Ramos svo gott sem kominn til Parísar og Varane talinn á leið til Manchester Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. júlí 2021 16:01 Þessir tveir gætu orðið samherjar á nýjan leik þó það virðist sem Ramos sé að fara til Parísar á meðan Varane vill til Manchester. David S. Bustamante/Soccrates/Getty Images Samkvæmt erlendum fjölmiðlum er miðvörðurinn Sergio Ramos á leið til París-Saint Germain og kollegi hans Raphaël Varane ku vera á leið til Manchester United þó PSG hafi einnig áhuga. Sky Sports telur sig hafa áreiðanlegar heimildir fyrir því að enska knattspyrnufélagið Manchester United sé á höttunum á eftir franska miðverðinum Raphaël Varane sem leikur með Real Madrid. BREAKING: Manchester United are interested in signing Real Madrid defender Raphael Varane.— Sky Sports News (@SkySportsNews) July 1, 2021 Hann á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við Madrídarliðið virðist vera leita sér að nýrri áskorun. Ole Gunnar Solskjær vill styrkja varnarlínu sína og er að leita að miðverði sem mun spila við hlið Harry Maguire í hjarta varnarinnar. Stóra spurningin er hvort félögin nái saman þar sem Man United er ekki tilbúið að borga himinháar upphæðir fyrir leikmann sem verður samningslaus næsta sumar. Ef Man Utd myndi fjárfesta í franska miðverðinum yrði hann annað stóra nafnið til að semja við liðið en Jadon Sancho, vængmaður Borussia Dortmund og enska landsliðsins, gengur til liðs við félagið fyrir 73 milljónir punda á næstu dögum. Hinn 28 ára gamli Varane hefur verið í herbúðum Real Madrid frá árinu 2011 og leikið yfir 350 leiki fyrir Real. Þá hefur hann spilað 79 leiki fyrir franska landsliðið og varð til að mynda heimsmeistari 2018. Honum tókst þó ekki að koma í veg fyrir ótrúlegt tap Frakklands gegn Sviss í 16-liða úrslitum EM á dögunum. Fari svo að Man United sé ekki tilbúið að kaupa leikmanninn gæti hann haldið heim á leið og samið við stórlið PSG. Þar myndi hann að öllum líkindum hitta fyrrum samherja sinn hjá Real en Sergio Ramos er í þann mund að semja við franska félagið. Sergio Ramos is set to join Paris Saint-Germain in the next days, as @mohamedbouhafsi reported! He s expected to undergo his medical in the next few days as new PSG player. #PSG #Ramos— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 1, 2021 Ramos varð samningslaus á dögunum og er því frjálst að semja við hvaða lið sem er. ESPN segir samningaviðræður langt komnar. Samkvæmt heimildum þeirra styttist í að blek verði sett á blað og Ramos verði leikmaður PSG. Fótbolti Enski boltinn Franski boltinn Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Fleiri fréttir Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Sjá meira
Sky Sports telur sig hafa áreiðanlegar heimildir fyrir því að enska knattspyrnufélagið Manchester United sé á höttunum á eftir franska miðverðinum Raphaël Varane sem leikur með Real Madrid. BREAKING: Manchester United are interested in signing Real Madrid defender Raphael Varane.— Sky Sports News (@SkySportsNews) July 1, 2021 Hann á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við Madrídarliðið virðist vera leita sér að nýrri áskorun. Ole Gunnar Solskjær vill styrkja varnarlínu sína og er að leita að miðverði sem mun spila við hlið Harry Maguire í hjarta varnarinnar. Stóra spurningin er hvort félögin nái saman þar sem Man United er ekki tilbúið að borga himinháar upphæðir fyrir leikmann sem verður samningslaus næsta sumar. Ef Man Utd myndi fjárfesta í franska miðverðinum yrði hann annað stóra nafnið til að semja við liðið en Jadon Sancho, vængmaður Borussia Dortmund og enska landsliðsins, gengur til liðs við félagið fyrir 73 milljónir punda á næstu dögum. Hinn 28 ára gamli Varane hefur verið í herbúðum Real Madrid frá árinu 2011 og leikið yfir 350 leiki fyrir Real. Þá hefur hann spilað 79 leiki fyrir franska landsliðið og varð til að mynda heimsmeistari 2018. Honum tókst þó ekki að koma í veg fyrir ótrúlegt tap Frakklands gegn Sviss í 16-liða úrslitum EM á dögunum. Fari svo að Man United sé ekki tilbúið að kaupa leikmanninn gæti hann haldið heim á leið og samið við stórlið PSG. Þar myndi hann að öllum líkindum hitta fyrrum samherja sinn hjá Real en Sergio Ramos er í þann mund að semja við franska félagið. Sergio Ramos is set to join Paris Saint-Germain in the next days, as @mohamedbouhafsi reported! He s expected to undergo his medical in the next few days as new PSG player. #PSG #Ramos— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 1, 2021 Ramos varð samningslaus á dögunum og er því frjálst að semja við hvaða lið sem er. ESPN segir samningaviðræður langt komnar. Samkvæmt heimildum þeirra styttist í að blek verði sett á blað og Ramos verði leikmaður PSG.
Fótbolti Enski boltinn Franski boltinn Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Fleiri fréttir Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Sjá meira