Þóttust ætla að þiggja gefins sófa en létu greipar sópa Snorri Másson skrifar 29. júní 2021 08:01 Jóna María Hafsteinsdóttir varð fyrir miklum vonbrigðum þegar það rann upp fyrir henni að hún hefði verið rænd af fólki sem hún ætlaði að gefa sófa. Facebook Jóna María Hafsteinsdóttir segir farir sínar ekki sléttar af samskiptum við par sem kom inn á heimili hennar til að fá gefins sófa á dögunum. Sófinn var alltént yfirlýstur tilgangur heimsóknarinnar, en eftir að þau hættu við að taka sófann vegna meintra flutningsvandræða fóru að renna á Jónu Maríu tvær grímur. Að sögn Jónu kom á daginn að parið hafði haft með sér Bluetooth-hátalara, seðlaveski og fágæta hreindýrahornsstyttu. Þannig hafi konan látið greipar sópa á meðan maðurinn mældi út sófann, sem var svo aldrei sóttur. „Maður fær bara sjokk þegar þetta er gert svona beint fyrir framan mann. Ég ætlaði að hjálpa þessu fólki og gefa því eitthvað og það kemur inn og stelur öllu steini léttara. Ég varð síðan auðvitað alveg brjáluð af því að þessi stytta hafði mikið tilfinningagildi fyrir mér,“ segir Jóna María í samtali við Vísi. Færsla Jóna Maríu í Gefins, allt gefins við annað tilefni. Umræddur hópur er einn sá allra fjölmennasti á Íslandi og meðlimirnir eru um 120.000.Skjáskot/Facebook Fólkið kom inn á heimili Jónu Maríu í Reykjavík og eftir að hafa mælt sófann hátt og lágt komust þau að þeirri niðurstöðu að hann kæmist ekki fyrir í þeirra bíl. Þá kváðust þau ætla að koma frekar daginn eftir að sækja sófann eftir að hafa útvegað sér betri bíl. Þau létu ekki sjá sig aftur og Jóna, sem stóð í flutningum á þessum tímapunkti, uppgötvaði ekki fyrr en nokkru seinna að munirnir væru horfnir. Jóna segir að svona atburðir grafi undan trausti í samfélaginu. „Ég geri þetta aldrei nokkurn tímann aftur. Ef einhver sem ég þekki getur ekki notað það fer það héðan í frá bara beinustu leið á haugana,“ segir Jóna. Jóna varar fólk við að hleypa hverjum sem er inn á heimili sitt í gegnum Facebook-hópinn Gefins, allt gefins, og aðra viðlíka hópa. Hún hvetur fólk í öllu falli til þess að færa húsgögnin út á stétt þegar þau eru gefin á síðum sem þessum. Aðspurð kveðst hún ekki hafa getað leitað til lögreglu vegna þess að hún taldi ljóst að erfitt yrði að færa sönnur á þjófnaðinn. Reykjavík Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Sjá meira
Sófinn var alltént yfirlýstur tilgangur heimsóknarinnar, en eftir að þau hættu við að taka sófann vegna meintra flutningsvandræða fóru að renna á Jónu Maríu tvær grímur. Að sögn Jónu kom á daginn að parið hafði haft með sér Bluetooth-hátalara, seðlaveski og fágæta hreindýrahornsstyttu. Þannig hafi konan látið greipar sópa á meðan maðurinn mældi út sófann, sem var svo aldrei sóttur. „Maður fær bara sjokk þegar þetta er gert svona beint fyrir framan mann. Ég ætlaði að hjálpa þessu fólki og gefa því eitthvað og það kemur inn og stelur öllu steini léttara. Ég varð síðan auðvitað alveg brjáluð af því að þessi stytta hafði mikið tilfinningagildi fyrir mér,“ segir Jóna María í samtali við Vísi. Færsla Jóna Maríu í Gefins, allt gefins við annað tilefni. Umræddur hópur er einn sá allra fjölmennasti á Íslandi og meðlimirnir eru um 120.000.Skjáskot/Facebook Fólkið kom inn á heimili Jónu Maríu í Reykjavík og eftir að hafa mælt sófann hátt og lágt komust þau að þeirri niðurstöðu að hann kæmist ekki fyrir í þeirra bíl. Þá kváðust þau ætla að koma frekar daginn eftir að sækja sófann eftir að hafa útvegað sér betri bíl. Þau létu ekki sjá sig aftur og Jóna, sem stóð í flutningum á þessum tímapunkti, uppgötvaði ekki fyrr en nokkru seinna að munirnir væru horfnir. Jóna segir að svona atburðir grafi undan trausti í samfélaginu. „Ég geri þetta aldrei nokkurn tímann aftur. Ef einhver sem ég þekki getur ekki notað það fer það héðan í frá bara beinustu leið á haugana,“ segir Jóna. Jóna varar fólk við að hleypa hverjum sem er inn á heimili sitt í gegnum Facebook-hópinn Gefins, allt gefins, og aðra viðlíka hópa. Hún hvetur fólk í öllu falli til þess að færa húsgögnin út á stétt þegar þau eru gefin á síðum sem þessum. Aðspurð kveðst hún ekki hafa getað leitað til lögreglu vegna þess að hún taldi ljóst að erfitt yrði að færa sönnur á þjófnaðinn.
Reykjavík Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Sjá meira