Ekki nóg að nágranni sé leiðinlegur Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 1. júlí 2021 20:01 Ung kona þarf ekki að greiða lokagreiðslu af íbúð sem hún keypti þar sem hún var metin gölluð í Hæstarétti vegna nágrannaerja. Lögmaður hjá Húseigendafélaginu segir dóminn fordæmisgefandi og á von á að fjölmargir hafi samband vegna samskonar mála. Í málinu neitaði kaupandi fasteignar að greiða eftirstöðvar kaupverðs þar sem hún taldi íbúðina haldna galla vegna nágrannaerja í húsinu en þetta er í fyrsta sinn sem Hæstiréttur dæmir fasteign gallaða vegna nágranna. Segir dóminn stórmerkilegan Nágranninn er sagður hafa hegðað sér óvenjulega, svo sem með því að færa til blómapotta í sameign og hrópa ókvæðisorðum að öðrum íbúum hússins. Þá hafði lögregla þurft að hafa afskipti af nágrannanum þegar hann veittist að seljanda og sló hann. „Þetta er stórmerkilegur dómur vegna þess að hann hefur enga hliðstæðu hér á landi. Þarna er verið að meta eistaklinginn til fjárs en ekki eiginleika eignarinnar. Mygla, raki eða eitthvað því um líkt,“ sagði Tinna Andrésdóttir, lögfræðingur hjá Húseigendafélaginu. Upplýsa skal um verulegt ónæði Dómurinn fær eflaust marga til að hugsa hvar mörkin liggja? „Það er kannski ekki nóg að hann sé þannig leiðinlegur að hann heilsi þér ekki á morgnanna en ef hann er þannig að hann er farinn að valda þér verulegu ónæði og það er óeðlilegt og komið út fyrir eðlileg mörk þá á að upplýsa um það,“ sagði Tinna. Á von á fleiri sambærilegum málum Hún segir dóminn undirstrika mikilvægi upplýsingaskyldu seljanda í fasteignakaupum. „Seljandi á að upplýsa um allt sem skiptir máli við kaupin og myndi skipta kaupanda máli og það er svo kaupanda að meta það hvort þessar upplýsingar skipti hann máli,“ sagði Tinna. Seljandinn hafði tilkynnt að nágranninn hafi átt við geðræn vandamál að stríða en leyndi öðrum upplýsingum um samskipti þeirra. „Og leynir þeim upplýsingum að nágranninn hafi hlotið dóm fyrir líkamsárás gegn seljanda og eignaspjöll,“ sagði Tinna sem segir dóminn hafa fordæmisgildi. „Og við eigum von á því að fá fullt af svona málum inn á borð til okkar.“ Dómsmál Húsnæðismál Nágrannadeilur Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Í málinu neitaði kaupandi fasteignar að greiða eftirstöðvar kaupverðs þar sem hún taldi íbúðina haldna galla vegna nágrannaerja í húsinu en þetta er í fyrsta sinn sem Hæstiréttur dæmir fasteign gallaða vegna nágranna. Segir dóminn stórmerkilegan Nágranninn er sagður hafa hegðað sér óvenjulega, svo sem með því að færa til blómapotta í sameign og hrópa ókvæðisorðum að öðrum íbúum hússins. Þá hafði lögregla þurft að hafa afskipti af nágrannanum þegar hann veittist að seljanda og sló hann. „Þetta er stórmerkilegur dómur vegna þess að hann hefur enga hliðstæðu hér á landi. Þarna er verið að meta eistaklinginn til fjárs en ekki eiginleika eignarinnar. Mygla, raki eða eitthvað því um líkt,“ sagði Tinna Andrésdóttir, lögfræðingur hjá Húseigendafélaginu. Upplýsa skal um verulegt ónæði Dómurinn fær eflaust marga til að hugsa hvar mörkin liggja? „Það er kannski ekki nóg að hann sé þannig leiðinlegur að hann heilsi þér ekki á morgnanna en ef hann er þannig að hann er farinn að valda þér verulegu ónæði og það er óeðlilegt og komið út fyrir eðlileg mörk þá á að upplýsa um það,“ sagði Tinna. Á von á fleiri sambærilegum málum Hún segir dóminn undirstrika mikilvægi upplýsingaskyldu seljanda í fasteignakaupum. „Seljandi á að upplýsa um allt sem skiptir máli við kaupin og myndi skipta kaupanda máli og það er svo kaupanda að meta það hvort þessar upplýsingar skipti hann máli,“ sagði Tinna. Seljandinn hafði tilkynnt að nágranninn hafi átt við geðræn vandamál að stríða en leyndi öðrum upplýsingum um samskipti þeirra. „Og leynir þeim upplýsingum að nágranninn hafi hlotið dóm fyrir líkamsárás gegn seljanda og eignaspjöll,“ sagði Tinna sem segir dóminn hafa fordæmisgildi. „Og við eigum von á því að fá fullt af svona málum inn á borð til okkar.“
Dómsmál Húsnæðismál Nágrannadeilur Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira