Sex ára barn á gjörgæslu eftir hoppukastalaslysið Nadine Guðrún Yaghi skrifar 2. júlí 2021 10:49 Frá vettvangi slyssins á Akureyri í gær. Vísir/Lillý Sex ára gamalt barn er á gjörgæslu á Landspítala eftir að hoppukastali tókst á loft á Akureyri á þriðja tímanum í gær. Tugir barna voru í hoppukastalanum þegar atvikið átti sér stað við Skautahöllina við Naustaveg. Sex voru fluttir til skoðunar á sjúkrahús á Akureyri og eitt með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er barnið sem flutt var til Reykjavíkur sex ára og nú á gjörgæslu. Áverkar barnsins eru eftir hátt fall úr hoppukastalanum. Perlan rekur hoppukastalann sem um ræðir. Sami hoppukastali var við Perluna í Reykjavík frá júlí til september í fyrra. Nú er annar sams konar hoppukastali, Skrímslið svokalla, við Perluna og samkvæmt upplýsingum fréttastofu verður hann áfram í notkun. Rannsókn á frumstigi Lögreglan á Norðurlandi eystra rannsakar tildrög slyssins. Kristján Kristjánsson yfirlögregluþjónn segir rannsóknin á algjöru frumstigi. Sjónvarvottar hafa lýst því að vindhviða hafi rifið upp horn hoppukastalans og þeytt því í loft upp. „Þetta er það sem við höfum heyrt líka,“ segir Kristján. Ekki rætt formlega við vitni enn sem komið er Hafið þið rætt við marga vegna málsins? „Nei, það er ekki byrjað að ræða formlega við fólk,“ segir Kristján. Það verði gert á næstu dögum en rannsókn málsins sé í fullum gangi. „Það er verið að vinna að þessu á fullu,“ segir Kristján. Gunnar Gunnarsson, forstjóri Perlunnar, lýsti yfir ábyrgð á slysinu í gær. Hann sagði að hoppukastalinn á Akureyri yrði aldrei notaður aftur. Sá sem er við Perluna í Reykjavík muni standa áfram. Akureyri Lögreglumál Hoppukastalaslys á Akureyri Tengdar fréttir Engir fullorðnir starfsmenn við Skrímslið: „Það greip um sig alger ringulreið“ Foreldri sem varð vitni að því þegar hoppukastali, Skrímslið svokallaða, tókst á loft á Akureyri í dag segir að mikil ringulreið hafi gripið um sig meðal foreldra þegar vindhviða feykti kastalanum á loft. Hann segist hissa á því að enginn fullorðinn starfsmaður hafi verið á staðnum og segir unglingsstráka um 15 ára aldur hafa verið einu starfsmennina á staðnum. 1. júlí 2021 18:29 „Ég ber ábyrgð á því sem er að gerast þarna“ „Í fyrsta lagi er ég gjörsamlega miður mín, og ég skil ekkert í þessu. Við fylgjum þeirri reglu að það er bara lokað í vindi. Hann er ekki blásinn upp í vindi,“ segir Gunnar Gunnarsson, forstjóri Perlunnar. 1. júlí 2021 15:51 Fjöldi barna í risastórum hoppukastala sem tókst á loft á Akureyri Fjöldi barna var í risastórum hoppukastala sem tókst á loft við Skautahöllina við Naustaveg á Akureyri á þriðja tímanum í dag. Sex voru flutt til skoðunar á sjúkrahús á Akureyri og eitt með sjúkraflugi suður til Reykjavíkur. 1. júlí 2021 14:28 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Sjá meira
Tugir barna voru í hoppukastalanum þegar atvikið átti sér stað við Skautahöllina við Naustaveg. Sex voru fluttir til skoðunar á sjúkrahús á Akureyri og eitt með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er barnið sem flutt var til Reykjavíkur sex ára og nú á gjörgæslu. Áverkar barnsins eru eftir hátt fall úr hoppukastalanum. Perlan rekur hoppukastalann sem um ræðir. Sami hoppukastali var við Perluna í Reykjavík frá júlí til september í fyrra. Nú er annar sams konar hoppukastali, Skrímslið svokalla, við Perluna og samkvæmt upplýsingum fréttastofu verður hann áfram í notkun. Rannsókn á frumstigi Lögreglan á Norðurlandi eystra rannsakar tildrög slyssins. Kristján Kristjánsson yfirlögregluþjónn segir rannsóknin á algjöru frumstigi. Sjónvarvottar hafa lýst því að vindhviða hafi rifið upp horn hoppukastalans og þeytt því í loft upp. „Þetta er það sem við höfum heyrt líka,“ segir Kristján. Ekki rætt formlega við vitni enn sem komið er Hafið þið rætt við marga vegna málsins? „Nei, það er ekki byrjað að ræða formlega við fólk,“ segir Kristján. Það verði gert á næstu dögum en rannsókn málsins sé í fullum gangi. „Það er verið að vinna að þessu á fullu,“ segir Kristján. Gunnar Gunnarsson, forstjóri Perlunnar, lýsti yfir ábyrgð á slysinu í gær. Hann sagði að hoppukastalinn á Akureyri yrði aldrei notaður aftur. Sá sem er við Perluna í Reykjavík muni standa áfram.
Akureyri Lögreglumál Hoppukastalaslys á Akureyri Tengdar fréttir Engir fullorðnir starfsmenn við Skrímslið: „Það greip um sig alger ringulreið“ Foreldri sem varð vitni að því þegar hoppukastali, Skrímslið svokallaða, tókst á loft á Akureyri í dag segir að mikil ringulreið hafi gripið um sig meðal foreldra þegar vindhviða feykti kastalanum á loft. Hann segist hissa á því að enginn fullorðinn starfsmaður hafi verið á staðnum og segir unglingsstráka um 15 ára aldur hafa verið einu starfsmennina á staðnum. 1. júlí 2021 18:29 „Ég ber ábyrgð á því sem er að gerast þarna“ „Í fyrsta lagi er ég gjörsamlega miður mín, og ég skil ekkert í þessu. Við fylgjum þeirri reglu að það er bara lokað í vindi. Hann er ekki blásinn upp í vindi,“ segir Gunnar Gunnarsson, forstjóri Perlunnar. 1. júlí 2021 15:51 Fjöldi barna í risastórum hoppukastala sem tókst á loft á Akureyri Fjöldi barna var í risastórum hoppukastala sem tókst á loft við Skautahöllina við Naustaveg á Akureyri á þriðja tímanum í dag. Sex voru flutt til skoðunar á sjúkrahús á Akureyri og eitt með sjúkraflugi suður til Reykjavíkur. 1. júlí 2021 14:28 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Sjá meira
Engir fullorðnir starfsmenn við Skrímslið: „Það greip um sig alger ringulreið“ Foreldri sem varð vitni að því þegar hoppukastali, Skrímslið svokallaða, tókst á loft á Akureyri í dag segir að mikil ringulreið hafi gripið um sig meðal foreldra þegar vindhviða feykti kastalanum á loft. Hann segist hissa á því að enginn fullorðinn starfsmaður hafi verið á staðnum og segir unglingsstráka um 15 ára aldur hafa verið einu starfsmennina á staðnum. 1. júlí 2021 18:29
„Ég ber ábyrgð á því sem er að gerast þarna“ „Í fyrsta lagi er ég gjörsamlega miður mín, og ég skil ekkert í þessu. Við fylgjum þeirri reglu að það er bara lokað í vindi. Hann er ekki blásinn upp í vindi,“ segir Gunnar Gunnarsson, forstjóri Perlunnar. 1. júlí 2021 15:51
Fjöldi barna í risastórum hoppukastala sem tókst á loft á Akureyri Fjöldi barna var í risastórum hoppukastala sem tókst á loft við Skautahöllina við Naustaveg á Akureyri á þriðja tímanum í dag. Sex voru flutt til skoðunar á sjúkrahús á Akureyri og eitt með sjúkraflugi suður til Reykjavíkur. 1. júlí 2021 14:28