Roberto Mancini neyðist til að gera eina breytingu á byrjunarliði sínu eftir frábæran 2-1 sigur á Belgíu í 8-liða úrslitum. Vinstri bakvörðurinn Leonardo Spinazzola, leikmaður Roma, sleit hásin í sigrinum gegn Belgum og verður því frá það sem eftir lifir árs.
Talið er að Emerson, leikmaður Chelsea, taki sæti hans í byrjunarliði Ítalíu. Annars verður það líkt og í undanförnum leikjum.
Hjá Spánverjum er talið að Dani Olmo fái tækifæri í byrjunarliðinu eftir að hafa komið inn af bekknum í 5-3 sigrinum á Króatíu í 16-liða úrslitum og sigrinum á Sviss í 8-liða úrslitum.
Síðari leikurinn fór alla leið í vítaspyrnukeppni þar sem Olmo skoraði fyrsta mark Spánverja eftir að Sergio Busquets skaut í stöng.
Byrjunarlið liðanna samkvæmt La Gazzetta dello Sport má sjá hér að neðan.

Leikur Ítalíu og Spánar hefst klukkan 19.00 í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst 40 mínútum fyrr eða klukkan 18.20.

EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.