Ásakendur Cosby slegnir Kjartan Kjartansson skrifar 1. júlí 2021 10:49 Bill Cosby, sem nú er 83 ára gamall, var sigurreifur þegar hann sneri heim til sín úr fangelsi í gær. AP/Matt Slocum Mikið reiði og undran hefur brotist út eftir að Bill Cosby var sleppt úr fangelsi eftir að sakfelling hans fyrir kynferðisbrot var ógilt í gær. Konur sem báru hann sökum segjast slegnar yfir niðurstöðunni. Hæstiréttur Pennsylvaníu ógilti þriggja til tíu ára fangelsisdóm sem Cosby hlaut fyrir að byrla Andreu Constand ólyfjan og misnota hana kynferðislega í gær. Töldu dómarar að saksóknarinn sem sótti málið hafi verið bundinn af samkomulagi sem forveri hans gerði við Cosby um að hann yrði ekki sóttur til saka. Cosby var sleppt úr fangelsi strax í dag en hann hefur afplánað um þrjú ár af fangelsisdómnum. Hélt hann sigurmerki á lofti fyrir framan fréttamenn þegar hann kom heim til sín í Fíladelfíu, að sögn AP-fréttastofunnar. Tugir kvenna hafa opinberlega sakað Cosby um að misnota sig. Hann var hins vegar aðeins ákærður fyrir að brjóta gegn Constand, fyrrverandi körfuboltakonu, árið 2004. Constand og lögmenn hennar sögðu niðurstöðuna vonbrigði og að þau óttuðust að hún gæti fælt konur sem hafa verið fórnarlömb kynferðisofbeldis að stíga fram og krefjast réttlætis. Patricia Leary Steuer, önnur kona sem sakar Cosby um ofbeldi, sagði CNN að niðurstaðan í gær fengi hana til að efast um hver tilgangurinn hafi verið með þeim raunum sem hún og fjölskylda hennar hafi má þola vegna málsins. „Ég er furðu lostin, ég er í áfalli og maginn minn er í hnút,“ sagði Janice Baker-Kinney sem sakaði Cosby um að byrla sér lyf og nauðga sér á 9. áratug síðustu aldar. Ekki eru allir óánægðir með dóminn. Phylicia Rashad, sem lék eiginkonu persónu Cosby í þáttunum „Fyrirmyndarföður“ (e. Cosby Show), fagnaði á samfélagsmiðlinum Instagram. „Loksins!!! Það hefur verið rétt úr hræðilegu óréttlæti, réttarmorð hefur verið snúið við,“ skrifaði Rashad. Mál Bill Cosby Bandaríkin MeToo Tengdar fréttir Dómurinn yfir Bill Cosby ógiltur Hæstiréttur Pensylvaníu í Bandaríkjunum hefur ógilt kynferðisbrotadóminn yfir leikaranum Bill Cosby. Dómstóllinn komst að þessari niðurstöðu vegna tæknilegs atriðis sem ekki taldist samræmast reglum dómstólanna í ríkinu. 30. júní 2021 17:14 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Hæstiréttur Pennsylvaníu ógilti þriggja til tíu ára fangelsisdóm sem Cosby hlaut fyrir að byrla Andreu Constand ólyfjan og misnota hana kynferðislega í gær. Töldu dómarar að saksóknarinn sem sótti málið hafi verið bundinn af samkomulagi sem forveri hans gerði við Cosby um að hann yrði ekki sóttur til saka. Cosby var sleppt úr fangelsi strax í dag en hann hefur afplánað um þrjú ár af fangelsisdómnum. Hélt hann sigurmerki á lofti fyrir framan fréttamenn þegar hann kom heim til sín í Fíladelfíu, að sögn AP-fréttastofunnar. Tugir kvenna hafa opinberlega sakað Cosby um að misnota sig. Hann var hins vegar aðeins ákærður fyrir að brjóta gegn Constand, fyrrverandi körfuboltakonu, árið 2004. Constand og lögmenn hennar sögðu niðurstöðuna vonbrigði og að þau óttuðust að hún gæti fælt konur sem hafa verið fórnarlömb kynferðisofbeldis að stíga fram og krefjast réttlætis. Patricia Leary Steuer, önnur kona sem sakar Cosby um ofbeldi, sagði CNN að niðurstaðan í gær fengi hana til að efast um hver tilgangurinn hafi verið með þeim raunum sem hún og fjölskylda hennar hafi má þola vegna málsins. „Ég er furðu lostin, ég er í áfalli og maginn minn er í hnút,“ sagði Janice Baker-Kinney sem sakaði Cosby um að byrla sér lyf og nauðga sér á 9. áratug síðustu aldar. Ekki eru allir óánægðir með dóminn. Phylicia Rashad, sem lék eiginkonu persónu Cosby í þáttunum „Fyrirmyndarföður“ (e. Cosby Show), fagnaði á samfélagsmiðlinum Instagram. „Loksins!!! Það hefur verið rétt úr hræðilegu óréttlæti, réttarmorð hefur verið snúið við,“ skrifaði Rashad.
Mál Bill Cosby Bandaríkin MeToo Tengdar fréttir Dómurinn yfir Bill Cosby ógiltur Hæstiréttur Pensylvaníu í Bandaríkjunum hefur ógilt kynferðisbrotadóminn yfir leikaranum Bill Cosby. Dómstóllinn komst að þessari niðurstöðu vegna tæknilegs atriðis sem ekki taldist samræmast reglum dómstólanna í ríkinu. 30. júní 2021 17:14 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Dómurinn yfir Bill Cosby ógiltur Hæstiréttur Pensylvaníu í Bandaríkjunum hefur ógilt kynferðisbrotadóminn yfir leikaranum Bill Cosby. Dómstóllinn komst að þessari niðurstöðu vegna tæknilegs atriðis sem ekki taldist samræmast reglum dómstólanna í ríkinu. 30. júní 2021 17:14