvetja vinnustaði til að lengja fæðingarorlofið í 15 til 18 mánuði 26. maí 2021 07:01 Að smyrja þynnra – við erum enn of fá Ekki verður umflúið lengur að segja almenningi sannleikann um ástand löggæslu á Íslandi. Þann 1. maí 2021 varð lögreglan á Íslandi fyrir enn einu högginu og á nú erfiðara en áður með að tryggja öryggi landsmanna. 31. maí 2021 08:01 Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Sigurræða Trump í heild sinni Erlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Segir styttingu vinnuvikunnar bjarnargreiða Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir, segir að stytting vinnuvikunnar hafi reynst hinn mesti bjarnargreiði fyrir heilbrigðiskerfið. Mannekla hafi verið í heilbrigðiskerfinu fyrir en nú sé staðan enn verri. 31. maí 2021 20:45
Að smyrja þynnra – við erum enn of fá Ekki verður umflúið lengur að segja almenningi sannleikann um ástand löggæslu á Íslandi. Þann 1. maí 2021 varð lögreglan á Íslandi fyrir enn einu högginu og á nú erfiðara en áður með að tryggja öryggi landsmanna. 31. maí 2021 08:01