Hvar er afsökunarbeiðnin, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir? Magnús D. Norðdahl skrifar 1. júlí 2021 15:30 Að kunna að biðjast afsökunar er eiginleiki sem talinn er virðingarverður í siðmenntuðu samfélagi. Fólk sem er öruggt í eigin skinni gengst iðulega við mistökum sínum og biður hlutaðeigandi aðila afsökunar. Þetta er talið svo mikilvægt að reynt er að kenna börnum þessa háttsemi strax á unga aldri. Skortur á afsökunarbeiðni ber hins vegar vott um óöryggi, kaldlyndi og sinnuleysi gagnvart þeim aðilum sem brotið var á. Eins og flestum er kunnugt um vísaði Útlendingastofnun hælisleitendum á götuna án húsnæðis og fæðis fyrr á þessu ári. Hælisleitendur eru einn viðkvæmasti hópur okkar samfélags og hluti þeirra sem enduðu á götunni áttu í engin hús að venda. Einn þessara aðila gisti á götum Reykjavíkurborgar kalda frostnótt í mars síðastliðnum áður en góðhjartaðir meðborgarar komu honum til hjálpar. Talsmaður Útlendingastofnunar Þorsteinn Gunnarsson kom fram í fjölmiðlum og varði hátterni stofnunarinnar og sama gerði dómsmálaráðherra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þegar hún var spurð um málið á Alþingi. Umrædd háttsemi stofnunarinnar hefur nú verið úrskurðuð ólögmæt af kærunefnd útlendingamála. Eftir sem áður hefur enginn þeirra sem tjáði sig um málið af hálfu stjórnvalda stigið fram og beðist afsökunar. Þögnin er vopn þeirra sem engar varnir hafa. Aðferðafræðin er alþekkt og gengur út að almenningur og fjölmiðlar gleymi hratt og snúi sér að öðrum málum. Á sama tíma og dómsmálaráðherra þegir þunnu hljóði í þessu máli fannst henni viðeigandi að krefja lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu um afsökunarbeiðni í tengslum við Ásmundarsalsmálið. Tvískinnungur ráðherra liggur í augum uppi. Ég skora á Þorstein Gunnarsson talsmann Útlendingastofnunar og dómsmálaráðherra Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, sem fer fyrir málaflokknum, að stíga fram og biðjast afsökunar vegna þeirrar ólögmætu og ómannúðlegu háttsemi sem hælisleitendum var sýnd. Þá skora ég á okkur hin að halda þessari kröfu til streitu þar til þau gefa sig og haga sér í samræmi við reglur og viðmið siðmenntaðs samfélags. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús D. Norðdahl Hælisleitendur Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Að kunna að biðjast afsökunar er eiginleiki sem talinn er virðingarverður í siðmenntuðu samfélagi. Fólk sem er öruggt í eigin skinni gengst iðulega við mistökum sínum og biður hlutaðeigandi aðila afsökunar. Þetta er talið svo mikilvægt að reynt er að kenna börnum þessa háttsemi strax á unga aldri. Skortur á afsökunarbeiðni ber hins vegar vott um óöryggi, kaldlyndi og sinnuleysi gagnvart þeim aðilum sem brotið var á. Eins og flestum er kunnugt um vísaði Útlendingastofnun hælisleitendum á götuna án húsnæðis og fæðis fyrr á þessu ári. Hælisleitendur eru einn viðkvæmasti hópur okkar samfélags og hluti þeirra sem enduðu á götunni áttu í engin hús að venda. Einn þessara aðila gisti á götum Reykjavíkurborgar kalda frostnótt í mars síðastliðnum áður en góðhjartaðir meðborgarar komu honum til hjálpar. Talsmaður Útlendingastofnunar Þorsteinn Gunnarsson kom fram í fjölmiðlum og varði hátterni stofnunarinnar og sama gerði dómsmálaráðherra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þegar hún var spurð um málið á Alþingi. Umrædd háttsemi stofnunarinnar hefur nú verið úrskurðuð ólögmæt af kærunefnd útlendingamála. Eftir sem áður hefur enginn þeirra sem tjáði sig um málið af hálfu stjórnvalda stigið fram og beðist afsökunar. Þögnin er vopn þeirra sem engar varnir hafa. Aðferðafræðin er alþekkt og gengur út að almenningur og fjölmiðlar gleymi hratt og snúi sér að öðrum málum. Á sama tíma og dómsmálaráðherra þegir þunnu hljóði í þessu máli fannst henni viðeigandi að krefja lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu um afsökunarbeiðni í tengslum við Ásmundarsalsmálið. Tvískinnungur ráðherra liggur í augum uppi. Ég skora á Þorstein Gunnarsson talsmann Útlendingastofnunar og dómsmálaráðherra Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, sem fer fyrir málaflokknum, að stíga fram og biðjast afsökunar vegna þeirrar ólögmætu og ómannúðlegu háttsemi sem hælisleitendum var sýnd. Þá skora ég á okkur hin að halda þessari kröfu til streitu þar til þau gefa sig og haga sér í samræmi við reglur og viðmið siðmenntaðs samfélags. Höfundur er lögmaður.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar