Heimildin nær til allt að 63.000.000 hluta fyrir um 8 milljarða króna, sem nemur um 3,8 prósent af útgefnu hlutafé bankans.
Í ljósi sterkrar eiginfjárstöðu veitti aðalfundur Arion banka þann 16. mars 2021 stjórn bankans endurnýjaða heimild til að kaupa allt að 10% af útgefnu hlutafé bankans.
Ákvörðun um framkvæmd endurkaupaáætlunar verður tekin í stjórn Arion banka á næstunni.