Átján ára spútnikstjarna Wimbledon mótsins varð að hætta keppni vegna öndunarerfiðleika Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. júlí 2021 10:30 Hin unga Emma Raducanu lenti í erfiðleikum í miðjum leik og varð að hætta keppni. Getty/Julian Finney/ Wimbledon ævintýri Emmu Raducanu endaði í gær á leiðinlegan hátt þegar hún varð að hætta keppni í leik sínum á móti Ajlu Tomljanovic í fjórðu umferð risamótsins í tennis. Raducanu gat ekki haldið áfram vegna þess að hún átti erfitt með að anda en það kom fram í opinberri tilkynningu forráðamanna mótsins. Það fór ekki framhjá neinum í öðru setti leiksins að Raducanu leið ekki vel. Hún greip margoft um kviðinn og virtist glíma við umrædda öndunarerfiðleika. Emma Raducanu left the court to receive further treatment, but it was soon announced she would not be returning.We hope she's ok #bbctennis #Wimbledon— BBC Sport (@BBCSport) July 5, 2021 Raducanu var bara í 338. sæti heimslistans fyrir mótið en hafði slegið út tvo mótherja á topp fimmtíu á leið sinni í keppninni. Það eru margir tennisáhugamenn spenntir fyrir framtíðinni hjá þessari ungu tenniskonu og því var þessi endir í gær mikil vonbrigði. Ástralinn Ajla Tomljanovic er því komin áfram í átta manna úrslit þar sem hún mætir Ashleigh Barty. Wimbledon 2021: 18-year-old Emma Raducanu retires from fourth round match https://t.co/MDRyh8thJ3— The Guardian (@guardian) July 5, 2021 Tomljanovic vann fyrsta settið 6-4 og var 3-0 yfir í öðru settinu þegar Emma Raducanu þurfti að yfirgefa völlinn. Seinna var tilkynnt að hún myndi ekki snúa aftur í leikinn og Tomljanovic var þar með komin áfram. „Ég finn til með henni og vildi óska að við hefðum getað klárað leikinn. Ég óska henni alls hins besta,“ sagði Ajla Tomljanovic eftir leik. The moment @EmmaRaducanu became the youngest British woman to reach the fourth round at #Wimbledon in the Open era pic.twitter.com/SUxODx6VIo— Wimbledon (@Wimbledon) July 3, 2021 Hin átján ára gamla Raducanu varð yngsta breska tenniskonan til að komast svo langt á Wimbledon risamótinu í nútíma tennis. Hún var eina heimakonan sem var eftir í keppninni. Í hinum leikjum átta manna úrslitinna í einliðaleik kvenna á Wimbledon mótinu mætast Karolína Muchová og Angelique Kerber, Karolína Plíšková og Viktorija Golubic og svo að síðast en ekki síst Ons Jabeur og Aryna Sabalenka. Tennis Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir KR fær tvo unga Ganverja Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Sjá meira
Raducanu gat ekki haldið áfram vegna þess að hún átti erfitt með að anda en það kom fram í opinberri tilkynningu forráðamanna mótsins. Það fór ekki framhjá neinum í öðru setti leiksins að Raducanu leið ekki vel. Hún greip margoft um kviðinn og virtist glíma við umrædda öndunarerfiðleika. Emma Raducanu left the court to receive further treatment, but it was soon announced she would not be returning.We hope she's ok #bbctennis #Wimbledon— BBC Sport (@BBCSport) July 5, 2021 Raducanu var bara í 338. sæti heimslistans fyrir mótið en hafði slegið út tvo mótherja á topp fimmtíu á leið sinni í keppninni. Það eru margir tennisáhugamenn spenntir fyrir framtíðinni hjá þessari ungu tenniskonu og því var þessi endir í gær mikil vonbrigði. Ástralinn Ajla Tomljanovic er því komin áfram í átta manna úrslit þar sem hún mætir Ashleigh Barty. Wimbledon 2021: 18-year-old Emma Raducanu retires from fourth round match https://t.co/MDRyh8thJ3— The Guardian (@guardian) July 5, 2021 Tomljanovic vann fyrsta settið 6-4 og var 3-0 yfir í öðru settinu þegar Emma Raducanu þurfti að yfirgefa völlinn. Seinna var tilkynnt að hún myndi ekki snúa aftur í leikinn og Tomljanovic var þar með komin áfram. „Ég finn til með henni og vildi óska að við hefðum getað klárað leikinn. Ég óska henni alls hins besta,“ sagði Ajla Tomljanovic eftir leik. The moment @EmmaRaducanu became the youngest British woman to reach the fourth round at #Wimbledon in the Open era pic.twitter.com/SUxODx6VIo— Wimbledon (@Wimbledon) July 3, 2021 Hin átján ára gamla Raducanu varð yngsta breska tenniskonan til að komast svo langt á Wimbledon risamótinu í nútíma tennis. Hún var eina heimakonan sem var eftir í keppninni. Í hinum leikjum átta manna úrslitinna í einliðaleik kvenna á Wimbledon mótinu mætast Karolína Muchová og Angelique Kerber, Karolína Plíšková og Viktorija Golubic og svo að síðast en ekki síst Ons Jabeur og Aryna Sabalenka.
Tennis Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir KR fær tvo unga Ganverja Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Sjá meira