NBA dagsins: Skildi vonbrigðin eftir á flugvellinum og stimplaði Clippers inn Sindri Sverrisson skrifar 25. júní 2021 15:00 Paul George fagnar körfu gegn Phoenix í nótt. AP/Mark J. Terrill Skömmu eftir að flugvél LA Clippers lenti í Los Angeles, eftir annað tap gegn Phoenix Suns, hringdi þjálfarinn Ty Lue í Paul George og sagði honum að hætta strax að hugsa um vítaskotin tvö sem fóru í súginn hjá honum og einbeita sér að leik númer þrjú. Þar fór George á kostum. Lue kvaðst einfaldlega hafa viljað ítreka við George að Clippers væru ekki komnir í úrslitaeinvígið í vesturdeild NBA-deildarinnar nema vegna framgöngu George í vetur. Að það þýddi ekkert að dvelja við naumt tap á þessum tímapunkti. Clippers unnu svo 106-92 í nótt þar sem George skoraði 27 stig, tók 15 fráköst og gaf átta stoðsendingar, en hluta af tilþrifum hans má sjá í NBA dagsins hér að neðan þar sem farið er í gegnum leikinn: Klippa: NBA dagsins 25. júní George segir að leikmenn hafi verið fljótir að jafna sig á tapinu í Phoenix: „Við vorum í flugvélinni og töluðum um þetta. Við fórum yfir málin og um leið vorum við tilbúnir í leik númer þrjú. Svo einfalt er það. Við urðum að halda áfram. Mér fannst við standa okkur frábærlega í að skilja við hið liðna,“ sagði George. „Ég horfði fram á við. Ég veit að ég þarf að gera betur [en ég gerði í leik tvö]. Öll mín orka fór í að ná betri leik í leik þrjú,“ sagði George. Clippers hafa nú lent 2-0 undir í öllum þremur einvígum sínum í úrslitakeppninni og alltaf unnið leik númer þrjú. Phoenix endurheimti Chris Paul í leiknum í gær en hann hitti illa í leiknum og miðað við hvernig saga úrslitakeppninnar hefur verið hjá Clippers ættu Paul og félagar að vera óttaslegnir. Næsti leikur einvígisins er annað kvöld, eða réttara sagt kl. 1 eftir miðnætti aðfaranótt sunnudags, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Milwaukee Bucks og Atlanta Hawks mætast í beinni útsendingu kl. 00:30 í nótt. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Þær eru með frábæran línumann“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Sjá meira
Lue kvaðst einfaldlega hafa viljað ítreka við George að Clippers væru ekki komnir í úrslitaeinvígið í vesturdeild NBA-deildarinnar nema vegna framgöngu George í vetur. Að það þýddi ekkert að dvelja við naumt tap á þessum tímapunkti. Clippers unnu svo 106-92 í nótt þar sem George skoraði 27 stig, tók 15 fráköst og gaf átta stoðsendingar, en hluta af tilþrifum hans má sjá í NBA dagsins hér að neðan þar sem farið er í gegnum leikinn: Klippa: NBA dagsins 25. júní George segir að leikmenn hafi verið fljótir að jafna sig á tapinu í Phoenix: „Við vorum í flugvélinni og töluðum um þetta. Við fórum yfir málin og um leið vorum við tilbúnir í leik númer þrjú. Svo einfalt er það. Við urðum að halda áfram. Mér fannst við standa okkur frábærlega í að skilja við hið liðna,“ sagði George. „Ég horfði fram á við. Ég veit að ég þarf að gera betur [en ég gerði í leik tvö]. Öll mín orka fór í að ná betri leik í leik þrjú,“ sagði George. Clippers hafa nú lent 2-0 undir í öllum þremur einvígum sínum í úrslitakeppninni og alltaf unnið leik númer þrjú. Phoenix endurheimti Chris Paul í leiknum í gær en hann hitti illa í leiknum og miðað við hvernig saga úrslitakeppninnar hefur verið hjá Clippers ættu Paul og félagar að vera óttaslegnir. Næsti leikur einvígisins er annað kvöld, eða réttara sagt kl. 1 eftir miðnætti aðfaranótt sunnudags, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Milwaukee Bucks og Atlanta Hawks mætast í beinni útsendingu kl. 00:30 í nótt. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Þær eru með frábæran línumann“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Sjá meira