Aurskriða í Tindastóli: „Helvíti mikill aur hérna niður hlíðina“ Atli Ísleifsson skrifar 30. júní 2021 11:40 Skriðan féll úr lóni sem notuð er fyrir snjóframleiðslu, og féll hún rétt sunnan við skíðalyftuna. Viggó Jónsson Viggó Jónsson, fyrrverandi umsjónarmaður skíðasvæðisins í Tindastóli í Skagafirði, segir að talsverðar skemmdir hafi orðið á skíðasvæðinu eftir að aurskriða féll í fjallinu. Tilkynnt var um skriðuna fyrr í dag þó að ekki sé að fullu ljóst hvenær hún féll. „Þetta er eins og þessar aurskriður verða, þetta er helvíti mikill aur hérna niður hlíðina. Það er alveg ljóst,“ segir Viggó í samtali við fréttastofu. Skriðan hafi fallið úr svokölluðu lóni uppi í fjalli þar sem upptakan er fyrir snjóframleiðslu. Viggó Jónsson Viggó segir að um talsverðar skemmdir sé að ræða á svæðinu, þó að bæði skíðalyfta og hús hafi sloppið. „Það þarf mikið að hreinsa, grjóthreina og koma þessu í horf. Þetta er rétt sunnan við lyftuna. Það er svæðið sjálft sem hefur orðið fyrir skemmdum. Það var búið að græða þetta upp, slétta og gera fínt. Nú er þetta bara drulla, grjót. Það þarf bara að hreinsa og græða það upp aftur. Það er bara eins og það er.“ Viggó segir tjónið því fyrst og fremst í formi vinnustunda og vélavinnu. Stefnt sé að því að koma svæðinu í lag fyrir komandi skíðatímabil. „Menn fara ekkert að leggja árar í bát hérna.“ Tilkynnt var um að aurskriða hafi fallið sunnar í Skagafirði í gær, í Varmahlíð, þar sem tvö hús færðust til. Skagafjörður Skíðasvæði Almannavarnir Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Aurskriða olli skemmdum á skíðasvæðinu í Tindastóli Í morgun barst lögreglunni á Norðurlandi vestra tilkynning um að aurskriða hafi fallið á skíðasvæðið í Tindastóli. Ljóst er að skemmdir hafa orðið á svæðinu. 30. júní 2021 11:18 Rýming vegna aurskriðuhættu enn í gildi Rýming húsa við Laugaveg og Norðurbrún í Varmahlíð stendur, að minnsta kosti þar til fundur almannavarnarnefndar fer fram núna í morgunsárið. Tilkynning um framhaldið verður birt á Facebook-síðu lögreglunnar á Norðurlandi vestra kl. 11. 30. júní 2021 06:31 Aurskriða féll á tvö hús í Varmahlíð Aurskriða féll á tvö hús í Varmahlíð í Skagafirði um klukkan fjögur í dag. Ekkert manntjón varð vegna skriðunnar en talsvert tjón varð á húsunum tveimur sem urðu fyrir skriðunni. Þetta staðfestir Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra. 29. júní 2021 17:17 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
„Þetta er eins og þessar aurskriður verða, þetta er helvíti mikill aur hérna niður hlíðina. Það er alveg ljóst,“ segir Viggó í samtali við fréttastofu. Skriðan hafi fallið úr svokölluðu lóni uppi í fjalli þar sem upptakan er fyrir snjóframleiðslu. Viggó Jónsson Viggó segir að um talsverðar skemmdir sé að ræða á svæðinu, þó að bæði skíðalyfta og hús hafi sloppið. „Það þarf mikið að hreinsa, grjóthreina og koma þessu í horf. Þetta er rétt sunnan við lyftuna. Það er svæðið sjálft sem hefur orðið fyrir skemmdum. Það var búið að græða þetta upp, slétta og gera fínt. Nú er þetta bara drulla, grjót. Það þarf bara að hreinsa og græða það upp aftur. Það er bara eins og það er.“ Viggó segir tjónið því fyrst og fremst í formi vinnustunda og vélavinnu. Stefnt sé að því að koma svæðinu í lag fyrir komandi skíðatímabil. „Menn fara ekkert að leggja árar í bát hérna.“ Tilkynnt var um að aurskriða hafi fallið sunnar í Skagafirði í gær, í Varmahlíð, þar sem tvö hús færðust til.
Skagafjörður Skíðasvæði Almannavarnir Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Aurskriða olli skemmdum á skíðasvæðinu í Tindastóli Í morgun barst lögreglunni á Norðurlandi vestra tilkynning um að aurskriða hafi fallið á skíðasvæðið í Tindastóli. Ljóst er að skemmdir hafa orðið á svæðinu. 30. júní 2021 11:18 Rýming vegna aurskriðuhættu enn í gildi Rýming húsa við Laugaveg og Norðurbrún í Varmahlíð stendur, að minnsta kosti þar til fundur almannavarnarnefndar fer fram núna í morgunsárið. Tilkynning um framhaldið verður birt á Facebook-síðu lögreglunnar á Norðurlandi vestra kl. 11. 30. júní 2021 06:31 Aurskriða féll á tvö hús í Varmahlíð Aurskriða féll á tvö hús í Varmahlíð í Skagafirði um klukkan fjögur í dag. Ekkert manntjón varð vegna skriðunnar en talsvert tjón varð á húsunum tveimur sem urðu fyrir skriðunni. Þetta staðfestir Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra. 29. júní 2021 17:17 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
Aurskriða olli skemmdum á skíðasvæðinu í Tindastóli Í morgun barst lögreglunni á Norðurlandi vestra tilkynning um að aurskriða hafi fallið á skíðasvæðið í Tindastóli. Ljóst er að skemmdir hafa orðið á svæðinu. 30. júní 2021 11:18
Rýming vegna aurskriðuhættu enn í gildi Rýming húsa við Laugaveg og Norðurbrún í Varmahlíð stendur, að minnsta kosti þar til fundur almannavarnarnefndar fer fram núna í morgunsárið. Tilkynning um framhaldið verður birt á Facebook-síðu lögreglunnar á Norðurlandi vestra kl. 11. 30. júní 2021 06:31
Aurskriða féll á tvö hús í Varmahlíð Aurskriða féll á tvö hús í Varmahlíð í Skagafirði um klukkan fjögur í dag. Ekkert manntjón varð vegna skriðunnar en talsvert tjón varð á húsunum tveimur sem urðu fyrir skriðunni. Þetta staðfestir Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra. 29. júní 2021 17:17