NBA dagsins: Stal senunni með stæl, var hrint harkalega en lauk langri eyðimerkurgöngu Sindri Sverrisson skrifar 1. júlí 2021 15:01 Chris Paul með verðlaunagripinn eftir að hafa unnið vesturdeildina, í fyrsta sinn, en nú er stefnan sett á NBA-meistaratitilinn. AP Photo/Jae C. Hong Chris Paul kemur ekki lengur til greina sem besti körfuknattleiksmaður sem aldrei hefur komist í úrslit NBA-deildarinnar. Hann átti sviðið í gærkvöld þegar Phoenix Suns unnu LA Clippers í fjórða sinn og tryggðu sér vesturdeildarmeistaratitilinn. Paul er orðinn 36 ára, er á sinni sextándu leiktíð í NBA, hefur spilað þar með fimm liðum og leikið 123 leiki í úrslitakeppni, en nú fær hann í fyrsta skipti að spila til úrslita um NBA-meistaratitilinn. „Mér líður ansi vel með það. Þetta hefur verið mikil vinna,“ sagði Paul, ánægður með baráttuna í liðsfélögum sínum sem hann vildi helst fá að njóta þess að fagna með í stað þess að svara spurningum fjölmiðla. Paul tók yfir leikinn gegn Clippers í nótt með svakalegum seinni hálfleik þar sem hann skoraði 31 af 41 stigi sínu í leiknum. Hann setti niður hvert skotið á fætur öðru og í vonleysinu yfir því að geta ekki stöðvað Paul fór svo að Patrick Beverley hrinti honum harkalega niður og var vísað út úr húsi, eins og sjá má í NBA dagsins hér að neðan: Klippa: NBA dagsins 1. júlí Beverley var einn af nokkrum leikmönnum sem komu til Clippers árið 2017 í skiptum fyrir Paul sem fór þá til Houston Rockets. Hann lék með Oklahoma City Thunder á síðustu leiktíð en skipti svo yfir til Phoenix sem fyrir fram hljómaði kannski ekki eins og sérlega sniðug leið til að komast í fyrsta sinn í úrslit NBA-deildarinnar. Phoenix tókst hins vegar það sem engu liði hefur tekið, að komast beint í úrslit eftir að hafa ekki einu sinni komist í úrslitakeppnina í heilan áratug. Phoenix á þar með möguleika á að vinna NBA-deildina í fyrsta sinn en þetta verður í þriðja sinn í sögunni sem liðið leikur til úrslita. Síðast var það árið 1993. Í kvöld heldur einvígi Milwaukee Bucks og Atlanta Hawks áfram en þar er staðan 2-2. Paul og félagar þurfa því að bíða í að minnsta kosti tvo leiki til viðbótar með að sjá hverjum þeir mæta í úrslitaeinvíginu. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Sjá meira
Paul er orðinn 36 ára, er á sinni sextándu leiktíð í NBA, hefur spilað þar með fimm liðum og leikið 123 leiki í úrslitakeppni, en nú fær hann í fyrsta skipti að spila til úrslita um NBA-meistaratitilinn. „Mér líður ansi vel með það. Þetta hefur verið mikil vinna,“ sagði Paul, ánægður með baráttuna í liðsfélögum sínum sem hann vildi helst fá að njóta þess að fagna með í stað þess að svara spurningum fjölmiðla. Paul tók yfir leikinn gegn Clippers í nótt með svakalegum seinni hálfleik þar sem hann skoraði 31 af 41 stigi sínu í leiknum. Hann setti niður hvert skotið á fætur öðru og í vonleysinu yfir því að geta ekki stöðvað Paul fór svo að Patrick Beverley hrinti honum harkalega niður og var vísað út úr húsi, eins og sjá má í NBA dagsins hér að neðan: Klippa: NBA dagsins 1. júlí Beverley var einn af nokkrum leikmönnum sem komu til Clippers árið 2017 í skiptum fyrir Paul sem fór þá til Houston Rockets. Hann lék með Oklahoma City Thunder á síðustu leiktíð en skipti svo yfir til Phoenix sem fyrir fram hljómaði kannski ekki eins og sérlega sniðug leið til að komast í fyrsta sinn í úrslit NBA-deildarinnar. Phoenix tókst hins vegar það sem engu liði hefur tekið, að komast beint í úrslit eftir að hafa ekki einu sinni komist í úrslitakeppnina í heilan áratug. Phoenix á þar með möguleika á að vinna NBA-deildina í fyrsta sinn en þetta verður í þriðja sinn í sögunni sem liðið leikur til úrslita. Síðast var það árið 1993. Í kvöld heldur einvígi Milwaukee Bucks og Atlanta Hawks áfram en þar er staðan 2-2. Paul og félagar þurfa því að bíða í að minnsta kosti tvo leiki til viðbótar með að sjá hverjum þeir mæta í úrslitaeinvíginu. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum