Segir rannsóknir benda til að endurbólusetja þurfi Janssen-þega Atli Ísleifsson skrifar 30. júní 2021 13:49 Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir og prófessor í ónæmisfræði, ræddi við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. Vísir/Egill Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir og prófessor í ónæmisfræði, segir góðar líkur vera á því að þeir sem hafi fengið bóluefni Janssen muni þurfa á annarri sprautu að halda til að fá næga vörn gegn kórónuveirunni. Rannsóknir bendi til að „allar líkur“ séu á að þurfi að endurbólusetja þennan hóp. Þetta sagði Björn Rúnar í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. Var þar Janssen-bóluefnið þar til umræðu og fréttir af því að bóluefnið kunni ekki að virka eins vel á hið svokallaða Delta-afbrigði veirunnar og önnur bóluefni. Þeir sem fá Janssen hafa talist fullbólusettir eftir eina sprautu. Hann segir þó vera aðeins of snemmt að tala um það hvort þurfi að endurbólusetja Janssen-þega. „Ég er þó sannfærður um það að ef til þess kæmi að þá myndum við sjá algerlega sambærilegar tölur, það er að segja að þegar talað er um að draga úr einkennasmiti, þá myndum við fá tölur upp yfir 90 prósent eins og við erum að sjá fyrir AstraZeneca, Pfizer-bóluefni og Moderna líka.“ Varðandi umræðu um hvort gefa eigi eitt bóluefni í fyrri sprautu og annað í seinni segist hann þó vera á því að réttast væri, ef til þess kæmi, að gefa þeim sem fengu Janssen-sprautu aðra Janssen-sprautu, frekar en að fara að gefa viðkomandi aðra tegund. Ónæmisfræðilegar ástæður séu fyrir því, en stórar klínískar rannsóknir eru í gangi sem skoða einmitt þeirra. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan. Full ástæða að fylgjast með útbreiðslu Delta-afbrigðisins Björn Rúnar segir þó fulla ástæðu að fylgjast vel með útbreiðslu Delta-afbrigðisins, sem áður gekk undir nafninu indverska afbrigðið. „Það er ákveðinn misskilningur í gangi varðandi túlkun á þessum niðurstöðum. Það er alveg rétt að það virðist vera að Janssen-bóluefnið, eftir einn skammt, hafi minni virkni gegn Delta-afbrigðinu, en samt sem áður er að veita ansi öfluga vörn gegn spítalainnlögnum og alvarlegustu formi sjúkdómsins. Sú vörn er ennþá mjög góð.“ Hefur tekist gríðarlega vel Björn Rúnar segir að ekki megi gleymast að við erum fyrst og fremst að bólusetja að koma í veg fyrir að fólk sé að látast. „Það er meginmarkmiðið og hefur tekist alveg gríðarlega vel. Í öðru lagi er það að draga úr einkennum þeirra sem smitast. Það hefur líka heppnast mjög vel. Í þriðja lagi eru við að bólusetja til að reyna að hefta útbreiðslu sýkingarinnar. Það er að takast, en við megum heldur ekki gleyma því að þessi faraldur er enn á bullandi ferð. Við erum á svipuðu reiki núna á heimsvísu og við vorum fyrir um ári síðan, í tölum. Frá 14. til 20. júní voru tvær og hálf milljón nýrra tilfella af smitum og yfir 64 þúsund dauðsföll á heimsvísu. Við erum að ná tökum á þessu hérna í Evrópu og í Norður-Ameríku. Suður-Ameríka er enn á bullandi „swingi“.“ Góð vörn Varðandi virknina hjá Janssen-bóluefninu segir Björn Rúnar það vera mjög sambærilegt á milli bóluefna þegar verið er að horfa á einn skammt. „Þar eru þau samt sem áður, sem er mjög jákvætt, að þá erum við að fá góða dekkun gegn þessu Delta-afbrigði sem er að sækja í sig veðrið. Það er núna hægt og rólega að auka hlutdeild sína. Til dæmis í Bandaríkjunum er það komið í yfir tíu prósent í nýjum tilfellum. Svo er þetta mismunandi milli landa. Í Skotlandi er það yfir helmingur af nýjum tilfellum.“ Þriðja sprautan hjá fólkimeð undirliggjandi sjúkdóma? Björn Rúnar segir að það sem er sérstakt við Delta-afbrigðið er að það gefi öðruvísi sjúkdómseinkenni. „Það byrjar eiginlega sem hefðbundið kvef, hálsbólga, hiti og svo heldur það áfram og þróast og verið alvarlegri sjúkdómur heldur en fyrri afbrigði. Það er því full ástæða til að hafa varann á sér.“ Hann segir ennfremur að fólk með undirliggjandi sjúkdóma muni mögulega þurfa á þriðju sprautuna að halda. Það sé eitthvað sem þurfi að rannsaka betur og það sem fyrst. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bítið Tengdar fréttir Boða til neyðarfundar til að ræða útbreiðslu Delta-afbrigðisins Yfirvöld í Ástralíu hittast á neyðarfundi í dag til að ræða aukna útbreiðslu kórónuveirusmita í landinu en undanfarið hefur Delta-afbrigðið svokallaða verið að sækja verulega í sig veðrið. 28. júní 2021 08:07 Hræðast aðra Covid-bylgju í Evrópu vegna Delta-afbrigðisins Sóttvarnastofnun Evrópu hefur kallað eftir því að flýtt verði fyrir bólusetningum í Evrópu gegn Covid-19 vegna Delta-afbrigðisins sem breiðist nú út um álfuna. 23. júní 2021 15:12 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Sjá meira
Þetta sagði Björn Rúnar í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. Var þar Janssen-bóluefnið þar til umræðu og fréttir af því að bóluefnið kunni ekki að virka eins vel á hið svokallaða Delta-afbrigði veirunnar og önnur bóluefni. Þeir sem fá Janssen hafa talist fullbólusettir eftir eina sprautu. Hann segir þó vera aðeins of snemmt að tala um það hvort þurfi að endurbólusetja Janssen-þega. „Ég er þó sannfærður um það að ef til þess kæmi að þá myndum við sjá algerlega sambærilegar tölur, það er að segja að þegar talað er um að draga úr einkennasmiti, þá myndum við fá tölur upp yfir 90 prósent eins og við erum að sjá fyrir AstraZeneca, Pfizer-bóluefni og Moderna líka.“ Varðandi umræðu um hvort gefa eigi eitt bóluefni í fyrri sprautu og annað í seinni segist hann þó vera á því að réttast væri, ef til þess kæmi, að gefa þeim sem fengu Janssen-sprautu aðra Janssen-sprautu, frekar en að fara að gefa viðkomandi aðra tegund. Ónæmisfræðilegar ástæður séu fyrir því, en stórar klínískar rannsóknir eru í gangi sem skoða einmitt þeirra. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan. Full ástæða að fylgjast með útbreiðslu Delta-afbrigðisins Björn Rúnar segir þó fulla ástæðu að fylgjast vel með útbreiðslu Delta-afbrigðisins, sem áður gekk undir nafninu indverska afbrigðið. „Það er ákveðinn misskilningur í gangi varðandi túlkun á þessum niðurstöðum. Það er alveg rétt að það virðist vera að Janssen-bóluefnið, eftir einn skammt, hafi minni virkni gegn Delta-afbrigðinu, en samt sem áður er að veita ansi öfluga vörn gegn spítalainnlögnum og alvarlegustu formi sjúkdómsins. Sú vörn er ennþá mjög góð.“ Hefur tekist gríðarlega vel Björn Rúnar segir að ekki megi gleymast að við erum fyrst og fremst að bólusetja að koma í veg fyrir að fólk sé að látast. „Það er meginmarkmiðið og hefur tekist alveg gríðarlega vel. Í öðru lagi er það að draga úr einkennum þeirra sem smitast. Það hefur líka heppnast mjög vel. Í þriðja lagi eru við að bólusetja til að reyna að hefta útbreiðslu sýkingarinnar. Það er að takast, en við megum heldur ekki gleyma því að þessi faraldur er enn á bullandi ferð. Við erum á svipuðu reiki núna á heimsvísu og við vorum fyrir um ári síðan, í tölum. Frá 14. til 20. júní voru tvær og hálf milljón nýrra tilfella af smitum og yfir 64 þúsund dauðsföll á heimsvísu. Við erum að ná tökum á þessu hérna í Evrópu og í Norður-Ameríku. Suður-Ameríka er enn á bullandi „swingi“.“ Góð vörn Varðandi virknina hjá Janssen-bóluefninu segir Björn Rúnar það vera mjög sambærilegt á milli bóluefna þegar verið er að horfa á einn skammt. „Þar eru þau samt sem áður, sem er mjög jákvætt, að þá erum við að fá góða dekkun gegn þessu Delta-afbrigði sem er að sækja í sig veðrið. Það er núna hægt og rólega að auka hlutdeild sína. Til dæmis í Bandaríkjunum er það komið í yfir tíu prósent í nýjum tilfellum. Svo er þetta mismunandi milli landa. Í Skotlandi er það yfir helmingur af nýjum tilfellum.“ Þriðja sprautan hjá fólkimeð undirliggjandi sjúkdóma? Björn Rúnar segir að það sem er sérstakt við Delta-afbrigðið er að það gefi öðruvísi sjúkdómseinkenni. „Það byrjar eiginlega sem hefðbundið kvef, hálsbólga, hiti og svo heldur það áfram og þróast og verið alvarlegri sjúkdómur heldur en fyrri afbrigði. Það er því full ástæða til að hafa varann á sér.“ Hann segir ennfremur að fólk með undirliggjandi sjúkdóma muni mögulega þurfa á þriðju sprautuna að halda. Það sé eitthvað sem þurfi að rannsaka betur og það sem fyrst.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bítið Tengdar fréttir Boða til neyðarfundar til að ræða útbreiðslu Delta-afbrigðisins Yfirvöld í Ástralíu hittast á neyðarfundi í dag til að ræða aukna útbreiðslu kórónuveirusmita í landinu en undanfarið hefur Delta-afbrigðið svokallaða verið að sækja verulega í sig veðrið. 28. júní 2021 08:07 Hræðast aðra Covid-bylgju í Evrópu vegna Delta-afbrigðisins Sóttvarnastofnun Evrópu hefur kallað eftir því að flýtt verði fyrir bólusetningum í Evrópu gegn Covid-19 vegna Delta-afbrigðisins sem breiðist nú út um álfuna. 23. júní 2021 15:12 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Sjá meira
Boða til neyðarfundar til að ræða útbreiðslu Delta-afbrigðisins Yfirvöld í Ástralíu hittast á neyðarfundi í dag til að ræða aukna útbreiðslu kórónuveirusmita í landinu en undanfarið hefur Delta-afbrigðið svokallaða verið að sækja verulega í sig veðrið. 28. júní 2021 08:07
Hræðast aðra Covid-bylgju í Evrópu vegna Delta-afbrigðisins Sóttvarnastofnun Evrópu hefur kallað eftir því að flýtt verði fyrir bólusetningum í Evrópu gegn Covid-19 vegna Delta-afbrigðisins sem breiðist nú út um álfuna. 23. júní 2021 15:12