Reisti minnisvarða og reif hann svo niður næstu sjö árin Sindri Sverrisson skrifar 30. júní 2021 10:15 Gareth Southgate faðmaði Joachim Löw eftir að hafa stýrt Englandi til sigurs gegn Þýskalandi á EM í gærkvöld. AP/John Sibley Þýskir fjölmiðlar vonast eftir endurreisn þýska landsliðsins og að hún hefjist í september þegar liðið mætir meðal annars Íslandi á Laugardalsvelli, í undankeppni heimsmeistaramótsins í Katar. Tapið gegn Englandi í 16-liða úrslitum á EM í gær þýðir að valdatíma þjálfarans Joachims Löw er lokið en í vor var tilkynnt að Hansi Flick, fyrrverandi stjóri Bayern München, myndi taka við þýska landsliðinu eftir EM. „Evrópumótið átti að veita Joachim Löw leið til að kveðja landsliðið með sæmd. Kveðjustundin varð hins vegar ekki með þeim hætti,“ sagði Boris Büchler í útsendingu ZDF. Löw stýrði þýska landsliðinu í 15 ár og mun alltaf getað státað sig af frábærum sigri Þýskalands á heimsmeistaramótinu í Brasilíu árið 2014. Önnur stórmót hafa hins vegar ekki gengið eins vel og eftir að hafa endað í neðsta sæti síns riðils á HM 2018 falla Þjóðverjar nú úr leik strax í 16-liða úrslitum á EM. Ekki smollið saman í nokkurn tíma „Með árangrinum á HM árið 2014 reisti Jogi Löw sér minnisvarða. Síðan þá hefur hann varið sjö árum í að brjóta þennan minnisvarða niður,“ sagði Heiko Neumann, sjónvarpsmaður hjá ARD. Joachim Löw's managerial record with #GER 197 games 124 wins 40 draws 33 defeats 62.94% win percentage 2 trophiesNot the fairytale ending he had hoped for after managing his last game for the national team. pic.twitter.com/fCTFPdZu5W— Squawka Football (@Squawka) June 30, 2021 Í grein Peter Ahrens í Der Spiegel er taktík Löws gagnrýnd: „Þetta lið er með leikmenn í háum gæðaflokki og margir þeirra eru stjörnur í bestu félagsliðum heims. En sem ellefu manna lið þá hefur landsliðið ekki smollið saman í nokkurn tíma, og þjálfarinn verður að axla ábyrgð á því. Ákvörðun hans um að taka drifkraftinn sem fylgir Joshua Kimmich af miðjunni borgaði sig ekki. Hann hafði ekki heppnina með sér við valið á framherjum. Leroy Sané olli vonbrigðum gegn Ungverjalandi. Á móti Englandi tók Löw Timo Werner af velli eftir klukkutíma leik.“ Eins og fyrr segir er það nú í höndum Hansi Flick að koma Þjóðverjum aftur í hæstu hæðir. Fyrstu leikir hans verða gegn Liechtenstein á útivelli 2. september, Armeníu á heimavelli 5. september, og svo gegn Íslandi á Laugardalsvelli 8. september. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta HM 2022 í Katar Þýskaland Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjá meira
Tapið gegn Englandi í 16-liða úrslitum á EM í gær þýðir að valdatíma þjálfarans Joachims Löw er lokið en í vor var tilkynnt að Hansi Flick, fyrrverandi stjóri Bayern München, myndi taka við þýska landsliðinu eftir EM. „Evrópumótið átti að veita Joachim Löw leið til að kveðja landsliðið með sæmd. Kveðjustundin varð hins vegar ekki með þeim hætti,“ sagði Boris Büchler í útsendingu ZDF. Löw stýrði þýska landsliðinu í 15 ár og mun alltaf getað státað sig af frábærum sigri Þýskalands á heimsmeistaramótinu í Brasilíu árið 2014. Önnur stórmót hafa hins vegar ekki gengið eins vel og eftir að hafa endað í neðsta sæti síns riðils á HM 2018 falla Þjóðverjar nú úr leik strax í 16-liða úrslitum á EM. Ekki smollið saman í nokkurn tíma „Með árangrinum á HM árið 2014 reisti Jogi Löw sér minnisvarða. Síðan þá hefur hann varið sjö árum í að brjóta þennan minnisvarða niður,“ sagði Heiko Neumann, sjónvarpsmaður hjá ARD. Joachim Löw's managerial record with #GER 197 games 124 wins 40 draws 33 defeats 62.94% win percentage 2 trophiesNot the fairytale ending he had hoped for after managing his last game for the national team. pic.twitter.com/fCTFPdZu5W— Squawka Football (@Squawka) June 30, 2021 Í grein Peter Ahrens í Der Spiegel er taktík Löws gagnrýnd: „Þetta lið er með leikmenn í háum gæðaflokki og margir þeirra eru stjörnur í bestu félagsliðum heims. En sem ellefu manna lið þá hefur landsliðið ekki smollið saman í nokkurn tíma, og þjálfarinn verður að axla ábyrgð á því. Ákvörðun hans um að taka drifkraftinn sem fylgir Joshua Kimmich af miðjunni borgaði sig ekki. Hann hafði ekki heppnina með sér við valið á framherjum. Leroy Sané olli vonbrigðum gegn Ungverjalandi. Á móti Englandi tók Löw Timo Werner af velli eftir klukkutíma leik.“ Eins og fyrr segir er það nú í höndum Hansi Flick að koma Þjóðverjum aftur í hæstu hæðir. Fyrstu leikir hans verða gegn Liechtenstein á útivelli 2. september, Armeníu á heimavelli 5. september, og svo gegn Íslandi á Laugardalsvelli 8. september. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta HM 2022 í Katar Þýskaland Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjá meira