Íbúðin er á Kársnesbraut og skiptist þannig að íbúðarhúsnæðið er 175,8 fermetrar á einni hæð og 175,8 fermetra vinnustofu á sömu hæð fylgir með. búðin er glæsileg með mikilli lofthæð og fallegu útsýnibúðin er glæsileg með mikilli lofthæð og fallegu útsýni en það var faðir Bjarna byggði húsnæðið upprunalega.
Uppsett verð er 140 milljónir en frekari upplýsingar má finna á fasteignavef Vísis. Um er að ræða stóra bjarta íbúð í anda New York lofts. Þegar gengið er inn blasa við stór verk eftir Bjarna sjálfan, sem eru gerð á gagnsæjan flöt en þau skipta stofu og eldhúsi og fara þvert á víðan gang sem gengur í gegnum allt rýmið. Fremst í rýminu, fyrir framan verkin er stofa og út frá stofu eru eru stórar sérsmíðaðar glerhurðir sem opnast út í garð.
Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir af eigninni.






