Fer Simón sömu leið og forverar sínir eða nær hann að hrista bölvunina af sér? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. júlí 2021 12:01 Unai Simón gerði sig sekan um einkar klaufaleg mistök í 16-liða úrslitum Evrópumótsins. EPA-EFE/Wolfgang Rattay Mistök Unai Simón, markvarðar Spánar, gegn Króatíu gleymast seint þó svo að mistökin skráist í raun á Pedri, miðjumann Spánar. Um er að ræða sjálfsmark Pedri gegn Króatíu í 16-liða úrslitum EM í knattspyrnu þar sem Simón náði ekki stjórn á boltanum eftir sendingu Pedri og boltinn lak í netið. Sem betur fyrir leikmennina náði Spánn að vinna 5-3 í framlengingu. Simón er langt því frá fyrsti markvörður Spánar til að gera í buxurnar á stóra sviðinu en markverðir þess hafa átt það til að gera mistök þegar myndavélar heimsins eru á þeim. Luis Arconada gerði sig sekan um skelfileg mistök gegn Frakklandi í úrslitum EM 1984. Andoni Zubizarreta fór á sjö stórmót en er hvað frægastur fyrir sjálfsmark gegn Nígeríu í riðlakeppni HM 1998. Jose Francisco Molina tókst að missa fyrirgjöf gegn Noregi á EM 2000 yfir sig sem leiddi til þess að Spánn datt út. Þá Santiago Canizares missti af HM 2002 eftir að missa rakspíra á ristina á sér í aðdraganda mótsins. Meira að segja gulldrengurinn Iker Casillas tókst að óhreinka nær fullkominn landsliðsferil sinn með því að fá á sig mjög klaufalegt mark í 1-5 tapi gegn Hollandi á HM 2014. Honum er hins vegar fyrirgefið þar sem hann stóð milli stanganna er liðið varð Evrópumeistari 2008, 2012 sem og heimsmeistari 2010. There are some that speak of a curse on Spanish keepers... De Gea world's best paid but... Kepa world's most expensive then... Unai Simon looked good until... What Luis Enrique wants Has curse now been lifted? https://t.co/YqjGI2a7xb— Dermot Corrigan (@dermotmcorrigan) June 29, 2021 Eftir að Casillas hætti að spila með landsliðinu hefur hvorki gengið né rekið hjá markvörðum liðsins. Þrátt fyrir að vera með launahæsta markvörð heims í David De Gea, dýrasta markvörð heims í Kepa Arrizabalaga og tölfræðilega besta markvörð La Liga, spænsku úrvalsdeildarinnar, í Simon þá eru mistökin alltaf handan við hornið. „Ég er ekki með aðalmarkvörð,“ sagði Luis Enrique, þjálfari Spánar, í mars á þessu ári. Það virðist litlu máli skipta hvernig spænskir landsliðsmenn standa sig með félagsliðum, þegar kemur að landsleikjum fer allt í skrúfuna. De Gea skilaði einni ótrúlegustu frammistöðu sem sést hefur í ensku úrvalsdeildinni tímabilið 2017-2018. Samkvæmt xG [vænt mörk] fékk hann á sig 14 mörkum minna en eðlilegt væri miðað við þau færi sem Manchester United gaf andstæðingum sínum það tímabilið. Það var ekki að sjá á HM í Rússlandi 2018 þar sem De Gea var skugginn af sjálfum sér. Í fyrsta leik lak skot Cristiano Ronaldo í gegnum De Gea er Spánn og Portúgal gerðu 3-3 jafntefli. Hann varði svo aðeins eitt skot í fjórum leikjum er Spánn datt út gegn Rússlandi í 16-liða úrslitum eftir vítaspyrnukeppni. De Gea horfir á eftir skoti Ronaldo í netið.Dean Mouhtaropoulos/Getty Images Enrique tók við spænska landsliðinu eftir HM og hélt tryggð við De Gea, fyrstu þrjá leikina í undankeppni EM þar að segja. Sjálfstraust markvarðarins var í molum og í apríl 2019 gerði hann þrjú mistök í fjórum leikjum fyrir Man United sem leiddu til marka. Voru það jafn mörg mistök og markvörðurinn hafði gert í síðustu 123 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Skömmu áður hafði De Gea verið bekkjaður hjá Spáni eftir að Enrique þurfti tímabundið að stíga til hliðar vegna veikinda dóttur sinnar. Robert Moreno, aðstoðarmaður hans, ákvað að setja Kepa í markið gegn Möltu í undankeppni EM. Kepa hafði sumarið á undan orðið dýrasti markvörður heims og því við hæfi að hann fengi tækifæri þar sem De Gea hafði ekki staðið sig í stykkinu. Kepa entist ekki lengi þó Moreno hafi sagt að markvörðurinn hentaði leikstíl liðsins einkar vel og myndi halda sæti sínu. Mistök hér og þar hjá Kepa ásamt meiðslum De Gea þýddi að Pau Lopez, markvörður Roma, fékk einnig óvænt leik í undankeppninni. Enrique sneri svo aftur og setti De Gea í markið á nýjan leik. Hann spilaði vel í Þjóðadeildinni en svo fór allt í gamla farið. Kepa, De Gea og Lopez.Trond Tandberg/Getty Images Á sama tíma var Simón að bjarga Athletic Bilbao helgi eftir helgi í La Liga. Enrique tók ákvörðun að þarna væri markvörðurinn sem hann hefði verið að leita að síðan haustið 2018 og var Simón kominn í markið gegn Hollandi í nóvember 2020. Bölvunin náði fljótt tökum á Simón. Hann fór úr því að vera tölfræðilega séð besti markvörður La Liga tímabilið 2019-2020 í að vera fimmti versti markvörður deildarinnar á nýafstaðinni leiktíð. Þá var hann sá markvörður Evrópu [í stærstu fimm deildunum] sem gerði flest mistök sem leiddu til marka. Unai Simon committed more errors leading to an opposition goal (6) than any other player in Europe's top 5 leagues this season He is set to be Spain's starting goalkeeper at Euro 2020... pic.twitter.com/I65FfkrEMZ— WhoScored.com (@WhoScored) June 2, 2021 Leikir Simón með landsliðinu í aðdraganda Evrópumótsins voru engir göngutúrar í garðinum en þar sem Kepa og De Gea spiluðu lítið sem ekkert var hann alltaf að fara halda sæti sínu. Simon hóf mótið vel, fékk aðeins eitt mark á sig í riðlakeppninni, en í Króatíu skaut bölvunin upp kollinum á nýjan leik. Spánn komst hins vegar áfram en stóra spurningin er hvort sjálfstraust Símón sé enn til staðar eða mun hann gera mistök sem leiða til þess að Spánn dettur úr leik. Spánn mætir Sviss í 8-liða úrslitum EM í dag. Leikurinn hefst klukkan 16.00 og er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. Fótbolti EM 2020 í fótbolta Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Enski boltinn Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fleiri fréttir Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Sjá meira
Um er að ræða sjálfsmark Pedri gegn Króatíu í 16-liða úrslitum EM í knattspyrnu þar sem Simón náði ekki stjórn á boltanum eftir sendingu Pedri og boltinn lak í netið. Sem betur fyrir leikmennina náði Spánn að vinna 5-3 í framlengingu. Simón er langt því frá fyrsti markvörður Spánar til að gera í buxurnar á stóra sviðinu en markverðir þess hafa átt það til að gera mistök þegar myndavélar heimsins eru á þeim. Luis Arconada gerði sig sekan um skelfileg mistök gegn Frakklandi í úrslitum EM 1984. Andoni Zubizarreta fór á sjö stórmót en er hvað frægastur fyrir sjálfsmark gegn Nígeríu í riðlakeppni HM 1998. Jose Francisco Molina tókst að missa fyrirgjöf gegn Noregi á EM 2000 yfir sig sem leiddi til þess að Spánn datt út. Þá Santiago Canizares missti af HM 2002 eftir að missa rakspíra á ristina á sér í aðdraganda mótsins. Meira að segja gulldrengurinn Iker Casillas tókst að óhreinka nær fullkominn landsliðsferil sinn með því að fá á sig mjög klaufalegt mark í 1-5 tapi gegn Hollandi á HM 2014. Honum er hins vegar fyrirgefið þar sem hann stóð milli stanganna er liðið varð Evrópumeistari 2008, 2012 sem og heimsmeistari 2010. There are some that speak of a curse on Spanish keepers... De Gea world's best paid but... Kepa world's most expensive then... Unai Simon looked good until... What Luis Enrique wants Has curse now been lifted? https://t.co/YqjGI2a7xb— Dermot Corrigan (@dermotmcorrigan) June 29, 2021 Eftir að Casillas hætti að spila með landsliðinu hefur hvorki gengið né rekið hjá markvörðum liðsins. Þrátt fyrir að vera með launahæsta markvörð heims í David De Gea, dýrasta markvörð heims í Kepa Arrizabalaga og tölfræðilega besta markvörð La Liga, spænsku úrvalsdeildarinnar, í Simon þá eru mistökin alltaf handan við hornið. „Ég er ekki með aðalmarkvörð,“ sagði Luis Enrique, þjálfari Spánar, í mars á þessu ári. Það virðist litlu máli skipta hvernig spænskir landsliðsmenn standa sig með félagsliðum, þegar kemur að landsleikjum fer allt í skrúfuna. De Gea skilaði einni ótrúlegustu frammistöðu sem sést hefur í ensku úrvalsdeildinni tímabilið 2017-2018. Samkvæmt xG [vænt mörk] fékk hann á sig 14 mörkum minna en eðlilegt væri miðað við þau færi sem Manchester United gaf andstæðingum sínum það tímabilið. Það var ekki að sjá á HM í Rússlandi 2018 þar sem De Gea var skugginn af sjálfum sér. Í fyrsta leik lak skot Cristiano Ronaldo í gegnum De Gea er Spánn og Portúgal gerðu 3-3 jafntefli. Hann varði svo aðeins eitt skot í fjórum leikjum er Spánn datt út gegn Rússlandi í 16-liða úrslitum eftir vítaspyrnukeppni. De Gea horfir á eftir skoti Ronaldo í netið.Dean Mouhtaropoulos/Getty Images Enrique tók við spænska landsliðinu eftir HM og hélt tryggð við De Gea, fyrstu þrjá leikina í undankeppni EM þar að segja. Sjálfstraust markvarðarins var í molum og í apríl 2019 gerði hann þrjú mistök í fjórum leikjum fyrir Man United sem leiddu til marka. Voru það jafn mörg mistök og markvörðurinn hafði gert í síðustu 123 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Skömmu áður hafði De Gea verið bekkjaður hjá Spáni eftir að Enrique þurfti tímabundið að stíga til hliðar vegna veikinda dóttur sinnar. Robert Moreno, aðstoðarmaður hans, ákvað að setja Kepa í markið gegn Möltu í undankeppni EM. Kepa hafði sumarið á undan orðið dýrasti markvörður heims og því við hæfi að hann fengi tækifæri þar sem De Gea hafði ekki staðið sig í stykkinu. Kepa entist ekki lengi þó Moreno hafi sagt að markvörðurinn hentaði leikstíl liðsins einkar vel og myndi halda sæti sínu. Mistök hér og þar hjá Kepa ásamt meiðslum De Gea þýddi að Pau Lopez, markvörður Roma, fékk einnig óvænt leik í undankeppninni. Enrique sneri svo aftur og setti De Gea í markið á nýjan leik. Hann spilaði vel í Þjóðadeildinni en svo fór allt í gamla farið. Kepa, De Gea og Lopez.Trond Tandberg/Getty Images Á sama tíma var Simón að bjarga Athletic Bilbao helgi eftir helgi í La Liga. Enrique tók ákvörðun að þarna væri markvörðurinn sem hann hefði verið að leita að síðan haustið 2018 og var Simón kominn í markið gegn Hollandi í nóvember 2020. Bölvunin náði fljótt tökum á Simón. Hann fór úr því að vera tölfræðilega séð besti markvörður La Liga tímabilið 2019-2020 í að vera fimmti versti markvörður deildarinnar á nýafstaðinni leiktíð. Þá var hann sá markvörður Evrópu [í stærstu fimm deildunum] sem gerði flest mistök sem leiddu til marka. Unai Simon committed more errors leading to an opposition goal (6) than any other player in Europe's top 5 leagues this season He is set to be Spain's starting goalkeeper at Euro 2020... pic.twitter.com/I65FfkrEMZ— WhoScored.com (@WhoScored) June 2, 2021 Leikir Simón með landsliðinu í aðdraganda Evrópumótsins voru engir göngutúrar í garðinum en þar sem Kepa og De Gea spiluðu lítið sem ekkert var hann alltaf að fara halda sæti sínu. Simon hóf mótið vel, fékk aðeins eitt mark á sig í riðlakeppninni, en í Króatíu skaut bölvunin upp kollinum á nýjan leik. Spánn komst hins vegar áfram en stóra spurningin er hvort sjálfstraust Símón sé enn til staðar eða mun hann gera mistök sem leiða til þess að Spánn dettur úr leik. Spánn mætir Sviss í 8-liða úrslitum EM í dag. Leikurinn hefst klukkan 16.00 og er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
Fótbolti EM 2020 í fótbolta Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Enski boltinn Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fleiri fréttir Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Sjá meira