Verndum uppljóstrara Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 2. júlí 2021 11:00 Reykjavíkurborg er metnaðarfull þegar kemur að vernd uppljóstrara og gengur enn lengra en ný lög um vernd uppljóstrara kveða á um við breytingu verklags. Þetta er hluti af umfangsmikilli vegferð Reykjavíkurborgar sem snýr að því að styrkja eftirlitsumhverfið, auka gagnsæi og réttindavernd borgaranna. Þannig getum við betur tryggt almannahagsmuni um leið og að stuðla að auknu trausti á stjórnsýsluna. Réttaröryggi íbúa og gagnsæi í kringum réttindi og þjónustu hefur verið í brennidepli allt þetta kjörtímabil. Nýjar reglur um vernd uppljóstrara voru samþykktar í borgarráði í vikunni. Verklagi hefur þar að auki verið breytt samhliða nýrri uppljóstrunargátt þar sem fyllsta gagnaöryggis er gætt, þar sem hægt er að eiga örugg samskipti við uppljóstranir og skila nafnlausum ábendingum. Á nýju sviði fjármála og áhættustýringar er nú að finna sérstaka áhættustýringarskrifstofu sem felur í sér samhliða nýrri áhættustefnu stóraukna áherslu á áhættustýringu í allri starfsemi borgarinnar, þar með talið misferlisáhættu. Með sameiningu eftirlitsaðila í eina óháða og öfluga eftirlitseiningu er verið að einfalda og auka gæði þjónustu við borgarbúa sem leita sér aðstoðar og nýta innviði borgarinnar betur. Um þessar mundir er verið að ljúka við misferlisáhættumat á allri starfsemi borgarinnar. Eitt af lykilverkefnum borgarinnar með stóru átaki til næstu ára er stafræn umbreyting borgarinnar og nútímavæðing þjónustu sem eykur gagnsæi í kringum þjónustu, úthlutanir og forsendur ákvarðanatöku. Hluti af þessu er fjárfesting í upplýsingaaðgengi með Gagnsjá Reykjavíkur, nýrri styrkjagátt, opnun bókhalds, mælaborði borgarbúa og vinnu við að auka gagnsæi styrkveitinga, birta laun kjörinna fulltrúa sem og áherslu á þýðingar á önnur tungumál en íslensku. Við Píratar leggjum alla áherslu á vönduð og góð vinnubrögð og þar með gagnsæi og eftirlit. Við höfum séð hvernig gagnsæi getur breytt hegðun fólks og ýtt undir vönduð vinnubrögð og að reglum sé fylgt og það sama á við um tilvist öflugra eftirlitsaðila og tækifæri einstaklinga til að blása í flautu og ljóstra upp um misbresti. Allt þetta getur skipt sköpum þegar kemur að nýtingu opinbers fjármagns, þegar kemur að trausti á hinu opinbera og þegar kemur að því að stoppa í göt og laga kerfin. Þetta snýst um að tryggja jafnræði og réttláta stjórnsýslu og að við fáum öll að sitja við sama borð. Höfundur er formaður mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs Reykjavíkur og borgarfulltrúi Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Björt Guðjónsdóttir Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Reykjavíkurborg er metnaðarfull þegar kemur að vernd uppljóstrara og gengur enn lengra en ný lög um vernd uppljóstrara kveða á um við breytingu verklags. Þetta er hluti af umfangsmikilli vegferð Reykjavíkurborgar sem snýr að því að styrkja eftirlitsumhverfið, auka gagnsæi og réttindavernd borgaranna. Þannig getum við betur tryggt almannahagsmuni um leið og að stuðla að auknu trausti á stjórnsýsluna. Réttaröryggi íbúa og gagnsæi í kringum réttindi og þjónustu hefur verið í brennidepli allt þetta kjörtímabil. Nýjar reglur um vernd uppljóstrara voru samþykktar í borgarráði í vikunni. Verklagi hefur þar að auki verið breytt samhliða nýrri uppljóstrunargátt þar sem fyllsta gagnaöryggis er gætt, þar sem hægt er að eiga örugg samskipti við uppljóstranir og skila nafnlausum ábendingum. Á nýju sviði fjármála og áhættustýringar er nú að finna sérstaka áhættustýringarskrifstofu sem felur í sér samhliða nýrri áhættustefnu stóraukna áherslu á áhættustýringu í allri starfsemi borgarinnar, þar með talið misferlisáhættu. Með sameiningu eftirlitsaðila í eina óháða og öfluga eftirlitseiningu er verið að einfalda og auka gæði þjónustu við borgarbúa sem leita sér aðstoðar og nýta innviði borgarinnar betur. Um þessar mundir er verið að ljúka við misferlisáhættumat á allri starfsemi borgarinnar. Eitt af lykilverkefnum borgarinnar með stóru átaki til næstu ára er stafræn umbreyting borgarinnar og nútímavæðing þjónustu sem eykur gagnsæi í kringum þjónustu, úthlutanir og forsendur ákvarðanatöku. Hluti af þessu er fjárfesting í upplýsingaaðgengi með Gagnsjá Reykjavíkur, nýrri styrkjagátt, opnun bókhalds, mælaborði borgarbúa og vinnu við að auka gagnsæi styrkveitinga, birta laun kjörinna fulltrúa sem og áherslu á þýðingar á önnur tungumál en íslensku. Við Píratar leggjum alla áherslu á vönduð og góð vinnubrögð og þar með gagnsæi og eftirlit. Við höfum séð hvernig gagnsæi getur breytt hegðun fólks og ýtt undir vönduð vinnubrögð og að reglum sé fylgt og það sama á við um tilvist öflugra eftirlitsaðila og tækifæri einstaklinga til að blása í flautu og ljóstra upp um misbresti. Allt þetta getur skipt sköpum þegar kemur að nýtingu opinbers fjármagns, þegar kemur að trausti á hinu opinbera og þegar kemur að því að stoppa í göt og laga kerfin. Þetta snýst um að tryggja jafnræði og réttláta stjórnsýslu og að við fáum öll að sitja við sama borð. Höfundur er formaður mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs Reykjavíkur og borgarfulltrúi Pírata.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun