„Það sem hann gerði í dag var óraunverulegt“ Sindri Sverrisson skrifar 28. júní 2021 07:31 Khris Middleton verðskuldaði spaðafimmu og vel það frá Giannis Antetokounmpo eftir sigurinn í nótt. AP/Curtis Compton Milwaukee Bucks náðu í nótt 2-1 forystu í úrslitaeinvígi austurdeildar NBA-deildarinnar með 113-102 sigri gegn Atlanta Hawks. Khris Middleton átti risastóran þátt í sigrinum og skoraði fleiri stig en Atlanta í fjórða leikhlutanum. Í frekar jöfnum leik, þar sem Milwaukee var reyndar undir stærstan hluta leiksins, gerði Middleton gæfumuninn. Liðsfélagar hans virtust alltaf geta leitað til hans, sérstaklega í lokaleikhlutanum, en Middleton skoraði þá 20 af 38 stigum sínum. Hann hefur aldrei skorað svo mörg stig í úrslitakeppni. Atlanta var 85-83 yfir þegar fjórði leikhluti hófst en liðið skoraði aðeins 17 stig í honum, eða þremur minna en Middleton einn fyrir Milwaukee. 20 PTS in the 4th Q for @Khris22m 38 in game (ties playoff career high) 11 REB, 7 ASTKhris Middleton TAKES OVER in the @Bucks Game 3 win! Game 4 is Tuesday at 8:30 PM ET on TNT. #ThatsGame pic.twitter.com/8TedimOk5F— NBA (@NBA) June 28, 2021 „Það sem hann gerði í dag var óraunverulegt,“ sagði Giannis Antetokounmpo um Middleton. Grikkinn er vanur því að vera aðalstjarna Milwaukee, og skoraði 33 stig og tók 11 fráköst, en var ekkert að spara stóryrðin varðandi frammistöðu Middleton: „Hann var ótrúlegur. Hann bar liðið áfram allt til enda. Það sem ég sá í dag var fullkomið. Svo einfalt er það,“ sagði Antetokounmpo. Young steig á dómara Atlanta byrjaði leikinn af krafti eftir að hafa verið undir allan leikinn í leik númer tvö, sem Milwaukee vann 125-91. Milwaukee lenti strax 7-0 undir og náði ekki forystunni í fyrsta sinn fyrr en í stöðunni 82-80, þegar skammt var eftir af þriðja leikhluta, en náði svo góðum tökum undir forystu Middletons eins og fyrr segir. Trae Young skoraði 35 stig fyrir Atlanta en steig ofan á fót dómara seint í þriðja leikhluta og meiddist í ökkla. Hann fer í skoðun í dag til að meta alvarleika meiðslanna. Liðin mætast að nýju í Atlanta á þriðjudagskvöld en vinna þarf fjóra leiki til að komast í úrslitaeinvígið um NBA-meistaratitilinn, við annað hvort Phoenix Suns eða LA Clippers. Þau lið mætast í einvígi sem gæti klárast í nótt því Phoenix er 3-1 yfir. NBA Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Í beinni: Víkingur - Bröndby | Danska stórliðið mætt í Víkina Fótbolti Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Í beinni: Zrinjski - Breiðablik | Blikarnir mættir í Evrópudeildina Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Fleiri fréttir Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Sjá meira
Í frekar jöfnum leik, þar sem Milwaukee var reyndar undir stærstan hluta leiksins, gerði Middleton gæfumuninn. Liðsfélagar hans virtust alltaf geta leitað til hans, sérstaklega í lokaleikhlutanum, en Middleton skoraði þá 20 af 38 stigum sínum. Hann hefur aldrei skorað svo mörg stig í úrslitakeppni. Atlanta var 85-83 yfir þegar fjórði leikhluti hófst en liðið skoraði aðeins 17 stig í honum, eða þremur minna en Middleton einn fyrir Milwaukee. 20 PTS in the 4th Q for @Khris22m 38 in game (ties playoff career high) 11 REB, 7 ASTKhris Middleton TAKES OVER in the @Bucks Game 3 win! Game 4 is Tuesday at 8:30 PM ET on TNT. #ThatsGame pic.twitter.com/8TedimOk5F— NBA (@NBA) June 28, 2021 „Það sem hann gerði í dag var óraunverulegt,“ sagði Giannis Antetokounmpo um Middleton. Grikkinn er vanur því að vera aðalstjarna Milwaukee, og skoraði 33 stig og tók 11 fráköst, en var ekkert að spara stóryrðin varðandi frammistöðu Middleton: „Hann var ótrúlegur. Hann bar liðið áfram allt til enda. Það sem ég sá í dag var fullkomið. Svo einfalt er það,“ sagði Antetokounmpo. Young steig á dómara Atlanta byrjaði leikinn af krafti eftir að hafa verið undir allan leikinn í leik númer tvö, sem Milwaukee vann 125-91. Milwaukee lenti strax 7-0 undir og náði ekki forystunni í fyrsta sinn fyrr en í stöðunni 82-80, þegar skammt var eftir af þriðja leikhluta, en náði svo góðum tökum undir forystu Middletons eins og fyrr segir. Trae Young skoraði 35 stig fyrir Atlanta en steig ofan á fót dómara seint í þriðja leikhluta og meiddist í ökkla. Hann fer í skoðun í dag til að meta alvarleika meiðslanna. Liðin mætast að nýju í Atlanta á þriðjudagskvöld en vinna þarf fjóra leiki til að komast í úrslitaeinvígið um NBA-meistaratitilinn, við annað hvort Phoenix Suns eða LA Clippers. Þau lið mætast í einvígi sem gæti klárast í nótt því Phoenix er 3-1 yfir.
NBA Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Í beinni: Víkingur - Bröndby | Danska stórliðið mætt í Víkina Fótbolti Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Í beinni: Zrinjski - Breiðablik | Blikarnir mættir í Evrópudeildina Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Fleiri fréttir Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Sjá meira