Valdabarátta heimilisins – ertu að missa völdin? Hildur Inga Magnadóttir skrifar 7. júlí 2021 18:01 Samband og samskipti foreldra og barna eru allskonar. Þau er síbreytileg og hafa til dæmis aldur og þroski foreldra og barna þar áhrif. Foreldrar og börn leggja sitt af mörkum til sambandsins en eðlilega er það þannig að foreldrarnir hafa ,,völdin”, þeir bera ábyrgð á börnum sínum, veita þeim skjól og öryggi, hlýju og kærleik, umhyggju og ást. Með hækkandi aldri barna er ráðlegt fyrir foreldra að stuðla einnig að sjálfstæði þeirra. Börnin hafa nefnilega mikla þörf fyrir að vera sjálfstæð og ýtir það undir seiglu hjá þeim. Þau vilja fá ábyrgð og taka þátt í ákvarðanatöku sem tengist lífi þeirra. Þau vilja vera virkir þátttakendur í lífi sínu. Auðvitað eru öll börn einstök og þarfir þeirra misjafnar en í kringum tveggja ára aldur eykst sjálfstæðisþörf þeirra til muna. Þau vilja prófa sig áfram og skoða heiminn upp á eigin spýtur. Ekki misskilja mig, það á enginn að sleppa tökunum af tveggja ára barni og leyfa því að leika lausum hala, taka erfiðar ákvarðanir eða sjá um sig sjálft. Það er hlutverk foreldra að finna jafnvægi í samskiptum sínum við börnin og þeim uppgötvunum sem þau eru að gera. Það getur verið krefjandi fyrir foreldra að leyfa börnum sínum að uppfylla og fylgja sjálfstæðisþörfinni og vitanlega er það ekki alltaf hægt. Hraði í okkar nútímasamfélagi gerir það að verkum að við þurfum að halda ótal boltum á lofti á degi hverjum og við þurfum að sinna svo mörgu. Stundum er bara ekki tími til að barnið príli sjálft sjö sinnum upp í bílstólinn á leiðinni í bílinn eða klæði sig þrisvar í buxurnar öfugar. Þess vegna þarf að hafa þetta jafnvægi í huga; hvenær get ég sagt já? Hvenær þarf ég að segja nei? Valdabarátta heimilisins er komin til að vera næstu árin í lífi barnsins, foreldrar þurfa að ákveða hvar mörkin liggja og þau þurfa að vera skýr. En hvaða áhrif gæti þessi litla spurning haft á barnið þitt: ,,Hvað finnst þér?” þegar valdabaráttan heltekur heimilið. Uppeldi er langhlaup, það er samvinnuverkefni á milli foreldra og barna og það er engin endastöð. Ef þú, kæra foreldri, nærð að efla og stuðla að þroska barnsins þíns með því að segja stundum já í staðinn fyrir nei, ertu þá raunverulega að missa völdin? Höfundur er markþjálfi og ráðgjafi hjá Heilsu og sálfræðiþjónustunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Hildur Inga Magnadóttir Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun Bréf til Kára Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Samband og samskipti foreldra og barna eru allskonar. Þau er síbreytileg og hafa til dæmis aldur og þroski foreldra og barna þar áhrif. Foreldrar og börn leggja sitt af mörkum til sambandsins en eðlilega er það þannig að foreldrarnir hafa ,,völdin”, þeir bera ábyrgð á börnum sínum, veita þeim skjól og öryggi, hlýju og kærleik, umhyggju og ást. Með hækkandi aldri barna er ráðlegt fyrir foreldra að stuðla einnig að sjálfstæði þeirra. Börnin hafa nefnilega mikla þörf fyrir að vera sjálfstæð og ýtir það undir seiglu hjá þeim. Þau vilja fá ábyrgð og taka þátt í ákvarðanatöku sem tengist lífi þeirra. Þau vilja vera virkir þátttakendur í lífi sínu. Auðvitað eru öll börn einstök og þarfir þeirra misjafnar en í kringum tveggja ára aldur eykst sjálfstæðisþörf þeirra til muna. Þau vilja prófa sig áfram og skoða heiminn upp á eigin spýtur. Ekki misskilja mig, það á enginn að sleppa tökunum af tveggja ára barni og leyfa því að leika lausum hala, taka erfiðar ákvarðanir eða sjá um sig sjálft. Það er hlutverk foreldra að finna jafnvægi í samskiptum sínum við börnin og þeim uppgötvunum sem þau eru að gera. Það getur verið krefjandi fyrir foreldra að leyfa börnum sínum að uppfylla og fylgja sjálfstæðisþörfinni og vitanlega er það ekki alltaf hægt. Hraði í okkar nútímasamfélagi gerir það að verkum að við þurfum að halda ótal boltum á lofti á degi hverjum og við þurfum að sinna svo mörgu. Stundum er bara ekki tími til að barnið príli sjálft sjö sinnum upp í bílstólinn á leiðinni í bílinn eða klæði sig þrisvar í buxurnar öfugar. Þess vegna þarf að hafa þetta jafnvægi í huga; hvenær get ég sagt já? Hvenær þarf ég að segja nei? Valdabarátta heimilisins er komin til að vera næstu árin í lífi barnsins, foreldrar þurfa að ákveða hvar mörkin liggja og þau þurfa að vera skýr. En hvaða áhrif gæti þessi litla spurning haft á barnið þitt: ,,Hvað finnst þér?” þegar valdabaráttan heltekur heimilið. Uppeldi er langhlaup, það er samvinnuverkefni á milli foreldra og barna og það er engin endastöð. Ef þú, kæra foreldri, nærð að efla og stuðla að þroska barnsins þíns með því að segja stundum já í staðinn fyrir nei, ertu þá raunverulega að missa völdin? Höfundur er markþjálfi og ráðgjafi hjá Heilsu og sálfræðiþjónustunni.
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun