Heyrt margt verra frá Mourinho: „Augljóslega með mig á heilanum“ Sindri Sverrisson skrifar 28. júní 2021 08:00 Luke Shaw gekk illa að festa sig í sessi í liði United undir stjórn Jose Mourinho en hefur verið helsti vinstri bakvörður liðsins síðan Ole Gunnar Solskjær tók við því og átti mjög gott tímabil í vetur. EPA/PETER POWELL Luke Shaw segir að hann og liðsfélagar hans í enska landsliðinu eigi bágt með að skilja hversu áfjáður José Mourinho sé í að setja út á Shaw. Shaw hefur verið á uppleið síðustu tvö og hálft ár eftir að Mourinho var rekinn frá Manchester United. Arftaki Mourinho, Ole Gunnar Solskjær, hefur lagt traust á hinn 25 ára gamla Shaw sem Mourinho virðist hafa lagt í hálfgert einelti hjá United. Mourinho er ekki hættur að setja út á Shaw því þó að portúgalski stjórinn sé nú tekinn við Roma, eftir að hafa stýrt Tottenham í 18 mánuði, þá nýtti hann tækifærið sem álitsgjafi hjá Talksport til að gagnrýna bakvörðinn. Mourinho sagði að sendingar Shaw úr föstum leikatriðum væru „hrikalega lélegar“ eftir sigur Englands á Tékklandi á EM. Shaw hefur byrjað síðustu tvo leiki Englands á mótinu og gæti verið í liðinu sem mætir Þýskalandi í stórleiknum í 16-liða úrslitum annað kvöld. Liðsfélagarnir undrandi á Mourinho „Hann er augljóslega með mig á heilanum,“ sagði Shaw aðspurður um gagnrýni Mourinho. „Því er ekki að leyna að okkur samdi ekki. Ég held að hann hafi verið afar fær knattspyrnustjóri en, þið vitið, hið liðna tilheyrir fortíðinni. Það er tímabært að líta fram á við. Ég er að reyna að gera það en hann getur það augljóslega ekki,“ sagði Shaw og segir liðsfélaga sína furða sig á hátterni Mourinho. „Hann heldur alltaf áfram að tala um mig, sem mér finnst undarlegt. Sumir af strákunum hafa spurt „hvað er að hrjá hann?“ og „af hverju heldur hann áfram að tala?“ Hann þarf bara að snúa sér að öðru,“ sagði Shaw. „Það sem hann er að segja núna er ekkert í samanburði við það sem var áður fyrr, ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Ég er þó alveg kominn yfir það núna. Ég hef þroskast mikið. Ég lærði mikið á þessum þremur árum hjá honum. Ég á auðvelt með það núna að hundsa hann og jafnvel hlæja að þessu. En það er betra að ég hundsi þetta og haldi áfram með mitt líf,“ sagði Shaw. Næst á dagskrá í því lífi er stórleikurinn við Þýskaland á morgun. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Enski boltinn Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Manchester United - Bournemouth | Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu Sjá meira
Shaw hefur verið á uppleið síðustu tvö og hálft ár eftir að Mourinho var rekinn frá Manchester United. Arftaki Mourinho, Ole Gunnar Solskjær, hefur lagt traust á hinn 25 ára gamla Shaw sem Mourinho virðist hafa lagt í hálfgert einelti hjá United. Mourinho er ekki hættur að setja út á Shaw því þó að portúgalski stjórinn sé nú tekinn við Roma, eftir að hafa stýrt Tottenham í 18 mánuði, þá nýtti hann tækifærið sem álitsgjafi hjá Talksport til að gagnrýna bakvörðinn. Mourinho sagði að sendingar Shaw úr föstum leikatriðum væru „hrikalega lélegar“ eftir sigur Englands á Tékklandi á EM. Shaw hefur byrjað síðustu tvo leiki Englands á mótinu og gæti verið í liðinu sem mætir Þýskalandi í stórleiknum í 16-liða úrslitum annað kvöld. Liðsfélagarnir undrandi á Mourinho „Hann er augljóslega með mig á heilanum,“ sagði Shaw aðspurður um gagnrýni Mourinho. „Því er ekki að leyna að okkur samdi ekki. Ég held að hann hafi verið afar fær knattspyrnustjóri en, þið vitið, hið liðna tilheyrir fortíðinni. Það er tímabært að líta fram á við. Ég er að reyna að gera það en hann getur það augljóslega ekki,“ sagði Shaw og segir liðsfélaga sína furða sig á hátterni Mourinho. „Hann heldur alltaf áfram að tala um mig, sem mér finnst undarlegt. Sumir af strákunum hafa spurt „hvað er að hrjá hann?“ og „af hverju heldur hann áfram að tala?“ Hann þarf bara að snúa sér að öðru,“ sagði Shaw. „Það sem hann er að segja núna er ekkert í samanburði við það sem var áður fyrr, ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Ég er þó alveg kominn yfir það núna. Ég hef þroskast mikið. Ég lærði mikið á þessum þremur árum hjá honum. Ég á auðvelt með það núna að hundsa hann og jafnvel hlæja að þessu. En það er betra að ég hundsi þetta og haldi áfram með mitt líf,“ sagði Shaw. Næst á dagskrá í því lífi er stórleikurinn við Þýskaland á morgun. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Enski boltinn Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Manchester United - Bournemouth | Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu Sjá meira