Hafa lagt inn umsókn um virkjunarleyfi vegna Hvammsvirkjunar Atli Ísleifsson skrifar 29. júní 2021 09:50 Hvammsvirkjun verður staðsett í neðri Þjórsá, um fimmtán kílómetra neðan við Búrfellsstöð. Landsvirkjun Landsvirkjun hefur lagt inn umsókn hjá Orkustofnun um virkjunarleyfi vegna Hvammsvirkjunar, sem yrði þá neðsta aflstöðin á Þjórsársvæðinu. Virkjunarleyfi er forsenda þess að síðar verði hægt að óska eftir framkvæmdaleyfi. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, greinir frá þessu í grein sem birtist á Vísi í morgun. Hann segir að undirbúningur Hvammsvirkjunar hafi staðið í áratugi, eins og gjarnt sé með virkjanir. „Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort eða hvenær verður sótt um leyfi til að hefja framkvæmdir við gerð hennar. Það gæti orðið á næsta ári, að því gefnu að virkjunarleyfi liggi þá fyrir.“ Tölvugerð mynd af Hvammsvirkjun.Landsvirkjun Alls eru sjö vatnsaflsvirkjanir í Þjórsá og þverám hennar – Tungnaá og Köldukvísl – og hafa þrjár virkjanir, Hvammsvirkjun, Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun, verið á teikniborðinu. Þörf á grænni orku Hörður nefnir í grein sinni að íslensk stjórnvöld hafi sett sér markmið sem kalli á aukna raforkuframleiðslu, þar sem Íslendingar ætli að vera búnir að losa sig við bensín og olíur árið 2050. „[En] það gerist ekki nema við höfum næga græna orku í staðinn. Raforkukerfið okkar er nánast fullnýtt og brýn nauðsyn að efla það enn frekar,“ segir Hörður. Landsvirkjun Á vef Landsvirkjunar segir að Hvammsvirkjun verði staðsett í neðri Þjórsá, um fimmtán kílómetra neðan við Búrfellsstöð. „Hún mun nýta 32 metra fall árinnar frá Yrjaskeri ofan við bæinn Haga og niður fyrir Ölmóðsey ofan bæjarins Þjórsárholts. Vatni verður veitt inn í stöðvarhús í landi Hvamms en þaðan dregur virkjunin nafn sitt. Úr stöðvarhúsi fellur vatnið um jarðgöng, í frárennslisskurð og aftur út í farveg Þjórsár neðan við Ölmóðsey,“ segir um virkjunina. Hvammsvirkjun mun nýta 32 metra fall árinnar frá Yrjaskeri ofan við bæinn Haga og niður fyrir Ölmóðsey ofan bæjarins Þjórsárholts.Loftmyndir.is Lón Hvammsvirkjunar heitir Hagalón og yrði um fjórir ferkílómetrar að flatarmáli. Hvammsvirkjun er hönnuð fyrir allt að 93 MW afl og verður árleg orkugeta allt að 720 GWst. Landsvirkjun Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Rangárþing ytra Skeiða- og Gnúpverjahreppur Tengdar fréttir Áhugasamir kaupendur grænnar orku knýja dyra hjá Landsvirkjun Landsvirkjun finnur fyrir stórauknum áhuga á raforkukaupum, meðal annars frá fjárfestum sem hyggja á græna eldsneytisframleiðslu. Forstjórinn segir þó enga ákvörðun liggja fyrir um smíði nýrra virkjana til að mæta eftirspurninni en lýsir vonbrigðum með leyfisferli vegna vindorku. 23. maí 2021 22:44 Tvær nýjar brýr yfir Þjórsá í bígerð á þessu og næsta ári Tvær nýjar brýr yfir Þjórsá, sem nú eru í bígerð í tengslum við virkjanaframkvæmdir, gætu haft mikla þýðingu fyrir samgöngur og ferðaþjónustu í uppsveitum Suðurlands. Brú á móts við Árnes styttir vegalengdir um tugi kílómetra. 15. maí 2020 22:52 Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Samstarf Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Atvinnulíf Fleiri fréttir Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Sjá meira
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, greinir frá þessu í grein sem birtist á Vísi í morgun. Hann segir að undirbúningur Hvammsvirkjunar hafi staðið í áratugi, eins og gjarnt sé með virkjanir. „Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort eða hvenær verður sótt um leyfi til að hefja framkvæmdir við gerð hennar. Það gæti orðið á næsta ári, að því gefnu að virkjunarleyfi liggi þá fyrir.“ Tölvugerð mynd af Hvammsvirkjun.Landsvirkjun Alls eru sjö vatnsaflsvirkjanir í Þjórsá og þverám hennar – Tungnaá og Köldukvísl – og hafa þrjár virkjanir, Hvammsvirkjun, Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun, verið á teikniborðinu. Þörf á grænni orku Hörður nefnir í grein sinni að íslensk stjórnvöld hafi sett sér markmið sem kalli á aukna raforkuframleiðslu, þar sem Íslendingar ætli að vera búnir að losa sig við bensín og olíur árið 2050. „[En] það gerist ekki nema við höfum næga græna orku í staðinn. Raforkukerfið okkar er nánast fullnýtt og brýn nauðsyn að efla það enn frekar,“ segir Hörður. Landsvirkjun Á vef Landsvirkjunar segir að Hvammsvirkjun verði staðsett í neðri Þjórsá, um fimmtán kílómetra neðan við Búrfellsstöð. „Hún mun nýta 32 metra fall árinnar frá Yrjaskeri ofan við bæinn Haga og niður fyrir Ölmóðsey ofan bæjarins Þjórsárholts. Vatni verður veitt inn í stöðvarhús í landi Hvamms en þaðan dregur virkjunin nafn sitt. Úr stöðvarhúsi fellur vatnið um jarðgöng, í frárennslisskurð og aftur út í farveg Þjórsár neðan við Ölmóðsey,“ segir um virkjunina. Hvammsvirkjun mun nýta 32 metra fall árinnar frá Yrjaskeri ofan við bæinn Haga og niður fyrir Ölmóðsey ofan bæjarins Þjórsárholts.Loftmyndir.is Lón Hvammsvirkjunar heitir Hagalón og yrði um fjórir ferkílómetrar að flatarmáli. Hvammsvirkjun er hönnuð fyrir allt að 93 MW afl og verður árleg orkugeta allt að 720 GWst.
Landsvirkjun Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Rangárþing ytra Skeiða- og Gnúpverjahreppur Tengdar fréttir Áhugasamir kaupendur grænnar orku knýja dyra hjá Landsvirkjun Landsvirkjun finnur fyrir stórauknum áhuga á raforkukaupum, meðal annars frá fjárfestum sem hyggja á græna eldsneytisframleiðslu. Forstjórinn segir þó enga ákvörðun liggja fyrir um smíði nýrra virkjana til að mæta eftirspurninni en lýsir vonbrigðum með leyfisferli vegna vindorku. 23. maí 2021 22:44 Tvær nýjar brýr yfir Þjórsá í bígerð á þessu og næsta ári Tvær nýjar brýr yfir Þjórsá, sem nú eru í bígerð í tengslum við virkjanaframkvæmdir, gætu haft mikla þýðingu fyrir samgöngur og ferðaþjónustu í uppsveitum Suðurlands. Brú á móts við Árnes styttir vegalengdir um tugi kílómetra. 15. maí 2020 22:52 Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Samstarf Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Atvinnulíf Fleiri fréttir Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Sjá meira
Áhugasamir kaupendur grænnar orku knýja dyra hjá Landsvirkjun Landsvirkjun finnur fyrir stórauknum áhuga á raforkukaupum, meðal annars frá fjárfestum sem hyggja á græna eldsneytisframleiðslu. Forstjórinn segir þó enga ákvörðun liggja fyrir um smíði nýrra virkjana til að mæta eftirspurninni en lýsir vonbrigðum með leyfisferli vegna vindorku. 23. maí 2021 22:44
Tvær nýjar brýr yfir Þjórsá í bígerð á þessu og næsta ári Tvær nýjar brýr yfir Þjórsá, sem nú eru í bígerð í tengslum við virkjanaframkvæmdir, gætu haft mikla þýðingu fyrir samgöngur og ferðaþjónustu í uppsveitum Suðurlands. Brú á móts við Árnes styttir vegalengdir um tugi kílómetra. 15. maí 2020 22:52