Vonast til að kvenkyns leikmenn verði jákvæðari út í kvendómara Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júní 2021 11:31 Kvendómurum er alltaf að fjölga sem er mjög jákvætt fyrir fótboltann. KSÍ Knattspyrnusamband Íslands er í herferð að fjölga konum í hreyfingunni og þá sérstaklega konum sem eru í öðrum hlutverkum í knattspyrnuhreyfingunni en að vera leikmenn. KSÍ hefur þannig gefið út myndbönd þar sem rætt er við þrjár konur sem eru virkir þátttakendur í knattspyrnuhreyfingunni og segja þær frá sínu starfi og sinni reynslu af því að vera konur í fótbolta. „Þriðjungur skráðra knattspyrnuiðkenda (leikmanna) á Íslandi er kvenkyns. Þegar kemur að öðrum hlutverkum í knattspyrnuhreyfingunni er hlutfall kvenna mun lægra. Þessu þurfum við að breyta og hvetur KSÍ konur til að ganga til liðs við knattspyrnuhreyfinguna og hefja störf - sem þjálfarar eða dómarar, sem starfsmenn eða sjálfboðaliðar félaga, og til að vera virkir þátttakendur í knattspyrnuhreyfingunni,“ segir í frétt um herferðina á heimasíðu sambandsins. Konurnar sem segja frá sínum hlutverkum í knattspyrnuhreyfingunni eru Hildur Jóna Þorsteinsdóttir, sem er framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar FH í Hafnarfirði, Sigríður Björk Þorláksdóttir Baxter sem starfar við þjálfun hjá Hetti á Egilsstöðum og Bergrós Lilja Unudóttir sem er KSÍ-dómari. „Að vera kona innan knattspyrnuhreyfingarinnar í dag verður alltaf einfaldara og einfaldara en persónulega finnst mér þetta allt vera að breytast. Ég horfi björtum augum á það að með því að fleiri konur koma inn í starfið þá verður ekkert sem heitir hérna karlahreyfing,“ sagði Hildur Jóna Þorsteinsdóttir. „Mér hefur aldrei fundist ég eitthvað minni máttar eða spáð í því hverjir eru í kringum mig. Mér finnst ekkert mál að þjálfa stráka. Ég held að þetta sér bara svolítið hvernig einstaklingur þú ert, hvernig þú nærð til krakkanna sem þú ert að þjálfa. Konuþjálfarar geta þetta alveg eins og karlaþjálfarar. Það er bara spurning hvernig þú nálgast starfið þitt,“ sagði Sigríður Björk Þorláksdóttir Baxter. „Það að vera kona sem dómari það er alveg krefjandi. Maður finnur fyrir því að maður þarf að sanna sig. En að sama skapi þá eru þetta ákveðin forréttindi. Eftir því sem að við dæmum lengur kvenmennirnir og eftir því sem koma fleiri að þá vona ég að álit annarra, sérstaklega kvenleikmanna, muni breytast í jákvæðara viðhorf,“ sagði Bergrós Lilja Unudóttir. Það má sjá brot úr viðtölunum við þær þrjár hér fyrir ofan. Pepsi Max-deild kvenna KSÍ Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Handbolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Sjá meira
KSÍ hefur þannig gefið út myndbönd þar sem rætt er við þrjár konur sem eru virkir þátttakendur í knattspyrnuhreyfingunni og segja þær frá sínu starfi og sinni reynslu af því að vera konur í fótbolta. „Þriðjungur skráðra knattspyrnuiðkenda (leikmanna) á Íslandi er kvenkyns. Þegar kemur að öðrum hlutverkum í knattspyrnuhreyfingunni er hlutfall kvenna mun lægra. Þessu þurfum við að breyta og hvetur KSÍ konur til að ganga til liðs við knattspyrnuhreyfinguna og hefja störf - sem þjálfarar eða dómarar, sem starfsmenn eða sjálfboðaliðar félaga, og til að vera virkir þátttakendur í knattspyrnuhreyfingunni,“ segir í frétt um herferðina á heimasíðu sambandsins. Konurnar sem segja frá sínum hlutverkum í knattspyrnuhreyfingunni eru Hildur Jóna Þorsteinsdóttir, sem er framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar FH í Hafnarfirði, Sigríður Björk Þorláksdóttir Baxter sem starfar við þjálfun hjá Hetti á Egilsstöðum og Bergrós Lilja Unudóttir sem er KSÍ-dómari. „Að vera kona innan knattspyrnuhreyfingarinnar í dag verður alltaf einfaldara og einfaldara en persónulega finnst mér þetta allt vera að breytast. Ég horfi björtum augum á það að með því að fleiri konur koma inn í starfið þá verður ekkert sem heitir hérna karlahreyfing,“ sagði Hildur Jóna Þorsteinsdóttir. „Mér hefur aldrei fundist ég eitthvað minni máttar eða spáð í því hverjir eru í kringum mig. Mér finnst ekkert mál að þjálfa stráka. Ég held að þetta sér bara svolítið hvernig einstaklingur þú ert, hvernig þú nærð til krakkanna sem þú ert að þjálfa. Konuþjálfarar geta þetta alveg eins og karlaþjálfarar. Það er bara spurning hvernig þú nálgast starfið þitt,“ sagði Sigríður Björk Þorláksdóttir Baxter. „Það að vera kona sem dómari það er alveg krefjandi. Maður finnur fyrir því að maður þarf að sanna sig. En að sama skapi þá eru þetta ákveðin forréttindi. Eftir því sem að við dæmum lengur kvenmennirnir og eftir því sem koma fleiri að þá vona ég að álit annarra, sérstaklega kvenleikmanna, muni breytast í jákvæðara viðhorf,“ sagði Bergrós Lilja Unudóttir. Það má sjá brot úr viðtölunum við þær þrjár hér fyrir ofan.
Pepsi Max-deild kvenna KSÍ Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Handbolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Sjá meira