Heyrt margt verra frá Mourinho: „Augljóslega með mig á heilanum“ Sindri Sverrisson skrifar 28. júní 2021 08:00 Luke Shaw gekk illa að festa sig í sessi í liði United undir stjórn Jose Mourinho en hefur verið helsti vinstri bakvörður liðsins síðan Ole Gunnar Solskjær tók við því og átti mjög gott tímabil í vetur. EPA/PETER POWELL Luke Shaw segir að hann og liðsfélagar hans í enska landsliðinu eigi bágt með að skilja hversu áfjáður José Mourinho sé í að setja út á Shaw. Shaw hefur verið á uppleið síðustu tvö og hálft ár eftir að Mourinho var rekinn frá Manchester United. Arftaki Mourinho, Ole Gunnar Solskjær, hefur lagt traust á hinn 25 ára gamla Shaw sem Mourinho virðist hafa lagt í hálfgert einelti hjá United. Mourinho er ekki hættur að setja út á Shaw því þó að portúgalski stjórinn sé nú tekinn við Roma, eftir að hafa stýrt Tottenham í 18 mánuði, þá nýtti hann tækifærið sem álitsgjafi hjá Talksport til að gagnrýna bakvörðinn. Mourinho sagði að sendingar Shaw úr föstum leikatriðum væru „hrikalega lélegar“ eftir sigur Englands á Tékklandi á EM. Shaw hefur byrjað síðustu tvo leiki Englands á mótinu og gæti verið í liðinu sem mætir Þýskalandi í stórleiknum í 16-liða úrslitum annað kvöld. Liðsfélagarnir undrandi á Mourinho „Hann er augljóslega með mig á heilanum,“ sagði Shaw aðspurður um gagnrýni Mourinho. „Því er ekki að leyna að okkur samdi ekki. Ég held að hann hafi verið afar fær knattspyrnustjóri en, þið vitið, hið liðna tilheyrir fortíðinni. Það er tímabært að líta fram á við. Ég er að reyna að gera það en hann getur það augljóslega ekki,“ sagði Shaw og segir liðsfélaga sína furða sig á hátterni Mourinho. „Hann heldur alltaf áfram að tala um mig, sem mér finnst undarlegt. Sumir af strákunum hafa spurt „hvað er að hrjá hann?“ og „af hverju heldur hann áfram að tala?“ Hann þarf bara að snúa sér að öðru,“ sagði Shaw. „Það sem hann er að segja núna er ekkert í samanburði við það sem var áður fyrr, ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Ég er þó alveg kominn yfir það núna. Ég hef þroskast mikið. Ég lærði mikið á þessum þremur árum hjá honum. Ég á auðvelt með það núna að hundsa hann og jafnvel hlæja að þessu. En það er betra að ég hundsi þetta og haldi áfram með mitt líf,“ sagði Shaw. Næst á dagskrá í því lífi er stórleikurinn við Þýskaland á morgun. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Enski boltinn Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Handbolti Fleiri fréttir Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Sjá meira
Shaw hefur verið á uppleið síðustu tvö og hálft ár eftir að Mourinho var rekinn frá Manchester United. Arftaki Mourinho, Ole Gunnar Solskjær, hefur lagt traust á hinn 25 ára gamla Shaw sem Mourinho virðist hafa lagt í hálfgert einelti hjá United. Mourinho er ekki hættur að setja út á Shaw því þó að portúgalski stjórinn sé nú tekinn við Roma, eftir að hafa stýrt Tottenham í 18 mánuði, þá nýtti hann tækifærið sem álitsgjafi hjá Talksport til að gagnrýna bakvörðinn. Mourinho sagði að sendingar Shaw úr föstum leikatriðum væru „hrikalega lélegar“ eftir sigur Englands á Tékklandi á EM. Shaw hefur byrjað síðustu tvo leiki Englands á mótinu og gæti verið í liðinu sem mætir Þýskalandi í stórleiknum í 16-liða úrslitum annað kvöld. Liðsfélagarnir undrandi á Mourinho „Hann er augljóslega með mig á heilanum,“ sagði Shaw aðspurður um gagnrýni Mourinho. „Því er ekki að leyna að okkur samdi ekki. Ég held að hann hafi verið afar fær knattspyrnustjóri en, þið vitið, hið liðna tilheyrir fortíðinni. Það er tímabært að líta fram á við. Ég er að reyna að gera það en hann getur það augljóslega ekki,“ sagði Shaw og segir liðsfélaga sína furða sig á hátterni Mourinho. „Hann heldur alltaf áfram að tala um mig, sem mér finnst undarlegt. Sumir af strákunum hafa spurt „hvað er að hrjá hann?“ og „af hverju heldur hann áfram að tala?“ Hann þarf bara að snúa sér að öðru,“ sagði Shaw. „Það sem hann er að segja núna er ekkert í samanburði við það sem var áður fyrr, ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Ég er þó alveg kominn yfir það núna. Ég hef þroskast mikið. Ég lærði mikið á þessum þremur árum hjá honum. Ég á auðvelt með það núna að hundsa hann og jafnvel hlæja að þessu. En það er betra að ég hundsi þetta og haldi áfram með mitt líf,“ sagði Shaw. Næst á dagskrá í því lífi er stórleikurinn við Þýskaland á morgun. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Enski boltinn Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Handbolti Fleiri fréttir Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Sjá meira